VÍGLUNDUR LAXDAL SVERRISSON HÁSKÓLI ÍSLANDS MENNTAVÍSINDASVIÐ KENNSLUFRÆÐI STARFSGREINA KEN 101G - LEIÐARBÓK UMSJÓN: HRÓBJARTUR ÁRNASON

Size: px
Start display at page:

Download "VÍGLUNDUR LAXDAL SVERRISSON HÁSKÓLI ÍSLANDS MENNTAVÍSINDASVIÐ KENNSLUFRÆÐI STARFSGREINA KEN 101G - LEIÐARBÓK UMSJÓN: HRÓBJARTUR ÁRNASON"

Transcription

1 1 VÍGLUNDUR LAXDAL SVERRISSON HÁSKÓLI ÍSLANDS MENNTAVÍSINDASVIÐ KENNSLUFRÆÐI STARFSGREINA KEN 101G - LEIÐARBÓK UMSJÓN: HRÓBJARTUR ÁRNASON

2 2 3 Inngangur bls_04 Forsendur bls_06 Umhverfi bls_08 Markmið bls_10 Innihald bls_12 Kennsluferli bls_14 Efnisyfirlit Mat Saga starfsnáms bls_16 bls_18 Kennsluaðferðir bls_20 Hugarkort bls_26 Staðlota 1 bls_40 Staðlota 2 bls_44 Verkefnin mín bls_48 Gullkistan bls_62 Heimildaskrá bls_64

3 4 5 Þessi fyrsta bók mín, sem er jafnframt verkefni í Kennslufræði Starfsgreina við HÍ, er fyrst og fremst hugsuð sem uppfletti- og leiðbeiningarit fyrir nýjan óreyndan kennara sem stendur frammi fyrir nýju og spennandi verkefni í skólastofunni. Ég ætla að leitast við að setja hana þannig upp að ég jafnt og aðrir kennarar starfsgreina geti á hraðvirkan og auðveldan hátt flett upp og rifjað upp mikilvæg atriði kennslufræðinnar í starfi. Í náminu er stuðst við kennslufræðilíkan þeirra Hilde Hiim og Else Hippe sem þær fjalla um í bók sinni Læring gjennom opplevelse, fårståelse og handling sem byggð er á rannsóknum þeirra á starfsnámi. Kennslufræði líkanið hefur verið mikið notað undanfarna tvo áratugi við góðan orðstír. Hiim og Hippe leggja áherslu á að nám og kennsla sé heild og kennslufræðin innihaldi skipulagninu, yfirfæslu og mat á námi og kennslu. Inngangur En hvað er nám og hvað er kennsla? Eins og þær Hiim og Hippe leggja áherslu á eru nám og kennsla heild, kennsla stuðlar að námi og er yfirfærsla kennara til nemenda í gegnum mismunandi aðferðir. Aðferðirnar eru notaðar til að miðla innihaldinu. Nám snýst um hvering upplýsingar eru geymdar og endurheimtar úr minni nemandans og hvort nemandi geti nýtt sér þá þekkingu sem verið er að miðla til frambúðar. Hvernig hjálpar kennslulíkanið okkur að farmfylgja þessu, jú eins og sést á líkani þeirra hér til hliðar þá tengja þær alla þætti kennslufræðinnar saman og líkanaið hefur hvorki upphaf né enda. Í skipulagsvinnu kennarans er gert ráð fyrir að hann færi sig fram og til baka um líkanið eftir þörfum. Hægt er að fullyrða það þetta módel þeirra sé gott líkan fyrir hina fullkomnu kennslu, en svo auðvelt er það kannski ekki, því til að módelið virki þarf bæði að nýta það þvers og kruss auk þess að þekkja vel hin einstöku verkfæri þess. Ef kennari tileinkar sér þær hugmyndir sem líkanið og fræðin á bak við það innihalda, og notar þær daglega, þá er það grunnur fyrir góða menntun. Bókin er kaflaskipt og byggist fyrri hluti hennar á viðfangsefnum kennslulíkansins en eins og gefur að skilja þegar við skoðum byggingu þess koma kaflarnir svolítið inn á svið hvors annars. Í seinni hlutanum fjalla ég um fjölbreyttar kennsluaðferðir og í lokin eru samantektir af staðlotum og verkefnum sem unnin voru á námskeiðinu. Ég vona lesandi góður að þessi bók eigi eftir að nýtast þér, eða í það minnsta að þú hafir gagn og gaman að því að lesa hana.

4 Forsendur Aðkoma okkar að kaflanum um forsendur var tvíþætt, annars vegar skoðuðum við nemendur sem eru forsendur náms og veltum fyrir okkur spurningunni hvað er nám? og hinsvegar fjölluðum við um sögu starfsnáms og gerðum verkefni í þeim hluta og verður því gerð skil í sérkafla. Nemendur - Nám og þekking: Hvernig læra nemendur best? Hvaða kennsluaðferð hentar þessari kennslu best? Hvaða vinnuaðferðir hafa reynst illa í þessari kennslu? Þarf að vekja áhuga nemenda eða eru þeir tilbúnir í viðfangsefnið? Þetta eru spurningar sem kennarinn á líklega eftir að rekast á við skipulanginu námskeiðs/ námsefnis. En getur hann farið í verkfærakistuna sína og sótt svör við þessu? Nei til að svara þessu þarf hann líka að þekkja nemenda hópinn sinn. Nemendur eru forsendur náms, í forsendum hvers og eins nemanda rúmast tilfinningar, viðhorf, færni og skilningur sem hver nemandi sem persóna tekur með sér í hverja kennslustund. Þetta á einnig við um sálfræðilega þætti hans, tilfinningar, gildismat og menningarlegan bakgrunn. Það er því nauðsynlegt að skoða og taka tililt til forsendana nemenda þegar markmið, kennsluaðferðir og umhverfi kennslunnar eru ákveðin. Á sama tíma er einnig mikilvægt að undirstrika að forsendur nemenda eru undir stöðugum breytingum og því ekki hægt að reikna með þeim sem gefnum stuðli og þarf kennarinn því alltaf að íhuga það og átta sig á stöðu nemendanna hverju sinni. Þetta krefst þess að kennarinn gefi sér góðan tíma í að kynnast nemendum og forsendum þeirra. Nauðsynlegar upplýsingar um námsörðugleika, séraðstoð, tungumál og fötlun nemenda eru upplýsingar sem kennarinn á að geta sótt í INNU, upplýsingakerfi skólanna. Aðra hluti eins og áhugasvið, reynslu, heimilsaðstæður og ástæðuna fyrir að neminn velur að vera í námi eru upplýsingar sem kennarinn verður að nálgast með samskiptum við nemandann og í því samhengi er líka miklvægt að átta sig á hvað nemendur í hópnum eiga sameiginlegt. Hvað er nám? Nám er ferlið sem á sér stað þegar reynsla veldur varanlegri breytingu á þekkingu (það sem lært er) hegðun og viðhorfum, það að nemandi geti nýtt sér það sem lært er (yfirfærsla). Í verklegu námi er nám einnig að þróa með sér færni til að framkvæma verk og aðgerðir. Gott er að muna að færni er ekki meðfædd og nemendur geta verið á mjög mismunadi stigum með mismunandi bakgrunn þegar þeir koma í verklegt nám, en allir eiga að getað þjálfað með sér færni. Þekkinguna getum við skilgreint á 3 mismunandi vegu, lýsandi þekkingu (að vita), aðgerða þekkingu ( að vita hvernig) og sjálfstýrandi þekkingu (kunna á sjálfan sig) en kennsla starfsgreina er dæmigerð blanda af aðgerða þekkingu og lýsandi þekkingu. Í verknámi sem og öðru námi er dreift nám besta leiðin til að læra hluti, endurtekningin er lykilþáttur í því. Ígrundun: Eins og ég skrifaði hér að ofan þá eru nemendur forsendan fyrir námi, skóli án þeirra er einskins virði. Það er enginn vafi á því að þetta er mikilvægur liður í kennslufræði líkaninu og oft vanmetinn. Þessi liður í sambland við aðra liði líkansins er liður í mikilvægu hlutverki kennarans í að skapa gott kennsluumhverfi. Nemendurnir eru það mikvægasta í náminu og því mikilvægt að hlúa að þeim og reyna að finna leiðir til að þeim líði sem best og hafi sem bestan möguleika á að stunda námið. Mismunandi heimilisaðstæður nemenda geta stuðlað að ólíkri útkomu og er nauðsynlegt fyrir nemandan að finna fyrir hvatingu og hrósi frá kennnaranum, eins eru gagnkvæmt traust og virðing nauðsynlegir þættir. Kennarinn hjálpar einnig við að efla áhugahvötina og hefur mikil áhrif á hegðun nemandans. Já hlutverk kennars er víðtækt og mikilvægi forsendanna stórt, kennarinn er lykillinn í að skapa gott kennsluumhverfi fyrir sinn hóp og eftir því sem hann þekkir einstaklingana í hópnum betur því betri forsendur hefur hann til að skapa það.

5 Umhverfið Hvaða umhverfi býr kennslan við? Er kennarinn bæði iðn og kennslufæðilega menntaður? Eru verkfæri skólans af nýustu gerð? Eru áfangarnir þannig skrifaðir að þeir geta nýtst í annað nám? Eru áfanganir þannig skipulagðir að þeir henti í töflu með bóklegum greinum? Eru góður vinnuandi í bekknum eða lekur skólastofan? Já þetta eru dæmi um spurningar sem hægt væri að velta fyrir sér í umræðu um umhverfi kennslufræðinnar. Allir hinu áþreifanlegu og félagslegu hlutir sem hafa áhrif á kennslufræðina eru umhverfi hennar: lagaramminn, fjárveitingar, vélar og tæki, húsnæði, námsefni og aðrir áþreyfanlegir hlutir hafa mikil áhrif líkt og hinir félagslegu eins og virðing, félagsskapur, samvinna og skipulag. Umhverfið getur bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á menntunina, til dæmis hafa slæm fjárhagsstaða og vöntun á búnaði neikvæð áhrif, á meðan góð samvinna, framsýni og gagnkvæm virðing hafa jákvæð áhrif. Í hugarkortinu mínu um umhverfið leitast ég við að lista upp mikilvæga þætti í áþreifanlegu og félagslegu umhverfi ásamt því að ég gerði samantek á mikilvægum atriðum góðra samskipta. Ígrundun: Þegar við hófum nám í haust var það þessi hluti í kennslufræðilega líkaninu sem fékk mig til að staldra við og hugsa, umhverfið, hvað var það að villast þarna með orðum sem mér fannst eiga heima í kennslufræðum, hvað hafði það með nám að gera. En orðið kom mér sannarlega á óvart og á ekki síður heima þar en hinir fimm kollegar þess sem prýða líkanið. Sennilega fannst mér það ekki eiga heima þarna þar sem það er mér mjög eðlislægt hvort sem ert í námi eða starfi að hugsa um og skapa gott umhvefi. Umhverfi okkar hvort sem við skoðum það áþreifanlega eða það félagslega er lykilatriði í að okkur líði vel, náum árangri og þroskumst félagslega og nálgumst markmiðin okkar. Umhverfið hefur mjög mikil áhrif á nemendur sem og kennara og er þáttur í að móta það starf sem við bjóðum upp á innan veggja skóla. Áþreifanlega umhverfið skiptir miklu máli, lýsing, hreinlæti, aðstaða og í verknámi hafa verkfæri og vinnu aðstaða, gífurlega mikið vægi. En í mínum huga skiftir enginn þessara hluta máli ef félagslega umhverfið er ekki í lagi. Kannski er einfaldast að setja sig í spor lítillar stúlku í 1.bekk grunnskóla, hún mætir eftirvæntingarfull í skólann að hausti, allar aðstæður eru góðar, borðin ný, stólarnir þægilegir, kennarinn vel menntaður og snyrtilegur, ný sætaskipan og uppröðun stóla í hverri viku allt eins og bókin segir kennslu vera sem besta. Foreldrarnir brosa og allir á heimilinu eru spenntir yfir nýja skólaárinu, en eftir fáeinar vikur fer henni að líða illa, magaverkir ágerast og löngunin til að fara í skólann hverfur, þá spyrja sig allir hvað er að? Eitt lítið aðtriði í félagslega umhverfinu þar sem það áþeifanlega spilar líka inn í veldur þessari vanlíðan, á skóganginum þar sem allir nemendur sameinast í frítímanum eru eldri strákar að stíga á tær þessarar litlu stúlku og hrinda henni. Þessi félagslegu áhrif valda því að sú litla hefur misst gleðina sem skólinn vakti hjá henni. Í þessu tilfelli var hægt að leysa þetta með tiltali og samvinnu (félagslegt) og eftirliti í skóganginum ( áþreifanlegt). Félagslega umhverfið er gífurlega mikilvægt og grunnur að vellíðan okkar allra, nemenda, kennara og starfsmanna skólans. Virðing, félagsskapur, heiðarleiki, samstarf, og gangkvæmt traust er lykillinn að stuðningi hvert við annað og að allir fái möguleikann að upplifa og njóta ánægjunnar í starfi. Ávallt skal haft að leiðarljósi að enginn er í betri stöðu en kennarinn til að skapa gott félagslegt umhverfi í kennslustofunni.

