BÆTT REKSTRARAFKOMA. Betri rekstrarafkoma, meiri gjald- og niðurfærslur. Gjörbreyttur efnahagsreikningur

Save this PDF as:
 WORD  PNG  TXT  JPG

Size: px
Start display at page:

Download "BÆTT REKSTRARAFKOMA. Betri rekstrarafkoma, meiri gjald- og niðurfærslur. Gjörbreyttur efnahagsreikningur"

Transcription

1 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013

2 BÆTT REKSTRARAFKOMA Betri rekstrarafkoma, meiri gjald- og niðurfærslur Á árinu 2013 hækkaði rekstrarhagnaður Skipta hf. um 900 milljónir króna frá fyrra ári, fór úr 7,4 milljörðum í 8,3 milljarða. EBITDA hlutfall var 27,8% en 25,5% árið Salan nam 29,9 milljörðum króna samanborið við 28,9 milljarða árið áður sem er 3,6% aukning. Kostnaðarverð sölu var 15,7 milljarðar og stóð í stað milli ára. Rekstrarkostnaður lækkaði um 79 milljónir króna milli ára, var m.kr. samanborið við m.kr. árið Bókfært tap á árinu 2013 nam tæpum 17 milljörðum króna samanborið við 3,4 milljarða tap árið áður. Tapið skýrist af alls 19,6 milljarða gjaldfærslu eftirtalinna liða: Rúmlega 14 milljarða virðisrýrnun viðskiptavildar, ríflega 3 milljarða niðurfærslu á kröfu á hendur Glitni hf. og 2,6 milljarða gjaldfærslu í varúðarskyni vegna endurákvörðunar skatta. Þessir liðir hafa ekki áhrif á fjárstreymi. Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 7 milljörðum króna, samanborið við 6,3 milljarða árið áður. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 5,1 milljarði samanborið við 4,2 milljarða árið áður. Gjörbreyttur efnahagsreikningur Í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar Skipta hf. er efnahagsreikningur félagsins gjörbreyttur. Vaxtaberandi skuldir hafa lækkað verulega og eigið fé styrkst. Skuldir námu 26,7 milljörðum króna um áramót en voru 62 milljarðar árið áður. Eiginfjárhlutfall Skipta hf. var 45,0% um áramót og eigið fé var 26,4 milljarðar króna. Eigið fé var 7,9 milljarðar í lok árs 2012 og eiginfjárhlutfall 10,2%. Fjármagnsgjöld voru 5,9 milljarðar króna. Vaxtagjöld voru 3,8 milljarðar, niðurfærsla krafna á Glitni hf. var 3 milljarðar, vaxtatekjur voru 0,5 milljarðar og gengishagnaður 0,4 milljarðar.

3 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA LYKILTÖLUR ÚR REKSTRI ,8% 25,5% 21,5% % 25% 20% 15% 10% 5% 0% ,92% 10,13% ,95% % 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Rekstrartekjur EBITDA EBITDA í hlutfalli við tekjur Fjárfestingar Fjárfestingar í hlutfalli við tekjur ,4% 21,8% ,9% % 20% 15% 10% 5% 0% % 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 45,0% 14,5% 10,2% Handbært fé án vaxta og skatta Handbært fé í hlutfalli við heildartekjur Eigið fé Eiginfjárhlutfall ,99 8,33 3, Hreinar vaxtaberandi skuldir Nettóskuldir í hlutfalli við EBITDA Upphæðir eru í milljónum króna

4 2 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 Umsjón og ábyrgð: Pétur Þorsteinn Óskarsson Hönnun og uppsetning: Ennemm auglýsingastofa Prentun: Prentsmiðjan Oddi

5 EFNISYFIRLIT ÁVARP STJÓRNARFORMANNS... 4 ÁVARP FORSTJÓRA... 5 FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING SKIPTA... 6 MANNAUÐUR... 7 SÍMINN... 8 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ SÍMANS HÁPUNKTAR SÍMANS ON-WAVES RADÍÓMIÐUN STAKI TALENTA SENSA MÍLA SKJÁRINN STJÓRNARHÆTTIR ÁRSREIKNINGUR... 41