6 Markmið Makmið eru skilgreining á tilgangi námsins, hvert það stefnir og hvaða árangur og þekkingu nemandinn á að hafa tileinkað sér í lok námskeiðs/áfanga. Þegar markmið eru skilgreind er mikilvægt að gera þau skýr og raunhæf, annars er hætta á námið verði ómarkvisst, nemendur óöryggir um tilganginn og ná þar af leiðandi minna af innihaldinu en reiknað var með. Markmiðin eru það sem við viljum nálgast í náminu og er mikilvægt að allir skilji þau og sameinist um þau, bæði nemendur, kennarar og skólastjórnendur. Það getur verið mjög gott að vinna markmið hvers áfanga í samvinnu við nemendur, það gerir það enn áhugaverðara fyrir þá að ná settu markmiði. Mikilvægt er í þessu samhengi að muna að markmið þarf ekki að vera einn endapunktur, heldur getum við verið að fylgja markmiðum eða leiðinni að þeim alla önnina eða skólagönguna. Markmið þurfa að vera augljós, aðgengileg og þar að auki þurfa hæfnisviðmiðin að vera ljós. Þegar nunnið er að skilgreiningu náms og að skrifa niður markmið námsins er oft notuð aðferð Roberts Mager, atferlismarkmið (behavioural objectives) Hann lagði fram þessa einföldu aðferð og er hún oftar en ekki valin til að styðjast við þegar markmið náms eru skráð, meðal annars vegna einfaldleikans. Texti í markmiðslýsingum þarf að vera gagnsær og lýsandi, hann þarf að vera stuttur, hnitmiðaður og markviss og taka af allan vafa um merkingu. 1. Athöfn, notuð eru sagnorð, til að lýsa athöfnum eða aðgerðum sem nemandinn á að geta framkvæmt eftir að hafa lokið námskeiðinu. 2. Skilyrði: við hvaða kringumstæður er aðgerðin framkvæmd og með hvaða gögnum. 3. Mælikvarði: setja þarf fram gæði eða hæfnisstig sem telst fullnægjandi. Ef markmið námskeiðs eru vel orðuð og markviss auðveldar það skipulag námsins. Það hjálpar til við val á kennsluefni og kennsluaðferðum og nýtist sem mælikvarði þegar mat er lagt á árangur. Vel skilgreind markmið eru gagnlegar upplýsingar fyrir alla sem að náminu koma, hvort heldur það eru nemendurnir, kennarar eða skipuleggjendur þess. Ígrundun: Markmið var orðið í líkaninu sem greip mig strax, þetta hlýt ég að vita allt um, menntaður AIK einkaþjálfari og með reynslu í þjálfun og störfum íþróttafélaga. En það tók ekki langan tíma að skjóta mér niður á jörðina þar og sjá þetta orð í allt annari merkingu. Í íþróttafræðum er markmiðið oft endastöð / lokaárangur einhvers sem þú stefnir á ( mjög oft mælt í kílóum), hér í kennslufræðunum eru markmiðin miklu meiri stefna, markmiðin eru vinnulínan sem þið ætlið að halda í náminu til að stefna að lokamarkmiði. Ég hef sjálfur haldið töluvert af fyrirlestrum og námskeiðum og ekki haft þetta að leiðarljósi þar, en í lok nóvember þegar ég var beðinn að kenna einn tíma í vélfræðideild FS tók ég eftir því að ég mætti öðruvísi og betur undirbúinn, ég ákvað áður en ég byrjaði undirbúning námsefnisins að setja mér markmið, hvað áttu nemendurnir að taka með sér úr þessu tíma og hvernig ætlaði ég að pakka því fyrir þá svo þeir tækju það með heim. Skemmtileg upplifun og breyting frá því sem ég gerði áður og gaman að sjá að það hefur átt sér stað einhver yfirfærsla.

7 Innihald Hvernig aðlaga ég námsefnið að faggrein þessara nemenda? Í hvað miklu umfangi hafa nemendurnir áhrif á námsefnið? Hvernig veit ég að nemendur eru með innihald námsins á hreinu? Er persónuleg hæfni hluti af námsefninu í samspili við faglega hæfni? Innihaldið er það sem sjálf kennslan snýst um, sem kennari skipuleggur maður og velur námsefnið (innihaldið). Við val á því fastleggur maður að hluta það faglega stig sem maður ætlar að fara með nemandann á og hvernig námið á að fara fram. Það er mikilvægt við námsefnið sé í samræmi við markmið námsins og innihaldi allt það sem nemandinn á að kunna í lok námskeiðs. Að sjálfsögðu miðlar maður alltaf eigin þekkingu og reynslu í kennslunni líka, efni sem ekki er skilgreint í námsefni en er manni eðlislægt að miðla. Þetta efni nýta nemendur sér frekar í reynslubankann og geta nýtt sér í verkefnum, en þetta efni nýtir kennarinn ekki til pófa. Gæði námsefnis er misjafnt og er mikilvægt að vanda val á því og ekki síður mikilvægt að vanda vinnubrögðin ef maður sjálfur semur það. Mikilvægt er að hafa í huga, markmiðin og umhverfið sem skal kenna námsefnið í og gera ráð fyrir nemendum með mismunandi skerðingar. Þröskuldalaust námsefni léttir þeim lífið sem eiga við námserfiðleika eða fötlun að stríða, það er mun auðveldara fyrir þann sem á ekki við vandmál að stríða að læra námsefni sem er aðlagað fyrir hina en öfugt. Fyrsti hluti þessa viðfangsefnis fékk allt of lítið vægi á kostnað WP verkefnisins, umfjöllunin um námsefnisgerð og námsefni var mjög ganglegt og hlakka ég til að koma að því aftur á seinni stigum námsins. Í þeim fyrirlestri sem við fengum, fórum við í gegnum námefnisgerð en það er mikilvægur hlutur í starfi starfsgreina kennara þar sem ekki er mikið úrval í námsefni hér á landi. Við gerð námsefnis er um margt að hugsa, hvernig vil ég miðla því, aðgengi, tungumál, einnig þarf efnið að vera vel læsilegt, skipulagt og þröskuldalaust. Gerð námsefnis er vandasamt og er því nausynlegt að lesa það oft yfir og gera tilrauna notkun á því. WordPress Seinni hluti kennslu um innihald var kennsla í notkun WP kerfisins og snerist fyrst og fremst um kennslu á forritið. Verkefnið var fín æfing þar sem við þurftum bæði að setja upp kennslusíðu og gera upptöku af kennslustund hjá okkur og setja inn á síðuna. Ég sé þennan hlut sem góðan grunn fyrir vendikennslu og á efalaust eftir að nýta mér þá reynslu. Myndir úr verkefninu mínu er í kaflanum Verkefnin mín og hér að neðan er linkur á það.

8 Kennsluferli Val á kennsluaðferð ræður því hverning kennslan fer fram og hverning maður vill koma innihaldinu til skila. Velur maður aðferð þar sem nemandinn er í hlutverki þess sem hlustar eða hentar betur að hafa hann virkan í kennslunni? Er kannski hugsanlegt að maður geti blandað saman kennsluaðferðum. Innihaldið (námsefnið) hefur að sjálfsögðu áhrif á þetta val en engu að síður er hægt að aðlaga flest námsefni að mismunandi kennslu aðferðum. Í bók Ingvars Sigurgeirssonar, Litróf kennsluaðferðanna frá árinu 1999 er kennsluaðferð skilgreind á eftirfarandi hátt: Það skipulag sem kennarinn hefur á kennslu sinni, samskiptum við nemendur, viðfangsefnum og námsefni í því skyni að nemendur læri það sem að er keppt. Ingvar vekur þó athygli á þeim takmörkunum þessarar skilgreiningar að hún tekur ekki tillit til tímasetningar auk þess sem kennari getur beitt nokkrum aðferðum innan sama tímaramma. Í fyrirlestri Hróbjarts um kennsluaðferðir kynnti hann samlokuaðferðina, skemmtilega aðferð þar sem hann raðar saman mismunandi aðferðum í girnilega samloku og flakkar svo svolítið á milli laga hennar. Hugmyndina má svo fara með enn lengra, fylla nestisboxið af nokkrum mismunandi samlokum sem þér finnst passa vel saman og velja svo þá samloku sem þér finnst henta best hverju sinni eða í hvert verkefni. Á þennan hátt ertu betur undirbúinn í að blanda aðferðum og öðlast þjálfun í að nota hverja blöndu. Þó val kennsluaðferðarinnar sé mikilvæg er frammistaða kennarans það einnig. Raddstyrkur hans og framsögn er mikilvægt atriði ef hann vill að hlustað sé á hann og hann má ekki gleyma að ná athylginni strax í upphafi. Hvernig honum tekst að halda athyglinni og greina á milli aðalatriða og aukaatriða skiftir miklu máli fyrir nemendur. Kennsluaðferðum er hægt að skipta á mismunandi hátt, í þessu námskeiði er stuðst við bók Ingvars og skiptir hann aðferðunum í níu flokka. 1. Útlistunarkennsla: Hefðbundnin fyrirlestrarkennsla sem er líklega algengasta kennsluaðferð í heimi, undir hana flokkast öll bein miðlun frá kennara til nemanda; sýnikennsla, sýningar o.s.frv.. 2. Þulunám og þjálfunaræfingar: Hér er um að ræða utanbókarlærdóminn 3. Verklegar æfingar: Aðferð til að þjálfa ákveðna verklagni eða vinnubrögð, efla leikni í ákveðnu sviði. Aðferðin er algeng í verkmenntun þar sem þarf að læra á vélar og verkfæri. 4. Umræðu og spurnaraðferðir: Aðferðin byggir á því að virkja nemendahópinn í að fjalla um ákveðna spurningu og vinna úr í umsræðum 5. Innlifunaraðferðir og tjáning: Aðferð þar sem leitast er við að fá nemendur til að lifa sig inn í þann raunveruleika sem námsefnið fjallar um. 6. Þrautalausnir: Aðferð sem gjarna er notuð til að þjálfa rökræna hugsun og hæfni til að draga ályktanir af gefnum forsendum. 7. Leitaraðferðir: Eftirlíking á vísindarannsókn. 8. Hópvinnubrögð: Kennsluaðferð sem byggir á því að kenna nemendum að vinna saman og leysa viðfangsefni með og í samvinnu við aðra. Eflir samstarf. 9. Sjálfstæð, skapandi viðfangsefni. Aðferð sem gerir mestar kröfur til nemendanna, nemendur vinna og læra upp á eigin spýtur. Dæmi : hönnunarverkefni, uppfinningar og þróun framleiðslu af einhverju tagi. Þessi hluti námsins var virkilega áhugaverður og einhvern veginn kveikjan að öllum tengingum í kennslufræði líkaninu og tenginu á kennslu við raunveruleikann. Hóp / einstaklings verkefnið sem var unnið var upp úr þessu námsefni var mjög gagnlegt, skemmtilegt og fræðandi. Það sem maður vildi kannski einna helst breyta er að maður fengi tíma og möguleika að vinna efni úr fleiri flokkum. Kennslan í staðarlotunni og verkefna tímunum tengdu þessu verkefni voru líflegir og skemmtilegir og buðu upp á kennsluaðferðir af ýmsu tagi.

9 Mat Hvað er það sem við metum og hversvegna metum við? Í fræðum þeirra Hiim og Hippe er ekki síður lögð áhersla á mat kennslunnar frekar en námsmat nemandans. Þessir tveir þættir hljóta að hanga saman, kunnátta nemandans hlítur að endurspelga kennsluna sem hann hefur fengið. Það eru margar mismunandi leiðir til meta bæði nám og kennslu. En hvernig er best að gera það? Það eru margar ólíkar skoðanir um þennan þátt og því meira sem maður veltur honum fyrir sér spyr maður hvort hægt sé að gera réttlátt mat á kunnáttu nemenda eða kennslu kennarans. Það finnast margar mismunandi leiðir, sú algengasta er sennilega próf en skólar eru meira og meira að falla frá þeim. Prófum getum við skipt í hlutlæg og huglæg, þau hlutlægu er einfaldari i endurgjöf, þar sem spurningar eða verkefni eru oftast meira römmuð inn og aðeins eitt svar við þeim og því einfalt að gefa stig fyrir rétt eða rangt. Huglægu prófin eru oftar byggð á ritgerðarspurningum. Skoðanir og bakgrunnur nemandans hefur áhrif á hvað og hvernig verkefnin eru leyst og að sama skapi endurspelglast skoðanir kennarans í einkunnagjöfinni. Engu að síður finnst mér báðar aðferðir hafa galla, oftar en ekki er verið að mæla kunnáttu á tíma sem mér finnst órettlát og stressandi aðferð. Einnig er hætta í báðum tilfellum að kennarinn láti álit sitt á nemandanum hafa áhrif á útkomuna en það er eitthvað sem kennarar þurfa að passa vel og gera sér grein fyrir áhættunni. Geislabaugsáhrifin eiga ekki að stjórna einkunnagjöf. Mér finnst próflausa aðferðin, með verkefnaskilum og mati á vinnusemi, ástundun vera sanngjörn aðferð, að sjálfsögðu þarf að meta hvort yfirfærsla hafi átt sér stað en það er hægt að meta það jafnóðum í ferlinu og í verkefnaskilum. Á þennan hátt finnst mér auðveldara að virkja nemendur láta þá taka þátt í öllum áfanganum í stað þess að treysta á að lesa undir próf og tryggja jafnframt að sá skilningu sem næst sé skilningur sem hægt sé að nýta og virkja í stað páfagauks lærdóms sem nemendur falla oft í, þegar þeir eru í prófalotum. Mat er flókið ferli og ekki öfundsvert en hver og einn kennari verður eftir bestu samvisku að tryggja að námsmatið sé í samræmi við markmið, það sé skýrt frá upphafi náms hvernig matið sé framkvæmt og að nemandinn mæti hlutleysi og sanngirni við mat. Kennarinn þarf einnig að geta rökstutt matið.