6 4 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 ÁVARP STJÓRNARFORMANNS ÁVARP STJÓRNARFORMANNS Sigríður Hrólfsdóttir Skipti hf. og dótturfélög hafa leikið lykilhlutverk í uppbyggingu fjarskiptainnviða á Íslandi í rúma öld. Á þeim tíma hefur íslenskt samfélag tekið grundvallarbreytingum á flestum sviðum. Hátæknisamfélag nútímans á lítið skylt við Reykjavík í upphafi 20. aldar eða Seyðisfjörð þegar sæstrengur var lagður þangað árið Í ákveðnum skilningi má segja að við séum stödd í miðri fjarskiptabyltingu sem gerir meiri kröfur en nokkru sinni til þess að leiðandi fjarskiptafyrirtæki í hverju landi séu öflug og hafi fjárhagslega burði til að sinna uppbyggingu innviða. Öflug fjarskipti og samskipti við umheiminn eru lykilþáttur þegar horft er til samkeppnishæfni þjóða í bráð og lengd. Í þessu ljósi var stigið mikilvægt skref á síðasta ári þegar tókst að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta. Endurskipulagningin felur í sér gjörbreytingu á efnahagsreikningi félagsins. Skuldir lækka og eigið fé fyrirtækisins við árslok var 26,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið 45%. Þetta er mikil breyting frá árinu 2012 þegar eigið fé var 7,9 milljarðar og eiginfjárhlutfall 10,2%. Sterk fjárhagsstaða og góður rekstur gerir félaginu kleift að keppa af krafti á erfiðum samkeppnismarkaði en ekki síður að sinna nauðsynlegum fjárfestingum sem efla fjarskipti á Íslandi. Fjarskiptarekstur krefst mikilla fjárfestinga og í fyrra fjárfesti Skiptasamstæðan fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Rekstrarafkoman styrkist milli ára Rekstrarhagnaður Skipta hækkaði talsvert milli ára eða alls um 900 milljónir króna. Salan var 29,9 milljarðar króna samanborið við 28,9 milljarða árið áður. Rekstrar kostnaðurinn lækkaði um 79 milljónir króna milli ára, og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagns liði (EBITDA) nam 8,3 milljörðum króna samanborið við 7,4 milljarða árið áður. EBITDA hlutfall var 27,8% en 25,5% árið Bókfært tap á árinu 2013 nam tæpum 17 milljörðum króna samanborið við 3,4 milljarða tap árið áður. Það skýrist af alls 19,6 milljarða gjaldfærslu þriggja liða; rúmlega 14 milljarða virðisrýrnunar viðskiptavildar, ríflega 3 milljarða niðurfærslu á kröfu á hendur Glitni hf. og 2,6 milljarða gjaldfærslu í varúðarskyni vegna endurákvörðunar skatta. Niðurskrift viðskiptavildar með þessum hætti er gerð með varúðarsjónarmið í huga. Rétt er að taka fram að þessir liðir hafa ekki áhrif á fjárstreymi. Sátt við umhverfið Sterk staða Skiptasamstæðunnar á fjarskiptamarkaði og lóðrétt samþætting fyrirtækjanna hafa beint augum samkeppnis yfirvalda að félaginu á undanförnum árum auk þess sem keppinautar fyrirtækisins hafa sent inn tugi kvartana til eftirlitsstofnana. Sem betur fer lýkur slíkum málum oftast án þess að til