10 Saga starfsnáms Í þessum hluta fórum við einnig í sögu starfsnáms. Mjög áhugaverður fyrirlestur og lestrarefni sem kveikti á forvitniselimentunum og fékk mann strax til að hugsa og skoða umhverfið út fyrir eigin persónulegan ramma. Tíminn, lesningin og umræðurnar vöktu ótal spurningar. Eru virkilega svona miklir fordómar / togstreita milli starfsnáms og bóknáms, eru hagsmunaaðilar nauðsynlegir eða íþyngjandi í starfsnámi, hentar það fyrirkomulag sem er í dag starfsnáminu? Já, þegar öllum þessum spurningum er hent fram fer allt af stað í höfðinu og miklar pælingar fara af stað. Fyrst þegar ég las spurninguna um fordóma hugsaði ég með mér, bíddu hverju á að fara að hrinda af stað hér, en þegar ég hafði lesið efnið og kannski síðast en ekki síst spurt samnemendur mína, þá var ég í engum vafa, hér var ekki verið að hrinda neinu af stað. Það eru bullandi fordómar í gangi gangvart verknámi og ekki minni fordómar verknámsmenntaðs fólks gangvart bóknámi, ég var sjokkeraður í það minnsta. Minn bakgrunnur er vélfræðinám sem er töluverð blanda af bók og verknámi þar sem bóklegi hlutinn er mun stærri en í öðrum verknámi og kannski þess vegna sem ég hef enn ekki mætt þessum fordómum, þar að auki hef ég bætt við mig diplóma í háskóla og og mjög hlynntur bóklegunámi, en þeir fordómar sem ég mætti í minni vinnugrúppu gangvart bóklegu námi voru ótrúlegir. Sama var uppi á tengingnum í sambandi við hagsmunaaðila. Fyrst þegar ég fór að kynna mér sögu starfsnámsins áttaði ég mig á hlutverki þeirra og mikilvægi, en engu að síður eins og ég fjallaði um í ritgerð minni áttaði ég mig einnig enn betur á hættunni sem þeir bjóða heim. Persónulega finnst mér lagarammar verða að vera þannig samsettir að hagsmunaaðilar nái á engan hátt að hafa áhrif á nám og starfsréttindi, þess vegna set ég stórt spurningamerki við uppbyggingu Tækniskólans sem er leiðandi í verknámi í dag. Gunnar fékk svo heiðurinn af því að senda okkur í djúpulaugina og setja fyrir fyrstu verkefnaskilin í þessu námi. Strax í umræðunum í tímanum fékk ég hugmyndina að minni ritgerð og vona ég að mér hafi tekist að halda mig við staðreyndir og efni, þrátt fyrir að efni spurningarinnar um einkavæðingu Vélskóla Íslands hafi verið mér efst í huga við vinnslu ritgerðarinnar. Ég hafði alltaf haft mjög ákveðna skoðun um þessa einkavæðingu sem var kannski lituð af sumum fyrrverandi kennurum mínum, en eftir að hafa kynnt mér málið vel og sögu námsins styrkti það enn frekar skoðanir mínar. Verkefnið vann ég þannig að ég kynnti mér sögu vélstjórnar, bæði fyrir upphaf skólanna og sögu vélstjórnarnáms á Íslandi. Ég notaði heimildir úr bók fyrrverandi kennara míns Franz Gíslasonar sem fékk þann heiður að skrifa sögu skólans á 75 ára afmæli hans. Til að leita svara við spurningunni leitaði ég bæði í skýrslum um starfs skólans og sameininguna, hjá kennurum í faginu sem bæði hafa unnið í Vélskólanum og skólum tengdum honum sem kenna vélfræðigreinar. Mér fannst verkefnið nauðsynlegur þáttur á tvennan hátt, að fá mann til að hugsa um sitt fag, sögu þess og stöðu, auk pælinganna um fordóma og utanaðkomandi áhrif. Einnig var verkefnið góður ísbrjótur sem fyrstu verkefna skil í nýju háskólanámi sem mörg okkur voru búinn að kvíða.

11 Kennsluaðferðir Kennarar leika stórt og mikilvægt hlutverk í öllu skólastarfi. Kennarastéttin hefur mörg hlutverk í skólakerfinu, eins og t.d. kennslu, stjórnun, ráðgjöf, uppeldi og rannsóknir. Því byggjast gæði menntunar og árangur skólakerfisins á vel menntaðri og áhugasamri fagstétt kennara. Nemendur, menntun þeirra og velferð er það sem fagmennska kennara snýst um. Kennurum ber ekki einungis að miðla þekkingu til nemenda sinna heldur líka að stuðla að því að þeir fái tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni, stuðla að jákvæðum viðhorfum í starfi og efla skapandi hugsun þeirra (Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011, bls. 11). Kennarar nota kennsluaðferðir til þess að geta uppfyllt skyldur sínar og náð markmiðum sínum í kennslu. Í þessum kafla ætla ég að fjalla um nokkrar mismunandi kennsluaðferðir. Ég ætla að byrja á því að fjalla um Hópvinnubrögð, en ég vann verkefni um þann flokk í samvinnu við samnemendur mína í vetur. Þar á eftir ætla ég að fjalla lítillega um aðrar kennsluaðferðir sem mér þykja spennandi, bæði aðferðir sem fjallað var um í áfanganum og sem ég hef kynnst annarsstaðar. Í umfjöllun minni um hópvinnubrögð og aðrar kennsluaðferðir sem kenndar voru í áfanganum mun ég styðjast við umfjöllun okkar á En ég vil taka fram að ekki var búið að fara yfir verkefnin okkar þegar ég vann þetta verkefni og get ég því ekki ábyrgst hvort villur séu í þeim textum. Efnisyfirlit kaflans: 1. Hópvinnubrögð 2. Útlistunaraðferðin 3. Verklegar æfingar 4. Vendikennsla /Spegluð kennsla 5. Netkennsla opin námskeið 6. E lerning gangvirk netkennsla 1. Hópvinnubrögð Hópavinnubrögð eru í raun samheiti yfir margar kennsluaðferðir sem allar eiga það sameiginlegt að í stað þess að fela einstaklingnum að leysa tiltekin viðfangsefni eru þau falin hópum. Nemendur læra í leiðinni að taka tillit til hvers annars og hver og einn hefur tækifæri til að njóta sín á sínu sviði. Nemendur geta rökrætt, leiðbeint hver öðrum og allir fá að tjá sig. Oft er það þannig að hópur finnur betri lausn heldur en einstaklingurinn, en nauðsynlegt er að allir leggi sitt af mörkum. Í hópvinnubrögðum, sama hvaða aðferð úr flokkunum er beitt, er eitt af megin markmiðunum að þjálfa nemendur í samvinnu. Hópvinnubrögð þjálfa einnig virkni nemenda og frumkvæði. Í hópavinnunnni þurfa nemendur að takast á við verkefni eins og að kenna/miðla til samnemenda og kennara auk þess að leysa vandamál sem geta komið upp í hópnum. Þessar aðferðir þjappa hópunum saman og skapa jafnræði. Kostir hópuvinnubragða eru að það reynir á samvinnu nemenda og samvirkni, sem er virkur þáttur flestra síðar á lífsleiðinni. Þeir læra af hver öðrum og þeir kynnast. Nemendur þjálfast í samskiptum og fleiri hugmyndir verða til þar sem nemendur eru með ólíkan bakgrunn. Þetta eflir sjálfstraust, sjálfsmynd og styrkir félagsleg tengsl. Ókostirnir eru að oft eru of mörg og ólík sjónarmið á borðinu og oft reynist erfitt að leysa þau, ólíkur bakgrunnur fólks og að einhver getur orðið undir þ.e. ekki komið sínum skoðunum á framfæri. Einn innan hópsins gæti einangrast frá hinum og sett hópastarfið í uppnám. Einnig getur orðið ágreiningur um verkaskiptingu í hópnum t.d. einhverjum finnst hann gera meira en aðrir eða erfiðara viðfangsefni. Þá getur verið erfitt að finna tíma ef hópur á að hittast utan kennslustundar, þetta vandamál eykst eftir því sem fjölgar í hópnum. Dæmi um hópvinnubrögð eru : Samvinnunám, Púlsaðferðin, Einn Fleirri Allir, Hóphugakort og Efniskönnun í vinnuhópum Sjálfur gerði ég einstaklings verkefni um Einn Fleirri Allir og er það verkefni undir kaflanum Verkefnin mín.

12 22 23 Ef þig langar að kynnast hópvinnubrögðum nánar, farðu þá endilega á síðuna okkar þar sem þeim eru gerð góð skil. 2.Útlistunaraðferðin Ég valdi að að hafa útlistunaraðferðina með hér í þessari umfjöllun því þetta er kennsluform sem ég hef töluvert notað í námskeiðahaldi og langar að bæta mig í notkun hennar. Útlistunarkennsla byggist á því formi að kennarinn/gestafyrirlesarinn miðlar þekkingu, fræðir, útskýrir, ræðir ólíkar leiðir, lausnir, sjónarhorn, eða veki nemendur til umhugsunar. Aðferðir útlistunarkennslu krefjast þess að kennarinn hafi þekkingu á viðfangsefninu og frásagnargáfu sem hann notar til að vekja áhuga og halda athygli nemenda. Útlistunarkennslan hefur 7 undirflokka og er fyrirlesturinn algengasta aðferðin. Önnur algeng kennsluaðferð i þessum flokki er sýnikennsla sem er náskyld fyrirlestri, oft er þeim blandað saman. Til útlistunarkennslu eru einnig taldar sýningar, skoðunarferðir/heimsóknir, gestafyrilesarar, notkun fræðslumynda og hlustunarefnis þar sem verið er að miðla þekkingu eða útskýra ferli eða hugmyndir. Þessar aðferðir eru allar ólíkar en á vissan hátt virka þær á sama hátt, þarna er kennarinn að annaðhvort miðla sinni eigin þekkingu eða fá utanaðkomandi til að miðla sinni þekkingu og reynslu. Hvort sem það er með sýnikennslu, fyrirlestri eða myndrænt. Aðferðir og stutt lýsing: Fyrirlestrar eru helsta aðferðin við kennslu í dag. Kennsluaðferðin er umdeild, m.a. vegna þess að nemendur eru oft óvirkir undir fyrirlestri, erfitt er að ganga úr skugga um hvort nemendur séu að læra. Gott er að nota sýningar, myndmiðla eða hljóðefni með fyrirlestrum til að gera þá líflegri. Sýnikennsla: Kennari eða nemandi sýnir einhverjar aðferðir eða vinnubrögð. Sýnikennsla er algeng í list- og verkgreinum. Sýningar: - Hvers konar uppstillingum á hlutum og myndum, auk skýringa. Fyrirlestrar henta með sýningum. Skoðunarferðir Nemendum sýnd fyrirtæki, söfn, náttúran. Gestafyrirlesarar og heimsóknir: - Tengja námið við raunveruleg viðfangsefni, og efla tengs skóla og samfélags, fá nýtt sjónarhorn og fjölbreyttari kennslu. Myndmiðlar- t.d. glærur, ljósmyndir, kvikmyndir og fleira. Notaðar með fyrirlestrum. Hlustunarefni - allt efni sem er flutt af stafrænu formi. Kostir útlistunaraðferðarinnar eru þeir að það er hægt að miðla miklum upplýsingum. Gallar hennar eru helst hún getur svo auðveldlega dottið í einstefnunám ef kennarinn er ekki nógu vakandi og inniheldur því takmarkaða gagnvirkni. Virkar illa ein og sér. 3.Umræðu og spurnaraðferðir Ég valdi þennan flokk þar sem mér finnst þetta mjög spennandi aðferð en oft velt fyrir mér hvernig hún skilar tilætluðum árangri. Ég set hérna inn úrdrátt úr verkefni frá fyrra árs nemendum um þessa aðferð. Umræðu- og spurnaraðferðin skiptist í nokkra flokka. Algengustu flokkarnir eru samræðuaðferðin og spurnaraðferðin. Hinir flokkarnir heita umræðuhópar, málstofur, pallborðsumræður, málfundir, á öndverðum meiði og réttarhöld. Allir flokkarnir snúast um það að fá umræður um eitthvað málefni, hvort sem það er hvernig eigi að smíða einhvern íhlut eða ræða eitthvað tiltekið málefni. Þarna eiga allir að fá að segja hvað þeim finnst og svo verða umræður um það. Nemendur verða ávallt að vera vissir um hlutverk sitt. Tilgangurinn með flokknum er að, skapa náms andrúmsloft (upphaf), vekja áhuga, miðla upplýsingum, kenna nýja þekkingu eða færni, festa námsefnið í minni, einnig er aðferðin frábær sem tilbreyting og slökun í hópnum. Aðferðirnar eru einnig notaðar til að kanna þekkingu / meta nám og finna sameiginlegar lausnir. Í þessari aðferð verður kennarinn/stjórnandinn að vera meðvitaður um nokkur atriði. Hann verður að passa sig á því að stjórna umræðunni ekki of mikið, heldur leyfa nemandanum að koma með sitt innlegg. Kennarinn þarf líka að geta stoppað umræðu sem er komin út fyrir efnið og beina nemendum í rétta átt. Þetta tvennt er ekki alltaf auðvelt. Kennarinn þarf líka að tileinka sér virka hlustun. Betri upplýsingar um þessa skemmtilegu aðferð er að finna á 4.Vendikennsla / spegluð kennsla Ég var fenginn til að kenna stakan tíma í vélfræði í Véladeild FS í nóvember og vakti það strax athygli mína hvers vinnu- og áhugasömum nemandahóp ég mætti þar. Þegar ég mætti í kennslustofuna voru þeir hver á sinni vinnustöð að vinna verkefni. Ég kallaði hópinn saman og hóf mína kennslu sem var í fyrirlestrarformi, ég tók eftir því að úthaldið í að hlusta var ekki mikið og fór ég þá að forvitnast um hverskonar kennsluaðferðir þeir nota í þessari deild. Það kom í ljós að véladeild FS notar nánast eingöngu vendikennslu eða speglaða kennslu og hafa þeir fengið mjög jákvæðar og áhugaverðar breytingar á nemendahópum við það. Ég þekki tæknina sem nemandi eftir að hafa setið námskeið í kennslufræði í HÍ í vetur þar sem tæknin var notuð. Ég ákvað að kynna mér hana betur frá hlið kennarans og fjalla um hana hér. Sem nemanda hentar þessi aðferð mér vel og mér líkar hún frábærlega, helsta vandamálið er að nemendur gefi sér tíma í að fara í gegnum allt námsefnið svo verkefnatímarnir nýtist vel. Spegluð kennsla er heiti yfir kennsluaðferð sem er kölluð flipped classroom á ensku. Hún gengur út á það að snúa hefðbundinni kennslu við þannig að í staðinn fyrir að kennarinn haldi fyrirlestra í tímum og sendi svo nemendur heim með verkefni eru nemendur sendir heim með þau fyrirmæli að horfa á fyrirlestra á netinu. Kennslustundirnar eru svo nýttar í verkefnavinnu og kennarinn er þar til staðar fyrir nemendur og aðstoðar eftir þörfum (Guðlaug Guðmundsdóttir, 2013, bls. 36) Margir velta því fyrir sér hvað sé eiginlega átt við með speglun. Í grundvallaratriðum er hugmyndin um speglaða kennslu sú, að það sem er venjulega gert í kennslustundum er núna