aðgerða eftirlits stofnana þurfi að koma. Engu að síður hefur starfsemin markast af samkeppnis málum á undanförnum árum. Í mars í fyrra gerðu Skipti og Samkeppniseftirlitið með sér sátt um að ljúka í einu lagi málum sem verið höfðu til athugunar Samkeppniseftirlitsins og varða Símann. Sáttin hefur það að markmiði að tryggja jafnan aðgang að grunnkerfum fjarskipta á Íslandi en elstu málin áttu rætur að rekja til ákvarðana sem teknar voru þegar Síminn var enn ríkisfyrirtæki. Sáttin felur í sér breytta verkaskiptingu, breyttar verklagsreglur og aðgerðir af ýmsu tagi sem gripið verður til innan Skiptasamstæðunnar og ætlað er að auka samkeppni, jafnræði, gegnsæi og trúverðugleika á fjarskiptamarkaði. Liður í sáttinni var að Skipti féllust á að greiða 300 milljóna króna stjórnvaldssekt. Sáttin við Samkeppniseftirlitið markar mikilvæg kaflaskil. Skipti munu tryggja fullan aðskilnað tiltekinna fjarskiptaneta samstæðunnar frá annarri starfsemi hennar auk þess sem mikilvægar heildsöluafurðir, sem áður voru í boði hjá Símanum, færast til Mílu. Samkeppnisréttaráætlun hefur þegar verið innleidd hjá Skiptum og dótturfélögum sem starfa á fjarskiptamarkaði. Sameining Skipta og Símans Í febrúar 2014 var ákveðið að sameina rekstur Skipta og Símans undir nafni Símans hf. Míla ehf. og Skjárinn ehf., sem áður voru í eigu Skipta, verða nú að fullu í eigu Símans hf. Við sameininguna verður til öflugt rekstrarfélag með starfsemi í fjarskiptum, upplýsingatækni og afþreyingu. Með þessari breytingu næst fram aukin hagkvæmni í rekstrinum, tvíverknaði er eytt og stjórnendum fækkar. Þá verða boðleiðir styttri og skýr rekstrarleg ábyrgð er nú á einum stað. Við skipulagsbreytinguna verður sjálfstæði Mílu enn aukið og tryggt að markmið sáttarinnar við Samkeppnis eftirlitið frá mars 2013 nái fram að ganga. Sameiningin er gerð með fyrirvara um sam þykki Samkeppniseftirlitsins. Spennandi tímar framundan Endurskipulagning fjárhags Skipta skapar grunn að framtíð félagsins. Markmiðið með skipulagsbreytingunum undanfarið er að styrkja reksturinn en jafnframt að skapa meiri sátt um starfsemina til framtíðar. Síminn hefur markað sér metnaðarfullar áherslur á sviði samfélagsábyrgðar en á síðasta ári ritaði fyrirtækið undir UN Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja og Jafnréttissáttmála UN Women auk þess sem Síminn er stofnaðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Það er mikilvægt að fyrirtækið sé í fremstu röð á Íslandi í þessum málaflokki. Á næstu mánuðum verða stigin fyrstu skrefin í átt að skráningu hlutabréfa félagsins í Kauphöll. Þá hefst nýtt og spennandi skeið í sögu samstæðunnar. Ég vil að lokum þakka stjórnarfólki, stjórnendum og starfsfólki fyrir samstarfið á árinu. Þetta hefur verið ár umbreytinga og ég er sannfærð um að framundan séu spennandi tímar.