13 24 25 gert heima og öfugt. Sem sagt: það sem nemendur vinna venjulega sem heimavinnu er núna gert í skólanum. Margir hafa velt því fyrir sér hvort það sé ekki óhentugt að hlusta á fyrirlestur og geta ekki spurt spurninga, en hugmyndin byggir á því að þegar í skólastofuna er komið þá fer kennarinn stuttlega yfir helstu atriðin og svarar spurningum úr fyrirlestrinum, áður en verkefni dagsins hefjast. Spegluð kennsla er nútímaleg kennsla og töluvert frábrugðin hefðbundnum kennsluaðferðum, þeir sem nota þessa aðferð virðast allir sammála því að hún vekji meiri áhuga á námsefninu en hefðbundar aðferðir og væri það þessvegna spennandi að sjá hana prófaða á fleirri skólastigum. Keilir í Reykjanesbæ hefur verið leiðandi í þessari kennslu hér á landi og fer öll kennsla hjá þeim fram með þessu fyrirkomulagi og hefur gert síðan Þetta hefur smitað út frá sér á því svæði og eru bæði FS og grunnskólar í Reykjanesbæ að gera tilraunir með speglaða kennslu. Spegluð kennslan eins og hún kemur mér fyrir sjónir er frábært fyrirkomulag þar sem kennarinn fær skemmtilegt og áhugavert hlutverk leiðbeinanda í stað fyrirlesara. Ég tel að með þessari aðferð fáir þú nemandan til að nálgast efnið á annan máta og fara dýpra í efnið. Verkefnatímarnir bjóða svo upp á að nota ýmsar aðrar aðferðir og skapa þannig mikla fjölbreytni í starfinu. Ég tel kennsluna henta vel að einstaklings miðuðum verkefnum sem og hópakennslu og hópavinnu. Ókostir vendikennslu eru kannski helst innleiðingin, það þarf töluverða hugsana breytingu og er mikilvægt fyrir kennarann að gera sér grein fyrir að þetta er ekki gert til að auðvelda hans starf og gera hann óþarfan, þvert á móti þarf hann að leggja vinnu í að gera gott kennsluefni. Einnig þarf kennarinn að nota töluverðan tíma í upphafi annar í að þjálfa nemendur í tækninni og gera það eðlilegt hjá þeim að hlusta á fyrirlestra og undirbúa sig fyrir tíma. Það er mikilvægt að halda þeirri reglu að vinnan er unninn í skólanum svo nemandinn sitji ekki upp með bæði heimalærdóm og fyrirlestra. Kennari á ekki að taka upp vendikennslu af því hann haldi að það sé nútíminn, hann á eingöngu að taka hana upp ef kennsluaðferðin hentar viðkomandi og passar í námsumhverfið. Spegluð kennsla er mjög fjölbreytt og skemmtileg kennsluaðferð sem býður upp á tilbreytingu frá hefðbundna kennsluforminu og er auðvelt að flétta aðrar kennsluaðferðir inn í verkefnatímum. Spegluð kennsla er einnig mjög hentug í kennslu þar sem hún er einstaklingsmiðuð og gefur nemendum greiðan aðgang að kennaranum í kennslustundum. Námsgagnastofnun hefur opnað vefinn Vendikennsla.is. Á vefnum geta kennarar hýst efni til notkunnar fyrir vendikennslu og deilt með öðrum kennurum. Markmiðið er að hvetja kennara til að deila námsefni og um leið bjóða upp á innlenda hýsingu fyrir íslenskt námsefni. Öllum er heimilt að birta efni tengt vendikennslu á síðunni. Efninu verður ekki ritstýrt né ritskoðað og þarf það því að vera tilbúið til útgáfu þegar það er sent inn. 5. Netkennsla opin námskeið Það hefur færst í aukanna á undanförnum árum að fleiri og fleiri bjóða upp á opin námskeið á netinu. Mikið af þessu eru bólur sem koma og fara og margir að prófa sig áfram. En einn þeirra sem hefur náð frábærum árangri á þessu sviði er drengur fæddur 1976 að nafni Salman Khan. Khan er stofnandi Khan Academy sem er vefsetur þúsunda kennslumyndbanda sem eru aðgengileg öllum að kostnaðarlausu og milljónir manna um allan heim nota á hverjum degi. Þetta byrjaði allt árið 2004 þegar að frænka Kahns, sem var í 7. bekk, átti í erfiðleikum með stærðfræði. Kahn vildi endilega hjálpa frænku sinni og fékk þá hugmynd að búa til stutt myndskeið fyrir hana þar sem hann útskýrði stærðfræðiatriði. Einhversstaðar þurfti hann að geyma myndskeiðin svo að hann setti þau á YouTube. Fljótlega eftir að efnið var komið á netið barst honum athugasemdir frá fólki héðan og þaðan sem þakkaði honum fyrir framlag sitt. Fólkið sagðist hafa haft bæði gagn og gaman af því. Einn sem sendi Kahn orðsendingu var Bill Gates. Foreldrar barna með einhverja námsörðuleika fundu í þessu efni lausnir; þá var ekki aftur snúið og boltinn fór að rúlla. Í dag situr Kahn ekki lengur einn að þessu og semur efni. Hann fær styrki úr sjóðum Bill Gates og hann hefur með sér teymi sérfræðinga sem eru önnum kafnir við að búa til hugbúnað sem á að geta umsnúið stærðfræðikennslu í Bandaríkjunum (Guðlaug Guðmundsdóttir, 2013, bls.36) Mér finnst þessi aðferð frábær fyrir þá sem vilja sækja sér sjálfsmenntun en hafa ekki hug eða ráð til að setjast á skóla bekk. Þarna getur fólk fræðst um sín áhugasvið eða náð sér í þekkingu ef það veit að það kemur til að standa í aðstæðum þar sem það þarf að geta tjáð sig um málefni sem það hefur ekki þekkingu á E-learning, gangvirk netkennsla Mig langar að fjalla um þessa skemmtilegu kennsluaðferð sem hefur komið fram á sjónarsviðið með internetinu. Ýmsir bjóða upp á þessa aðferð við kennslu en mig langar að að taka dæmi frá vinnuveitanda mínu sem bíður upp á eigin netskóla SKF Distributor College. Í þessum skóla bjóðum við starfsmönnum söluaðila okkar að taka námskeið þeim að kostnaðarlausu um tækni, sölu, fjármál og annað sem getur nýtst þér í starfi. Þessi skóli er er gott dæmi um vel heppnaða markaðssetningu þar sem allir hagnast. Starfsmaðurinn fær Diplómu fyrir hvert námskeið sem hann líkur og getur nýtt sér í framtíðinni, söluaðilinn fær betur upplýstan starfsmann og SKF fær sendiboða sem fær meira hvata og kunnáttu til að selja okkar vöru. E-learning kerfið sem er stuðs við í þessari kennslu er einfalt og skemmtilegt. Nemandi fer í gegnum glærupakka á sínum hraða og kennari talar undir á hverri glæru. Nemandinn getur farið fram og til baka og hlustað á hverja glæru eins oft og hann vill. Í yfirferð hans í gengnum glærurnar eru spurðar spurningar og ef þeim er ekki rétt svarað er hann leiddur aftur á réttan stað til að finna svörin. Eftir að yfirferð lokið á glærupakkanum fær hann stutta upprifjun og svo er lagt fyrir hann krossapróf. Ef hann nær lágmarks einkunn fær hann senda Diplómu en ef ekki bíðst honum að fara í gengum námskeiðið aftur og taka annað próf. Hann ræður hvort hann geri það strax eða seinna. Þetta er frábær aðferð fyrir stutt námskeið með gagnvirki aðstoð.

14 26 27 Saga starfsnáms Hk Hugarkort

15 28 29 Forsendur

16 30 31 Umhverfið

17 32 33 Markmið

18 34 35 Innihald

19 36 37 Kennsluferli

20 38 39 Mat

21 40 41 S1 Staðarlota 1 Í þessu kafla ætla ég að gera stutta samantekt af fyrri staðlotunni okkar. Við byrjuðum lotuna á smá hrista saman leikjum og að hver og einn nemandi kynnti sig. Í kjölfarið hófum við hópavinnu (fyrsta kennsluaðferðin kominn fram) þar sem við teiknuðumdraumakennarann okkar og héldum örkennslu fyrir hvert annað. Örkennslan var skemmtileg og þegar lengra frá líður áttar maður sig betur á því að þarna notuðum við ómeðvituð fjöldan allann af ólíkum kennsluaðferðum. Innihald örkennslunnar skipti kannski ekki öllu máli, frekar hvernig við nálguðumst að útfæra hana, skemmtileg æfing sem hefði verið áhugavert að gera aftur í lok námskeiðsins. Annað áhugavert verkefni var að teikna og skapa drauma kennarann, ég set inn mynd af honum hérna að neðan með þeim eiginleikum sem hann ætti að vera gæddur. Það sem mér fannst standa uppúr í umfjölluninni um draumakennarann var að læra í gegnum fyrirmyndir og ætla ég að nýta mér það. 1. Apa upp eftir meistaranum 2. Aðlaga að þér 3. Gera betur Í framhaldi af þessu lærðum við að gera hugarkort og nýttum við okkur það í gegnum allt námskeiðið og sést afrakstur þess í þessari bók. Hugarkortið er gangleg og góð glósuaðferð sem auðveldar manni að muna og skipuleggja. Elsa hélt stuttan fyrirlestur um nám og Gunnar um kennslu. Þessir tveir fyrirlestrar voru gott innlegg í það sem tók við og fékk okkur til að hugsa lítillega um þessi hugtök. Hjá mér var þrennt sem sat fastar en annað eftir þessa fyrirlestra. 1. Er hægt að læra að kenna eða er það list? 2. Kennsla er allt sem kennarinn gerir til að stuðla að námi nemanda. 3. Að taka próf er betra en að lesa efnið aftur. Spennandi staðlota sem svo sannarlega kveikti mikinn áhuga og eftirvæntingu.

22 42 43

23 44 45 S2 Staðarlota 2 Þegar hópurinn mætti í staðlotu 2 var töluvert vatn runnið til sjávar, við vorum langt komi með að kynnast kennslufræði líkani Hiim og Hippe og hugtökin og tengsl þeirra farinn að síast inn í höfuð okkar. Við byrjuðum námskeiðið á að finna okkur félaga í nemendahópnum með annað hvort sama afmælisdag eða fæddan í sama mánuði. Við Ingólfur hárskeri unnum saman og áttum við að ræða byltingar í námi. Hann sagði mér frá áhugaverðri aðferð sem hann lærði á námskeiði í USA og notar í sínu daglega starfi, sennilega sá eini hér á landi. Aðferðin skilar því að hann klippir vagna hraðar en aðrir. Eftir að hann kynnti mér þetta kynnti ég aðferðina fyrir hópum. Dagskráin í þessari lotu hljómaði mjög spennandi og varð enn meira spennandi þegar á leið, í þessari lotu var aðaláherslan lögð á kennsluaðferði. Við fræddumst um hinar ýmsu aðferðir kennslunnar og val á kennsluaðferðum. Eftir skemmtilega áhugaverðan fyrirlestur hjá Gunnari og umfjöllun um mismunandi aðferðafræði og val á aðferðum og leiknina við að blanda þeim saman í kennslu, var okkur skipt í hópa fyrir hópverkefni. Ég paraði mig í hóp með Guðrúnu,Sirrý, Torfa og Guðjóni og fengum við það skemmtilega verkefni að fjalla um hópvinnubrögð, kennsluaðferð sem er frábær en allt of lítið notuð. Það má segja að við höfum í leiðinni verið á námskeiði í hópvinnubrögðum því við unnum þetta saman í gegnum netið og hittumst í vinnustundum. Verkefnið unnum við á þessari staðarlotu og næstu 2 vikur á eftir og eru niðurstöður þess á vefsvæðinu undir Hópvinnubrögð auk þess sem ég geri því skil í kaflanum Kennsluaðferðir. Í þessari staðlotu fengum við einnig að spreyta okkur í framsögn. Við fórum í tvo tíma hjá Kristínu þar sem við fluttum bakþanka úr Fréttablaðinu í fyrri tímanum og tók próf í seinni tímanum þar sem við lásum eigin texta unnin upp úr ritgerð okkar um sögu starfsnáms. Verkefnin eru í kaflanum Verkefnin mín. Samstarfsfélagar

24 46 47

25 Verkefnin mín / Kennarinn okkar

26 50 51 Námsefni / bensíndæla Hugarkort / Gátlisti fyrir námskeið

27 52 53 í smá stund,fær hann virkari svör,ástæða þess er meðal annars að skömmin við að svara vitlaust deilist á fleirri þegar nemendur sitja í hóp. Umræðan milli hópa í þessu hléi kemur líka fleirri sjónarhornum inn í umræðu allra hópanna og getur kennarinn einnig nýtt hana til að koma fleirri spurningum og eða leiða hópana inn á þá braut sem hann er að fara með þá. Til eru ýmsar útfærslur/afbrygði af þessari, þar sem kannski einu stigi í felinu er sleppt td. Breytt þanning nemndur skili svörum til kennarans á sjölpum í stað þess að kynna úrlausina. Á þann hátt getur kennarinn betur áttað sig hvort allir séu með í innihaldi námsefnis. Í þessu verkefni okkur notum við þessa afbrigði af þessari aðferð. 1. Kennari kynnti verkefnið. 2. Við byrjuðum á stuttri hópvinnu og svo vinnum sjálfstætt að verkefinu hvert fyrir sig. 3. Við hittumst í hóp og vinnum saman að loka niðurstöðu og kynnum vinnu einstaklings verkefnis fyrir hvort öðru. Kennsluaðferðir / einn - fleiri - allir Einn fleiri allir (Think-pair-share) er kennsluaðferð sem Frank Lyman kom fyrst fram með árið Aðferðin er einföld og góð fyrir kennara og nemendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í hópavinnu. Aðferðin byggist upp á því að leiðbeinandinn leggur fram verkefni/ þrautalausn eða einfalda spurningu sem nemendur lesya og er framkvæmdin í eftirfarandi skrefum. 1. Kennari spyr spurningar eða leggur fyrir þraut/verkefni 2. Nemendur velta fyrir (Think) sér spurningunni hver og einn (dæmigert í 1 til 1,5 min) 3. Nemendur para sig (Pair) í litla hópa og ræða niðurstöðuna ( 3 til 4 mínútur) 4. Hópurinn kynnir niðurstöður (Share) sínar fyrir bekknum og hinir hóparnir spurðir hvort þeir hafi eitthvað til að bæta við. Þessi aðferð hentar mjög vel til að virkja nemendur og vekja þá til umhugsunar, aðferðin skapar einnig skemmtilegt andrúmsloft og vekur áhuga nemenda. Aðferðin eflir einnig virkni og sjálfstæða hugsun nemenda. Aðferðin gefur öllum nemendum tækifæri til að ræða hugmyndir sínar í hópnum. Þetta er mikilvægt vegna þess að nemendur byrja að auka þekkingu sína á viðkomandi verkefni í þessum viðræðum og gerir umræðurnar gera þeim kleyft að finna út hvað þeir vita og hvað ekki. Þetta virka ferli er yfirleitt ekki í boði fyrir þá í hefðbundnum fyrirlestrum. Kennarinn getur líka nýtt sér þessa aðferð til að fá virkari umræður í tímanna frekar en að nota fyrirlestrarform, ef kennarinn tekur hlé og spyr spurninga eftir að nemendur hafa rætt saman 4. Kynnum niðurstöðuna fyrir öllum bekknum og setjum þær á vef þar sem þær eru aðgengilegar fyrir samnemendur okkar. Í erlendri umfjöllun sá ég einnig margar útfærslur þar sem menn aðlaga einnig nafn aðferðarinnar og nota aðrar útfærslur og jafnvel samskiptamiðla til að tala saman í hópum, þar komu fyrir afbrigði sem menn kölluðu meðal annars: Think-Blog-Respond Think-Tweet-Share Think-Write/Draw-Share Think-Pair-Share (reading strategies) Think-Pair-Pod-Share Heimildir: Ingvar Sigurgeirsson. (2009). Litróf kennsluaðferðanna: Handbók fyrir kennara og kennaraefni. Reykjavík: Bókaútgáfan Æskan ehf. Lymna, F. (1981). The responsive classroom discussion. In Anderson, A. S. (Ed.), Mainstreaming Digest, College Park, MD: University of Maryland College of Education. Millis, B. J., and Cottell, P. G., Jr. (1998). Cooperative learning for higher education faculty, American Council on Education, Series on Higher Education. The Oryx Press, Phoenix, AZ.

28 54 55 Vélvæðingin á Íslandi þróaðist hratt á fyrstu áratugum síðustu aldar. Hún Háskóli Íslands Haustmisseri 2014 Menntavísindasvið KEN101G hófst með hvalveiðum Norðmanna fyrir aldamótin Norðmenn reistu margar hvalstöðvar á Íslandi og stunduðu stórfelldar hvalveiðar hér við land allt fram til Þeir voru með vélbúnað bæði í skipum og verksmiðjunum sem þeir byggðu hér á landi. Þó fáir Íslendingar hafi komist til metorða hjá norsku hvalveiðimönnunum, lærðu þeir margt af þeim og þá sérstaklega í vélsmiðjunum sem reistar voru við verksmiðjunar þeirra. 1 Fyrstu vélstjórarnir, sem getið er um í félagatali Samtaka Vélstjóra, fengu tilsögn og þjálfun hjá Norðmönnunum. 2 Fyrsti íslenski báturinn var vélvæddur árið Það var sexæringinn Stanley, en 12 árum seinna, höfðum við íslendingar eignast 20 togara og Saga vélstjóramenntunar og einkavæðing Vélskóla Íslands um það bil 400 vélbáta, auk þess sem Eimskipafélag Íslands var stofnað árið Þessi mikla aukning skipa skapaði eftirspurn vél-fróðra manna. Hér verður stiklað á stóru um sögu vélstjóramenntunar á Íslandi og leitað svara við spurningunni um hvort einkavæðing Vélskóla Íslands og aðkoma hagsmunaaðila hafi verið framfaraskerf fyrir greinina? Verkefni / Saga vélstjóramenntunar og einkavæðing Vélskóla Íslands. Nemandi: Víglundur Laxdal Sverrisson kt: Kennari: Gunnar Egill Finnbogason námskeiðunum breytt í styttri námsbrautir innan Vélskóla Íslands og fyrst þá var öll vélstjórnarkennsla í höndum menntastofnanna ríkisins. Í kringum fyrri heimsstyrjöldina fór rafbúnaður skipa að aukast og þegar vatnsaflsvikjarnir voru byggðar hér á landi opnaðist nýr starfsvettvangur fyrir vélstjóra, sem kallaði á meiri þekkingu í rafmagni. Árið 1930 voru samþykkt ný lög á Alþingi um að rafmagnsdeild fyrir vélstjóra og rafvirkja skyldi stofnuð við skólann. Það var fyrst og fremst fyrir stuðning Vélstjórafélags Íslands, að lögin náðu fram að ganga. Rafmagnsdeild skólans tók þó ekki til starfa fyrr en árið Árið 1955 tók Gunnar Bjarnason við sem skólastjóri og var honum mjög hugleikin stofnun íslensks tækniskóla. Hann rak meðal annars undirbúningsdeild fyrir hann í Vélskólanum. Vélskólinn var eini tækniskólinn á landinu allt fram til 1964 þegar Tækniskólinn var stofnaður innan veggja hans. Allt til ársins 1966 var það inntökuskilyrði í Vélskólann að hafa starfað í smiðju og lokið iðnnámi. Það voru einkum þeir sem hugðust verða vélstjórar á stórum skipum, togurum og farskipum, sem sóttu nám við skólann, aðrir sóttu námskeið Fiskifélagsins. Árið 1966 voru enn sett ný lög um námið og var skólanum þá heimilað að taka við nemendum án þess að þeir hefðu lokið smiðjutíma og iðnnámi. Kennsla í málmsmíðum hófst í skólanum í kjölfar þessa. Þessar breytingar opnuðu möguleika annara en svokallaðra sjóvélstjóra að sækja skólann og nemendur sem hugðust starfa í landi og jafnvel sækja framhaldsmenntun í tæknifræði sóttu í skólann. Þeir nemendur sem hugðust fá sveinspróf, sem var skilyrði fyrir því að fá full vélstjórnarréttindi og starfsheitið vélfræðingur, fengu með þessum lögum styttan námstímann í smiðju, úr fjórum árum í tvö og gátu valið að ljúka sveinsprófi í þeirri málmiðnaðargrein sem þeim þóknaðist. Miklar tækniframfarir hafa orðið á þeim brátt 100 árum sem skólinn hefur starfað og miklar breytingar á kennsluefni og búnaði skólans. Í fyrstu var Vélstjóramenntunnn á Íslandi á sögu sína að rekja til ársins 1911, en þá tóku gildi lög um stofnun vélstjóradeildar við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Vjelstjóraskólinn í Reykjavík var síðan stofnaður Fram að þessum tíma höfðu örfáir Íslendingar náð sér í menntun í Danmörku og Noregi, en annars voru menn sjálflærðir. Ráðinn var vel menntaður og reyndur vélstjóri frá Danmörku, Marinius Eskild Jessen, til að kenna við Vjelstórnarskólann og kenndi hann við skólann og stjórnaði honum í 44 ár. Á svipuðum tíma hófst námskeiðahald á vegum Fiskifélags Íslands fyrir vélgæslumenn á litlum bátum. Fiskifélagið bauð upp á þessi námskeið fram til ársins Allt fram að þeim tíma var vélstjórnarkennsla á Íslandi tvískipt og undir stjórn hagsmunaaðila að hluta til. Árið 1966 voru 1 Trausti Einarsson, Hvalveiðar við Ísland , Sigurjón Kristjánsson. Ársrit Vélstjórafélags Íslands (1934): Svavar Gestsson.Ávarpsorð. Vélstjóramenntun á Íslandi Vélskoli Íslands 75 ára, Franz Gíslason. Reykjavík: Vélskóli Íslands, 1990 kennslan eingöngu bókleg. Verkleg kennsla hófst 1952, fyrst aðeins í vélfræði en aðrar greinar fylgdu eftir á næstu 25 árum. Haustið 1981 hófst kennsla samkvæmt áfangakerfi. Sú breyting varð til þess að kennslan var samræmd kennslu í öðrum framhaldsskólum og gerði nemendum kleift að ljúka hluta námsins í heimabyggð sinni eða í öðrum framhaldsskólum, auk þess að fá fyrra nám metið inn í skólann. Á þessum árum fóru einnig að byggjast upp véladeildir við framhaldsskóla úti á landi og geta menn lokið fyrstu stigum námsins þar, og í VMA er hægt að ljúka öllum stigum námsins. 4 Árið 2002 skrifaði menntamálaráðherra undir samkomulag við Menntafélagið ehf, fyrirtæki í eigu Landssambands íslenskra útvegsmanna, Sambands íslenskra kaupskipaútgerða og Samorku( samtök raforku, hitaog vatnsveitna), þess efnis að það tæki við rekstri skólans ásamt rekstri Stýrimannaskólans. 5 Úr varð til Fjöltækniskóli Íslands sem seinna sameinaðist Iðnskólanum í Reykjavík og fleiri hagsmunaaðilar eins og Samtök Iðnaðarins komu einnig að rekstrinum. Úr þessari sameiningu varð til stærsti framhaldsskóli landsins, Tækniskólinn. Í dag er Vélskólinn einn af 11 skólum Tækniskólans og ber nafnið Véltækniskólinn. Upphaf þessara breytinga var að þáverandi ráðherra vildi leggja niður Stýrimannaskólann og flytja það nám erlendis en LÍÚ fannst það ekki koma til greina og vildi koma að rekstri hans, niðurstaðan var að Vélskólinn fylgdi með. Það jákvæðasta sem Vélskólinn hefur fengið út úr þessari breytingu var meiri aðgangur að fjármagni. 6 Strax í upphafi komu upp efasemda raddir um aðkomu einkareksturs og þar af leiðandi hagsmunaaðila að náminu. En eins og getið er um í lögum félagsins mega eigendur þess ekki taka arð úr því og allur ágóði á að renna til skólastarfsins 7 og er það vissulega jákvætt og kemur í veg fyrir 4 Franz Gíslason. Vélstjóramenntun á Íslandi Vélskoli Íslands 75 ára 5 Sigurður Ingi Andrésson, viðtal tekið af höfundi Sigurður Ingi Andrésson, viðtal tekið af höfundi Sameining Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík, samningur

Við og börnin okkar. Our children and Ourselves. Where should I seek assistance? Hvert get ég leitað?