7 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 ÁVARP FORSTJÓRA 5 ÁVARP FORSTJÓRA Orri Hauksson Kaflaskil urðu í sögu Skipta og dótturfélaga í sumarbyrjun 2013 þegar lagður var grunnur að traustum efnahag með fjárhagslegri endur skipulagningu félagsins. Eftir tímabil sem einkenndist af mikilli skuldsetningu samstæðunnar og erfiðleikum í kjölfar efnahagsþrenginganna frá árinu 2008 hefur nú verið skotið traustum stoðum undir starfsemina. Tækifæri hefur nú gefist til að horfa fram á við með traust eignarhald á bak við fyrirtækið. Í uppgjöri á rekstri ársins kemur glöggt í ljós hversu mikil breyting hefur orðið á efnahag félags ins. Hreinar vaxtaberandi skuldir lækka úr 61 milljarði króna í 26 milljarða og eigið fé fyrirtækisins fer úr 7,9 milljörðum í 26,4 milljarða. Eiginfjárhlutfallið er nú 45% en var komið niður í 10,2%. Þó að rekstrarafkoma fyrirtækisins hafi batnað milli ára og EBITDA hagnaður hafi verið 8,3 milljarðar króna, var bókfært tap engu að síður mikið vegna gjaldfærslu og niðurfærslu viðskiptavildar. Við erum þess hins vegar fullviss að efnahagsreikningur félagsins nú endurspegli vel þann raunveruleika og rekstrarumhverfi sem félagið býr við. Netið meðal grunnþarfa Fjarskipti eru einn af grundvallarþáttum í lífi fólks. Þau þykja sjálfsögð sem sést á því að nær öll heim ili landsins eru nettengd. Markaðurinn vex einung is í takti við fjölgun landsmanna og lykillinn að velgengni á markaðnum er að sinna þörfum við skipta vina með nýjum vörum og sífellt betri þjónustu. Snjalltæki hafa breytt notkun fólks á fjarskipta tækninni til framtíðar. Þau hafa bylt af þreyingar mark aðnum og gert skilin á milli fjar skipta- og upplýsingatækni óskýrari. Sótt er að hefðbundinni fjarskiptastarfsemi og með ne t- aðgangi í snjalltækjunum færist talað mál og SMS sending ar í síauknum mæli yfir á samfélagsmiðla. Face book, Viber, Snapchat og undanfari þeirra, Skype, er samskiptamátinn sem margt fólk kýs um þessar mundir og fleiri munu tileinka sér. Þjón ustan er í boði yfir net fjarskiptafyrirtækja án sérstaks endurgjalds. Líta mætti svo á að slík þjónusta taki við skipti frá fjarskiptafyrirtækjunum en mun upp byggilegra er að líta á hana sem þróun sem fjarskipta fyrirtækin taka þátt í um leið og þau þurfa að gæta að framlegð af fjárfestingum sínum. Fjarskiptafyrirtæki víða um heim glíma við sambærilegar áskoranir í rekstri. Tekjurnar aukast lítið og samkeppnin er mikil. Við slíkar aðstæð ur er nauðsynlegt að gæta ítrasta að halds í rekstrinum. Öflug vöruþróun Árið 2013 líður starfsfólki Símans, stærsta dótturfélags Skipta, seint úr minni. Skerpt var á stefnu fyrirtækisins og aukin áhersla lögð á vöruþróun, framúrskarandi þjónustu og aukna aðgreiningu frá keppinautum á markaði. Öflugt vöruframboð og þjónustuáhersla Símans skapar fyrirtækinu sérstöðu sem greinilegt er að viðskipta vinir kunna vel að meta. Síminn kynnti Tímaflakk til leiks, fyrstur íslenskra fyrir tækja, og geta áskrifendur að Sjónvarpi Símans nú horft á valið efni hvenær sem er innan næsta sólarhrings. Nýtt sjónvarp sapp leit dagsins ljós og geta við skipta vinir tengt fimm snjalltæki við Sjónvarp Símans og horft hvar sem þeim hentar. Síminn bauð einn ig við skiptavinum sínum Premium áskrift að Spotify í hálft ár án endurgjalds og er Síminn eina fyrirtækið sem Spotify velur til að selja þjónustu sína hér á landi. Sú þjónusta eykur enn notagildi snjallsímans, afþreyingarmöguleika, gæði og virði þjónustunnar. Þessi skref svara kalli viðskiptavina og endurspegla framtíðarsýn okkar hjá Símanum. Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir hvers kyns afþreyingarefni yfir fjarskiptakerfin aukist mikið. Þessa auknu eftirspurn sáum við meðal annars í því að aldrei hafa fleiri notað VOD þjónustu Skjásins sem er þriðja stærsta dótturfélag Skipta. Öflugt starfsfólk Skjásins vinnur markvisst eftir áætlunum um að gera enn betur á þessu ári. Skipti eru brautryðjandi þegar kemur að fjarskiptum á Íslandi. Má nefna að á árinu 2013 bættust 25 þúsund heimili af landinu öllu við þau heimili sem geta tengst Ljósveitunni. Nethraðinn við niðurhal margfaldaðist á þessum heimilum og náði allt að 50 Mb/s auk þeirra 20 Mb/s sem nýtt eru fyrir sjónvarp, eða samtals 70 Mb/s. Nú stefnir í að Míla geti boðið meira en 100 Mb/s hraða í gegnum Ljósveituna og á komandi misserum allt upp í 1 Gb/s. Þetta eru allt metnaðarfullar áætlanir, gerðar til að halda Íslandi í fremstu röð þegar kemur að fjarskiptum. Á nýju ári hefur samstæðan allt sem þarf til að vaxa og dafna: Nefna má net Mílu, sem hægt er að þróa í takti við breyttar þarfir heimila og fyrirtækja, Símann sem byggir upp fjarskiptaþjónustu í fremstu röð og Skjáinn sem býr yfir frábærri efnisveitu. Að auki hafa fjölmörg framúrskarandi dótturfyrirtæki Símans á sviði fjarskipta og upplýsingatækni náð afbragðsárangri á sínum mörkuðum. Við byggjum á traustum grunni ársins 2013 og hefjum spennandi ár.