Við og börnin okkar. Our children and Ourselves. Where should I seek assistance? Hvert get ég leitað? Íslenska Hvert get ég leitað? Where should I seek assistance? Neyðarlínan 112 Allir geta hringt í 112 og úr öllum símum. Samband næst við 112 þó svo ekkert símakort sé í símanum, þó svo að enginn inneign

More information

Icelandic university students English reading skills

Icelandic university students English reading skills MÁLFRÍÐUR 15 Icelandic university students English reading skills Robert Berman. Róbert Berman er dósent í ensku á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Reading at university is one of the most important

More information

Adolescents Internet Use: Academic Achievement and Well-being

Adolescents Internet Use: Academic Achievement and Well-being Running head: INTERNET USE, ACADEMIC ACHIEVEMENT, AND WELL-BEING Adolescents Internet Use: Academic Achievement and Well-being Eir Arnbjarnardóttir 2015 BSc in Psychology Author: Eir Arnbjarnardóttir ID

More information

Margverðlaunuð Philips-sjónvörp

Margverðlaunuð Philips-sjónvörp SJÓNVÖRP MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2013 Kynningarblað Philips, IKEA, Vodafone, OZ, kvikmyndir, þættir og sagan. Margverðlaunuð Philips-sjónvörp Heimilistæki hafa selt Philips-sjónvörp allt frá því að sjónvarpsútsendingar

More information

Self-Identity in Modernity

Self-Identity in Modernity University of Akureyri School of Humanities and Social Sciences Faculty of Social Sciences Social Studies 2011 Self-Identity in Modernity Marta Björg Hermannsdóttir Final Thesis in the Faculty of Humanities

More information

Effects of Parental Involvement in Education

Effects of Parental Involvement in Education Effects of Parental Involvement in Education A Case Study in Namibia Guðlaug Erlendsdóttir M.Ed. Thesis University of Iceland School of Education Effects of Parental Involvement in Education A Case Study

More information

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir VIÐ á Sjónarhóli höfum hagsmuni fjölskyldna barna með sérþarfir að leiðarljósi í starfi okkar. veitum foreldramiðaða ráðgjafarþjónustu

More information

Comparison of Underground and Overhead Transmission Options in Iceland (132 and 220kV)

Comparison of Underground and Overhead Transmission Options in Iceland (132 and 220kV) Comparison of Underground and Overhead Transmission Options in Iceland (132 and 220kV) Prepared by November, 2013 THIS IS AN INDEPENDENT REPORT BY METSCO ENERGY SOLUTIONS INC. (MES) AN ENGINEERING CONSULTING

More information

Performance Metrics in Air Traffic Management Systems. A Case Study of Isavia s Air Traffic Management System. by Hulda Ástþórsdóttir

Performance Metrics in Air Traffic Management Systems. A Case Study of Isavia s Air Traffic Management System. by Hulda Ástþórsdóttir Performance Metrics in Air Traffic Management Systems A Case Study of Isavia s Air Traffic Management System by Hulda Ástþórsdóttir Thesis Master of Science in Engineering Management May 2013 Performance

More information

Quality Status and Quality Aspects in The Icelandic Construction Industry. by Sandra Dís Dagbjartsdóttir

Quality Status and Quality Aspects in The Icelandic Construction Industry. by Sandra Dís Dagbjartsdóttir Quality Status and Quality Aspects in The Icelandic Construction Industry by Sandra Dís Dagbjartsdóttir Thesis Master of Science in Civil Engineering with Specialization in Construction Management May

More information

DECISION OF THE EEA JOINT COMMITTEE No 33/96 of 31 May 1996

DECISION OF THE EEA JOINT COMMITTEE No 33/96 of 31 May 1996 Agreement on the European Economic Area The EEA Joint Committee DECISION OF THE EEA JOINT COMMITTEE No 33/96 of 31 May 1996 amending Annex II (Technical regulations, standards, testing and certification)

More information

Hugvísindasvið. Ragnar Kjartansson. Þversögn leikarans í vídeóverkunum. Ritgerð til B.A.-prófs. Auður Mikaelsdóttir

Hugvísindasvið. Ragnar Kjartansson. Þversögn leikarans í vídeóverkunum. Ritgerð til B.A.-prófs. Auður Mikaelsdóttir Hugvísindasvið Ragnar Kjartansson Þversögn leikarans í vídeóverkunum Ritgerð til B.A.-prófs Auður Mikaelsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Listfræði Ragnar Kjartansson Þversögn leikarans

More information

DISTRIBUTED CLUSTER PRUNING IN HADOOP

DISTRIBUTED CLUSTER PRUNING IN HADOOP DISTRIBUTED CLUSTER PRUNING IN HADOOP Andri Mar Björgvinsson Master of Science Computer Science May 2010 School of Computer Science Reykjavík University M.Sc. PROJECT REPORT ISSN 1670-8539 Distributed

More information

NEAR-OPTIMAL STAFF SCHEDULING USING A MIXED INTEGER MODEL

NEAR-OPTIMAL STAFF SCHEDULING USING A MIXED INTEGER MODEL NEAR-OPTIMAL STAFF SCHEDULING USING A MIXED INTEGER MODEL May 2011 Guðríður Lilla Sigurðardóttir Master of Science in Decision Engineering NEAR-OPTIMAL STAFF SCHEDULING USING A MIXED INTEGER MODEL Guðríður

More information

Change management in financial institutions:

Change management in financial institutions: Change management in financial institutions: A case study of introducing a policy on corporate social responsibility in Landsbankinn Julia Vol September 2012 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Change management

More information

Experimental Analysis of Facebook Marketing Using Conjoint Analysis and Eye Scanning

Experimental Analysis of Facebook Marketing Using Conjoint Analysis and Eye Scanning Experimental Analysis of Facebook Marketing Using Conjoint Analysis and Eye Scanning Hildur Einarsdóttir 2013 BSc in Psychology Author name: Hildur Einarsdóttir Author ID number: 140285-2429 Department

More information

Training and Development of IT Professionals in Employment The objectives and benefits of corporate-sponsored training

Training and Development of IT Professionals in Employment The objectives and benefits of corporate-sponsored training Training and Development of IT Professionals in Employment The objectives and benefits of corporate-sponsored training Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering

More information

Utilizing External Information in Continuous Innovation Processes:

Utilizing External Information in Continuous Innovation Processes: Utilizing External Information in Continuous Innovation Processes: The impact of managerial IT skills and supportive capabilities on the innovativeness of multinational companies Gunnar Óskarsson Supervisor:

More information

Mobile Apps for Learning English

Mobile Apps for Learning English Hugvísindasvið Mobile Apps for Learning English A Review of 7 Complete English Course Apps: Characteristics, Similarities and Differences Ritgerð til B.A.-prófs Iðunn Andersen Apríl 2013 Háskóli Íslands

More information

Evrópsk. tungumálamappa. European Language Portfolio - Europæisk sprogportfolio Fyrir grunnskóla - For lower secondary level

Evrópsk. tungumálamappa. European Language Portfolio - Europæisk sprogportfolio Fyrir grunnskóla - For lower secondary level Evrópsk tungumálamappa EVRÓPURÁÐIÐ COUNCIL OF EUROPE - Europæisk sprogportfolio Fyrir grunnskóla - For lower secondary level Evrópsk tungumálamappa Fyrir grunnskóla for lower secondary level Tungumálapassi

More information

Markaðsmál, uppruni og umhverfismerkingar Samantekt úr málstofu A. Dr. Jón Þrándur Stefánsson. September 8, 2010 Sjávarútvegsráðstefnan 2010

Markaðsmál, uppruni og umhverfismerkingar Samantekt úr málstofu A. Dr. Jón Þrándur Stefánsson. September 8, 2010 Sjávarútvegsráðstefnan 2010 Markaðsmál, uppruni og umhverfismerkingar Samantekt úr málstofu A Dr. Jón Þrándur Stefánsson September 8, 2010 Sjávarútvegsráðstefnan 2010 1 Samantekt Stutt samantekt á framsögu og umræðum úr málstofu

More information

Improvement of the Governance and Management of Icelandic Public Projects

Improvement of the Governance and Management of Icelandic Public Projects Improvement of the Governance and Management of Icelandic Public Projects By Þórður Víkingur Friðgeirsson Thesis submitted to the School of Science and Engineering at Reykjavík University in partial fulfilment

More information

ON THE CLASSIFICATION AND ESTIMATION OF COSTS IN INFORMATION TECHNOLOGY

ON THE CLASSIFICATION AND ESTIMATION OF COSTS IN INFORMATION TECHNOLOGY ON THE CLASSIFICATION AND ESTIMATION OF COSTS IN INFORMATION TECHNOLOGY A dissertation by Pétur Björn Thorsteinsson 30 ECTS credit thesis submitted to the Faculty of Engineering in partial fulllment of

More information

Fróðskaparsetur Føroya CAMBRIDGE ENGLISH EXAMINATIONS

Fróðskaparsetur Føroya CAMBRIDGE ENGLISH EXAMINATIONS Fróðskaparsetur Føroya 2013 2014 CAMBRIDGE ENGLISH EXAMINATIONS Cambridge English: Advanced Cambridge English: Proficiency CAMBRIDGE-próvtøkurnar í enskum Í 1913 fór University of Cambridge Local Examinations

More information

Production Planning and Order Fulfilment in Hybrid Maketo-Order / Make-to-Forecast Production System

Production Planning and Order Fulfilment in Hybrid Maketo-Order / Make-to-Forecast Production System THESIS FRONT PAGE This is the first page of the thesis after the cover page. Make sure that the text below (title, author, degree and date) will fit in the opening on the front cover page. Production Planning

More information

How To Find An Independent Set On A Hypergraph

How To Find An Independent Set On A Hypergraph Approximation Algorithms for Independent Set Problems on Hypergraphs Elena Losievskaja Doctor of Philosophy December 2009 School of Computer Science Reykjavík University Ph.D. DISSERTATION ISSN 1670-8539

More information

Software Patents and the EPO: Should software patents be granted under the European patent system?

Software Patents and the EPO: Should software patents be granted under the European patent system? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Lagaskor Vorönn 2009 Software Patents and the EPO: Should software patents be granted under the European patent system? Drengur Óla Þorsteinsson Lokaverkefni

More information

Data Driven Approach to Sports Management: A Case Study Using Major League Baseball

Data Driven Approach to Sports Management: A Case Study Using Major League Baseball Data Driven Approach to Sports Management: A Case Study Using Major League Baseball Jón Ragnar Guðmundsson Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management June 2015 Data Driven Approach

More information

Master s Thesis. Cross-Cultural issues at Icelandic workplaces

Master s Thesis. Cross-Cultural issues at Icelandic workplaces Master s Thesis Submitted to: Reykjavík University School of Business V-702-ORBE Organizational Behavior 2012-3 Cross-Cultural issues at Icelandic workplaces Aya Arakaki 01/01/2013 Supervisor Jean M. Phillips,

More information

Detection of potential arable land with remote sensing and GIS

Detection of potential arable land with remote sensing and GIS LUMA-GIS Thesis nr 29 Detection of potential arable land with remote sensing and GIS A Case Study for Kjósarhreppur Brynja Guðmundsdóttir 2014 Department of Physical Geography and Ecosystem Analysis Centre

More information

University of Akureyri

University of Akureyri The Faculty of Management LOK2106 Cross-Cultural Communication Do Icelanders have the proficiency to communicate effectively across cultures? The position of cross-cultural curricula and training in Iceland

More information

Combined automatic system to treat grey water and rainwater

Combined automatic system to treat grey water and rainwater Combined automatic system to treat grey water and rainwater Artur Matusiak Final thesis for BSc. degree Faculty of Electrical and Computer Engineering School of Engineering and Natural Sciences University

More information

Heimildir. Abilgaard, L.( 2001). Porteföljer Læringsstrategi og evalueringsmetode. Aarhus: Skólamál sveitafélagsins (Kommunale skolevæsen).

Heimildir. Abilgaard, L.( 2001). Porteföljer Læringsstrategi og evalueringsmetode. Aarhus: Skólamál sveitafélagsins (Kommunale skolevæsen). Heimildir Abilgaard, L.( 2001). Porteföljer Læringsstrategi og evalueringsmetode. Aarhus: Skólamál sveitafélagsins (Kommunale skolevæsen). Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind. (2003). Almenn sálfræði:

More information

The relationship between input mechanics, flow and auxiliary movements during videogame-play. Project Report

The relationship between input mechanics, flow and auxiliary movements during videogame-play. Project Report The relationship between input mechanics, flow and auxiliary movements during videogame-play. Project Report (Post Mortem) Autumn 2012 Arelíus Sveinn Arelíusarson Daníel Sigurðsson Reynir Örn Björnsson

More information

Comparison between face-to-face bullying and cyber-bullying amongst elementary school students and how they cope

Comparison between face-to-face bullying and cyber-bullying amongst elementary school students and how they cope Comparison between face-to-face bullying and cyber-bullying amongst elementary school students and how they cope Stefán Örn Guðmundsson 2013 BSc in Psychology Author name: Stefán Örn Guðmundsson Author

More information

Vorráðstefna. Ágrip erinda og veggspjalda. Haldin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands

Vorráðstefna. Ágrip erinda og veggspjalda. Haldin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands Ágrip erinda og veggspjalda Haldin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands 28.apríl 2009 Dagskrá Vorráðstefnu JFÍ 28.apríl 2009 08:30-09:00 Skráning Fundarstjóri Þorsteinn Sæmundsson 09:00-09:05 Setning

More information

Íslenska English Dansk Deutsch Français

Íslenska English Dansk Deutsch Français Íslenska English Dansk Deutsch Français Lífið á landnámsöld Árið 2001 fundust fornleifar í Aðalstræti sem reyndust vera elstu mannvistarleifar í Reykjavík, frá því fyrir 871 ±2. Þar fannst meðal annars

More information

REYKJAVIK UNIVERSITY DATA WAREHOUSE

REYKJAVIK UNIVERSITY DATA WAREHOUSE REYKJAVIK UNIVERSITY DATA WAREHOUSE Sæmundur Melstað Master of Science Computer Science June 2014 School of Computer Science Reykjavík University M.Sc. PROJECT REPORT ISSN 1670-8539 Reykjavik University

More information

Bagozzi, Richard P. (1986). Principles of Marketing Management. Chicago: Science Research Associates.

Bagozzi, Richard P. (1986). Principles of Marketing Management. Chicago: Science Research Associates. Heimildaskrá Ritaðar heimildir: Albrecht, Karl og dr. Runólfur Smári Steinþórsson (Ritstj.) (1999). Ávinningur viðskiptavinarins (Páll Kristinn Pálsson þýddi). Reykjavík: Bókaklúbbur atvinnulífsins og

More information

Master s thesis. Policy Implementation in South African Higher Education: Governance and Quality Assurance post-1994

Master s thesis. Policy Implementation in South African Higher Education: Governance and Quality Assurance post-1994 Master s thesis Strategic management, M.S. Policy Implementation in South African Higher Education: Governance and Quality Assurance post-1994 Anna Kristín Tumadóttir University of Iceland Faculty of Business

More information

KJARASAMNINGAR. Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara

KJARASAMNINGAR. Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara KJARASAMNINGAR 2014 Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara frá 20. febrúar 2014 Skýringar Ágæti félagi, Fjölmennur fundur samninganefndar Flóafélaganna,

More information

TJALDSVÆÐI - CAMPING - CAMPINGPLÄTZE

TJALDSVÆÐI - CAMPING - CAMPINGPLÄTZE - CAMPING CAMPINGPLÄTZE WC WC WC RENNANDI VATN COLD WATER Kaltes Wasser RENNANDI VATN HOT WATER Heisses Wasser STURTA SHOWER Dusche Heitur pottur. Jacuzzi. HeiSSer Pott TÁKN - SYMBOLS - ZEICHEN ÞVOTTAVÉL

More information

Macroeconomic effects of varied mortgage instruments studied using agent-based model simulations

Macroeconomic effects of varied mortgage instruments studied using agent-based model simulations Macroeconomic effects of varied mortgage instruments studied using agent-based model simulations Þórir Bjarnason Thesis of 30 ETCS credits Master of Science in Financial Engineering December 2014 Macroeconomic

More information

Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir 2012 IÐNÚ. Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir 2012 IÐNÚ

Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir 2012 IÐNÚ. Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir 2012 IÐNÚ Áfangi Titill bókar Höfundur Útgáfuár Útgefandi AHS1036 Saga hönnunar Ádís Jóelsdóttir 2013 IÐNÚ AND1036 AND1036 Dreifildi AND112/103 Bóksala FB AND1124 AND1124 Dreifildi AND112/103 Bóksala FB AND2036

More information

TJALDSVÆÐI - CAMPING CAMPINGPLÄTZE

TJALDSVÆÐI - CAMPING CAMPINGPLÄTZE GISTINGAR - ACCOMMODATION - UNTERKUNFT www.hotel-ork.is 274 70 8 276 4 2 - TJALDSVÆÐI - CAMPING CAMPINGPLÄTZE 8 8 2 6 H 27 HÓTEL ÖRK Breiðamörk c - 80 Hveragerði 48 4700 - Fax 48 477 - info@hotel-ork.is

More information

Breyttar áherslur í raungreinakennslu Umræður og vettvangsnám

Breyttar áherslur í raungreinakennslu Umræður og vettvangsnám Breyttar áherslur í raungreinakennslu Umræður og vettvangsnám Baldvin Einarsson Edda Elísabet Magnúsdóttir Kjartan Örn Haraldsson Maren Davíðsdóttir Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir 30. apríl 2007 Efnisyfirlit

More information

The Swine in Old Nordic Religion and Worldview

The Swine in Old Nordic Religion and Worldview The Swine in Old Nordic Religion and Worldview Lenka Kovárová Lokaverkefni til MA gráðu í norrænni trú Félagsvísindasvið The Swine in Old Nordic Religion and Worldview Lenka Kovárová Lokaverkefni til MA

More information

Soil Sustainability Assessment- Proposed Soil Indicators for Sustainability. Eydís Mary Jónsdóttir

Soil Sustainability Assessment- Proposed Soil Indicators for Sustainability. Eydís Mary Jónsdóttir Soil Sustainability Assessment- Proposed Soil Indicators for Sustainability Eydís Mary Jónsdóttir Faculty of Earth Sciences University of Iceland 2011 Soil Sustainability Assessment Proposed Soil Indicators

More information

Use of Weather Data in Supply Chain Management. Elín Anna Gísladóttir. Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management

Use of Weather Data in Supply Chain Management. Elín Anna Gísladóttir. Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management Use of Weather Data in Supply Chain Management Elín Anna Gísladóttir Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management June 2015 Use of Weather Data in Supply Chain Management Elín

More information

Instruction Manual for: VeriFone Omni 3350 Omni 3740 Omni 3750

Instruction Manual for: VeriFone Omni 3350 Omni 3740 Omni 3750 Instruction Manual for: VeriFone Omni 3350 Omni 3740 Omni 3750 Index Instructions for Omni 3740/3750... 3 Telephone Line Connections... 3 Connection with electricity... 3 To Install a Paper Roll... 4 Omni

More information

Distributed Testing of Cloud Applications Using the Jata Test Framework. Hlöðver Tómasson

Distributed Testing of Cloud Applications Using the Jata Test Framework. Hlöðver Tómasson Distributed Testing of Cloud Applications Using the Jata Test Framework Hlöðver Tómasson Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2011 DISTRIBUTED

More information

FB Bókalisti vorannar 2008 14. desember 2007. På udebane 2, lestrarbók (ný útgáfa), verkefnabók og hlustunaræfingar.

FB Bókalisti vorannar 2008 14. desember 2007. På udebane 2, lestrarbók (ný útgáfa), verkefnabók og hlustunaræfingar. Áfangi Höfundur Heiti Útgáfa Útgefandi AHS1036 Ásdís Jóelsdóttir Tíska aldanna 2005 Mál og Menning AHS2036 Ásdís Jóelsdóttir Tíska aldanna 2005 Mál og Menning AHS3136 Ásdís Jóelsdóttir Tíska aldanna 2005

More information

PROJECT MANAGEMENT IN VENTURE CAPITAL ENDEAVORS. Magnús Ágúst Skúlason. Ritgerð til meistaraprófs (MPM)

PROJECT MANAGEMENT IN VENTURE CAPITAL ENDEAVORS. Magnús Ágúst Skúlason. Ritgerð til meistaraprófs (MPM) PROJECT MANAGEMENT IN VENTURE CAPITAL ENDEAVORS Magnús Ágúst Skúlason Ritgerð til meistaraprófs (MPM) Maí 2013 PROJECT MANAGEMENT IN VENTURE CAPITAL ENDEAVORS Magnús Ágúst Skúlason Ritgerð við tækni- og

More information

5.12.2009 - EEA AGREEMENT - ANNEX IV p. 1 ANNEX IV ENERGY. List provided for in Article 24

5.12.2009 - EEA AGREEMENT - ANNEX IV p. 1 ANNEX IV ENERGY. List provided for in Article 24 5.12.2009 - EEA AGREEMENT - ANNEX IV p. 1 ANNEX IV ENERGY List provided for in Article 24 INTRODUCTION When the acts referred to in this Annex contain notions or refer to procedures which are specific

More information

Investigation of the stability system of the scapula in patients with cervical spine disorders

Investigation of the stability system of the scapula in patients with cervical spine disorders Investigation of the stability system of the scapula in patients with cervical spine disorders Assessment of scapular orientation and recruitment of the scapular stability muscles in patients with insidious

More information

Analysis of claim frequency and claim size using the Bayesian approach

Analysis of claim frequency and claim size using the Bayesian approach Analysis of claim frequency and claim size using the Bayesian approach Erna Sigurgeirsdóttir Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2010 ANALYSIS

More information

Worldwide university ranking and its underlying basis: a perspective of university orientation towards excellence. Wenjie Xu

Worldwide university ranking and its underlying basis: a perspective of university orientation towards excellence. Wenjie Xu Worldwide university ranking and its underlying basis: a perspective of university orientation towards excellence Wenjie Xu MA thesis University of Iceland School of Education Worldwide university ranking

More information

Medical Research in Developing Countries

Medical Research in Developing Countries University of Iceland Hugvísindasvið School of Humanities Medical Research in Developing Countries Can Lower Ethical Standards Be Justified in Light of Kant s Moral Philosophy? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri

More information

Enhancing quality management of fresh fish supply chains through improved logistics and ensured traceability

Enhancing quality management of fresh fish supply chains through improved logistics and ensured traceability Thesis for the Degree of Doctor of Philosophy Enhancing quality management of fresh fish supply chains through improved logistics and ensured traceability Mai Thi Tuyet Nga Faculty of Food Science and

More information

Farþegaspá 2016. Grétar Már Garðarsson

Farþegaspá 2016. Grétar Már Garðarsson Farþegaspá 2016 Grétar Már Garðarsson Flugfélög sumar 2016 Mjög vel tengdur völlur milli heimsálfa 2016: > Um 80 áfangastaðir > 25 flugfélög Ný flugfélög Nýir áfangastaðir 2016 > British Airways London

More information

HPLC-MS and MSMS analysis of 2-methoxy alkylglycerols isolated from shark liver oil. Aðalheiður Dóra Albertsdóttir

HPLC-MS and MSMS analysis of 2-methoxy alkylglycerols isolated from shark liver oil. Aðalheiður Dóra Albertsdóttir HPLC-MS and MSMS analysis of 2-methoxy alkylglycerols isolated from shark liver oil Aðalheiður Dóra Albertsdóttir Faculty of Physical Sciences University of Iceland 2011 ii HPLC-MS and MSMS analysis of

More information

BIM Adoption in Iceland and Its Relation to Lean Construction. Ingibjörg Birna Kjartansdóttir. Thesis Master of Science in Construction Management

BIM Adoption in Iceland and Its Relation to Lean Construction. Ingibjörg Birna Kjartansdóttir. Thesis Master of Science in Construction Management BIM Adoption in Iceland and Its Relation to Lean Construction Ingibjörg Birna Kjartansdóttir Thesis Master of Science in Construction Management Desember 2011 BIM Adoption in Iceland and Its Relation to

More information

Blood Bank Inventory Management Analysis. Elísabet Edda Guðbjörnsdóttir. Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management

Blood Bank Inventory Management Analysis. Elísabet Edda Guðbjörnsdóttir. Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management Blood Bank Inventory Management Analysis Elísabet Edda Guðbjörnsdóttir Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management June 2015 Blood Bank Inventory Management Analysis Elísabet

More information

ÍSLAND (ICELAND) : Trusted List

ÍSLAND (ICELAND) : Trusted List ÍSLAND (ICELAND) : Trusted List Tsl Id: Valid until nextupdate value: 2015-07-30T19:00:00Z TSL signed on: 2015-02-02T11:31:06Z PDF generated on: Mon Feb 02 12:34:26 CET 2015 ÍSLAND (ICELAND) - Trusted

More information

Financial Feasibility Assessments Building and Using Assessment Models for Financial Feasibility Analysis of Investment Projects

Financial Feasibility Assessments Building and Using Assessment Models for Financial Feasibility Analysis of Investment Projects Financial Feasibility Assessments Building and Using Assessment Models for Financial Feasibility Analysis of Investment Projects Anna Regína Björnsdóttir Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering

More information

Psoriatic Arthritis in Iceland

Psoriatic Arthritis in Iceland Psoriatic Arthritis in Iceland a study of the population of Reykjavik Þorvarður Jón Löve Thesis for the degree of Philosophiae Doctor University of Iceland School of Health Sciences Faculty of Medicine

More information

Hazard Assessment and Risk Mitigation for Tourists at Hekla Volcano, South Iceland

Hazard Assessment and Risk Mitigation for Tourists at Hekla Volcano, South Iceland Hazard Assessment and Risk Mitigation for Tourists at Hekla Volcano, South Iceland Jorge Eduardo Montalvo Morales Faculty of Earth Sciences University of Iceland 2010 Hazard Assessment and Risk Mitigation

More information

Heimildaskrá. Akerjordet, K. og Severinsson, E. (2004). Emotional intelligence in mental health nurses

Heimildaskrá. Akerjordet, K. og Severinsson, E. (2004). Emotional intelligence in mental health nurses Heimildaskrá Akerjordet, K. og Severinsson, E. (2004). Emotional intelligence in mental health nurses talking about practice. International Journal of Mental Health Nursing, 13(3), 164 170. Allan, H. T.,

More information

A Giovanni, il più bel regalo che ho ricevuto dai miei genitori. and to all those who have a fancy for the cyclic movement of a bicycle chain

A Giovanni, il più bel regalo che ho ricevuto dai miei genitori. and to all those who have a fancy for the cyclic movement of a bicycle chain Verbs, Subjects and Stylistic Fronting A comparative analysis of the interaction of CP properties with verb movement and subject positions in Icelandic and Old Italian Irene Franco Major Advisor: Prof.

More information

Volcanic hazards in Iceland

Volcanic hazards in Iceland Reviewed research article Volcanic hazards in Iceland Magnús T. Gudmundsson 1, Guðrún Larsen 1, Ármann Höskuldsson 1 and Ágúst Gunnar Gylfason 2 1 Institute of Earth Sciences, University of Iceland, Sturlugötu

More information

Gyper: A graph-based HLA genotyper using aligned DNA sequences

Gyper: A graph-based HLA genotyper using aligned DNA sequences Gyper: A graph-based HLA genotyper using aligned DNA sequences Hannes Pétur Eggertsson Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2015 GYPER:

More information

Importance of Social Media in Online Marketing and Use of Eye-Tracking Methods in Online Shopping

Importance of Social Media in Online Marketing and Use of Eye-Tracking Methods in Online Shopping Importance of Social Media in Online Marketing and Use of Eye-Tracking Methods in Online Shopping Daria Rudkova 2015 BSc Psychology Author name: Daria Rudkova Author ID number: 180591-2819 Department of

More information

ADHD, kriminalitetur og misbrúk

ADHD, kriminalitetur og misbrúk ADHD, kriminalitetur og misbrúk Tormóður Stórá, serlækni í psykiatri og leiðandi yvirlækni Julia F. Zachariassen, sjúkrarøktarfrøðingur Laila Havmand, sjúkrarøktarfrøðingur Vaksinpsykiatri, Psykiatriski

More information

Den nordiske skogen forener bruk og bevaring

Den nordiske skogen forener bruk og bevaring Den nordiske skogen forener bruk og bevaring The Nordic forest - use and conservation in combination Skogbildet varierer mellom de nordiske land, men de nordiske skogene har likevel mange likheter. I våre

More information

THE USE OF FREE AND OPEN SOURCE SOFTWARE BY ICELANDIC SOFTWARE DEVELOPERS

THE USE OF FREE AND OPEN SOURCE SOFTWARE BY ICELANDIC SOFTWARE DEVELOPERS THE USE OF FREE AND OPEN SOURCE SOFTWARE BY ICELANDIC SOFTWARE DEVELOPERS Research report Hildur Björns Vernudóttir Spring 2010 B.Sc. Computer Science Supervisor: Marta Kristín Lárusdóttir Co-supervisor:

More information

Risk Management in. Almenni Collective Pension Fund

Risk Management in. Almenni Collective Pension Fund Risk Management in Almenni Collective Pension Fund By Birgir Rafn Gunnarsson Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Financial Engineering May 2012 Risk Management in Almenni Collective Pension

More information

A software development

A software development A software development Business plan and feasibility assessment Daníel Auðunsson Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management May 2015 A software development Business plan and

More information

Customer Churn Prediction for the Icelandic Mobile Telephony Market. Emilía Huong Xuan Nguyen

Customer Churn Prediction for the Icelandic Mobile Telephony Market. Emilía Huong Xuan Nguyen Customer Churn Prediction for the Icelandic Mobile Telephony Market Emilía Huong Xuan Nguyen Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2011 Customer

More information

Numerical analysis of heat transfer in fish containers. Steinar Geirdal Snorrason

Numerical analysis of heat transfer in fish containers. Steinar Geirdal Snorrason Numerical analysis of heat transfer in fish containers Steinar Geirdal Snorrason Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2014 NUMERICAL ANALYSIS

More information

Provision of insurance services in Iceland

Provision of insurance services in Iceland Provision of insurance services in Iceland This booklet is intended to give an overview of Icelandic legislation and administration that insurers from other EEA countries must bear in mind when providing

More information

Glussa GYM Business plan -Lightweight baby!

Glussa GYM Business plan -Lightweight baby! Glussa GYM Business plan -Lightweight baby! Jón Ingi Þrastarson Instructor Jón Freyr Jóhannsson Business Administration Fall 2011 II Confirmation of final assignment to a bachelor degree in Business Titel

More information

Hugvísindasvið. Hungrvaka. Translation by Camilla Basset. Ritgerð til MA-prófs. Camilla Basset

Hugvísindasvið. Hungrvaka. Translation by Camilla Basset. Ritgerð til MA-prófs. Camilla Basset Hugvísindasvið Hungrvaka Translation by Camilla Basset Ritgerð til MA-prófs Camilla Basset June 2013 Háskóli Íslands Íslensku og menningardeild Medieval Icelandic Studies Hungrvaka Translation by Camilla

More information

Raunveruleiki málverksins

Raunveruleiki málverksins Raunveruleiki málverksins Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir Listaháskóli Íslands Myndlistardeild Febrúar 2008 Leiðbeinandi: Æsa Sigurjónsdóttir Efnisyfirlit Bls. Inngangur 3 Mikilvægir þættir í málverkinu...4

More information

Leikur ungra barna Athugun á leik 2-3 ára barna Birgitta Brynjúlfsdóttir

Leikur ungra barna Athugun á leik 2-3 ára barna Birgitta Brynjúlfsdóttir Leikur ungra barna Athugun á leik 2-3 ára barna Birgitta Brynjúlfsdóttir Lokaverkefni til B.Ed.- prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Leikur ungra barna Athugun á leik 2-3 ára barna Birgitta Brynjúlfsdóttir

More information

NÝJAR BÆKUR MARS APRÍL 2013

NÝJAR BÆKUR MARS APRÍL 2013 NÝJAR BÆKUR MARS APRÍL 2013 Efnisyfirlit: Sálfræði... 1 Félagsfræði... 1 Rannsóknaraðferði... 2 Leikskólafræði... Error! Bookmark not defined. Fötlunarfræði / sérkennsla... 2 Kennslufræði... 2 Stærðfræðikennsla...

More information

Feasibility Study of Sustainable Energy to Power Wastewater Treatment Plants for Islands

Feasibility Study of Sustainable Energy to Power Wastewater Treatment Plants for Islands Feasibility Study of Sustainable Energy to Power Wastewater Treatment Plants for Islands Gunbold G. Bold Final thesis for B.Sc. degree Keilir Institute of Technology University of Iceland School of Engineering

More information

Semi-Automatic Analysis of Large Textle Datasets for Forensic Investigation

Semi-Automatic Analysis of Large Textle Datasets for Forensic Investigation Semi-Automatic Analysis of Large Textle Datasets for Forensic Investigation Sæmundur Óskar Haraldsson Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland

More information

Upphaf eldgossins ( Heklu 1980*

Upphaf eldgossins ( Heklu 1980* Ian Philip Hutchinson: Upphaf eldgossins ( Heklu 1980* lj6smyndum er 69 t6k af fjallinu. Med samanburdi vid loftmyndir, er teknar voru i 6gfst 1979, mafii athuga hvort pessi snj6br6d vari edlileg midad

More information

Gender difference in stance duration and the activation pattern of gluteus medius in prepubescent athletes during drop jump and cutting maneuvers

Gender difference in stance duration and the activation pattern of gluteus medius in prepubescent athletes during drop jump and cutting maneuvers Gender difference in stance duration and the activation pattern of gluteus medius in prepubescent athletes during drop jump and cutting maneuvers Unnur Sædís Jónsdóttir Thesis for the degree of Master

More information

Women in Journalism. The Situation in Iceland. Valgerður Jóhannsdóttir. Introduktion. Abstract

Women in Journalism. The Situation in Iceland. Valgerður Jóhannsdóttir. Introduktion. Abstract Nordicom-Information 37 (2015) 2, pp. 33-40 Women in Journalism The Situation in Iceland Valgerður Jóhannsdóttir Abstract More and more women have entered journalism in the last 20-30 years and they outnumber

More information

Thesis Master of Project Management (MPM)

Thesis Master of Project Management (MPM) CONTINUOUS IMPROVEMENT PROJECTS IN CERTIFIED ORGANIZATIONS IN ICELAND: TRADITIONAL PROJECTS OR NOT? Sigríður Jónsdóttir Thesis Master of Project Management (MPM) May 2013 Continuous improvement projects

More information

Hazard response early warning and longterm recovery

Hazard response early warning and longterm recovery Hazard response early warning and longterm recovery Guðrún Pétursdóttir Director, Institute for Sustainability Studies CoastAdapt Final Conference March 27-30 2012 Background Iceland is prone to natural

More information

THE SOFTWARE ADOPTION PROCESS SEEN THROUGH SYSTEM LOGS

THE SOFTWARE ADOPTION PROCESS SEEN THROUGH SYSTEM LOGS THE SOFTWARE ADOPTION PROCESS SEEN THROUGH SYSTEM LOGS June 2014 Áslaug Eiríksdóttir Master of Science in Computer Science THE SOFTWARE ADOPTION PROCESS SEEN THROUGH SYSTEM LOGS Áslaug Eiríksdóttir Master

More information

Negation and Infinitives: att inte vara or að vera ekki

Negation and Infinitives: att inte vara or að vera ekki Ken Ramshøj Christensen Grammatik i Fokus Department of English, University of Aarhus [Grammar in Focus] Jens Chr. Skous Vej 7, DK-8000 Aarhus C University of Lund engkrc@hum.au.dk February 5-6, 2004 http://www.hum.au.dk/engelsk/engkrc/

More information

Songs of Humpback whales (Megaptera novaeangliae): Described during winter mating season on a subarctic feeding ground in northeast Iceland

Songs of Humpback whales (Megaptera novaeangliae): Described during winter mating season on a subarctic feeding ground in northeast Iceland Songs of Humpback whales (Megaptera novaeangliae): Described during winter mating season on a subarctic feeding ground in northeast Iceland Rangyn Lim Faculty of Life and Environmental Science University

More information

Workshop on SME s and Nordic Food Competence Centres

Workshop on SME s and Nordic Food Competence Centres Workshop on SME s and Nordic Food Competence Centres Gunnþórunn Einarsdóttir Guðjón Þorkelsson Nýsköpun og neytendur Skýrsla Matís 21-12 Maí 2012 ISSN 1670-7192 Workshop on SME s and Nordic Food Competence

More information

Category work in courtroom talk about domestic violence: Gender as an interactional accomplishment in child custody disputes

Category work in courtroom talk about domestic violence: Gender as an interactional accomplishment in child custody disputes Category work in courtroom talk about domestic violence: Gender as an interactional accomplishment in child custody disputes Henrik Ingrids Department of Child and Youth Studies Stockholm University Appendix:

More information

HAVE and BE + participle of an unaccusative verb

HAVE and BE + participle of an unaccusative verb Nordic Atlas of Language Structures (NALS) Journal, Vol. 1, 381-395 Copyright I. Larsson 2014 Licensed under a Creative Commons Attribution 3.0 License HAVE and BE + participle of an unaccusative verb

More information

I started to feel worse when I understood more Polish immigrants and the Icelandic media

I started to feel worse when I understood more Polish immigrants and the Icelandic media I started to feel worse when I understood more Polish immigrants and the Icelandic media Helga Ólafs Małgorzata Zielińska Félags- og mannvísindadeild Ritstjórar: Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir

More information