8 6 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING SKIPTA Um mitt ár 2013 lauk fjárhagslegri endur skipulagningu Skipta hf. í samstarfi við lánar drottna félagsins. Fram að því höfðu Skipti unnið á grundvelli þriggja ára áætlunar sem miðaði að því að bæta rekstur félagsins og auka virði þess. Sú áætlun gekk eftir og afkoma Skipta batnaði verulega sem lagði grunninn að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Í júní var öllum skuldabréfum í skuldabréfaflokknum SIMI skipt fyrir hlutafé í Skiptum. Þá var kröfum Arion banka hf., sem ekki voru hluti af núverandi forgangsláni félagsins, skipt fyrir hlutafé í félaginu og einnig fékk hver kröfuhafi greiddar kr , ,4 10 7, Eigið fé Klakki ehf. var eigandi 100% hlutafjár Skipta hf. fyrir fjárhagslegu endurskipulagninguna og gaf samþykki sitt fyrir henni. Til að hægt væri að ljúka henni þurftu hins vegar Arion banki hf. og allir eigendur skuldabréfaflokksins SIMI að samþykkja hana. Það gekk eftir. Helstu atriði fjárhagslegrar endurskipulagningar: Skipti hf. endurgreiddu hverjum og einum kröfuhafa kr í reiðufé og kom greiðslan til lækkunar höfuðstóls viðkomandi kröfu. Öllum kröfum samkvæmt skuldabréfunum sem skráð væru í Kauphöll undir heitinu SIMI yrði skipt fyrir hlutafé í Skiptum hf. Allar kröfur Arion banka hf. sem ekki voru hluti af núverandi forgangsláni félagsins, var skipt fyrir hlutafé í Skiptum hf. Forgangslán félagsins var endurfjármagnað að fullu með annars vegar láni frá Arion banka hf. að fjárhæð um kr. 19 milljarðar og hins vegar með útgáfu skuldabréfaflokks að fjárhæð um kr. 8 milljarðar. Um miðjan júní var tilkynnt að Skipti hf. hefðu uppfyllt öll skilyrði sem sett voru fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Lánssamningur við Arion banka hf. að fjárhæð kr. 19 milljarðar hafði verið undirritaður og 50% umframeftirspurn var eftir nýjum skuldabréfaflokki félagsins, að fjárhæð kr. 8 milljarðar. Forgangslán félagsins var svo að fullu greitt upp í júlí og með þeirri greiðslu lauk fjárhagslegri endurskipulagningu Skipta hf. Þetta voru mikilvæg tímamót fyrir félagið og efnahagur þess var nú traustur. Eftir fjárhagslega endurskipulagningu eru hluthafar 128 talsins. Þeir tíu stærstu eru: Hluthafi Hlutur Arion banki hf ,3% Lífeyrissjóður verzlunarmanna... 13,2% Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins... 12,0% Gildi lífeyrissjóður... 4,9% Íslandssjóðir... 4,8% Almenni lífeyrissjóðurinn... 2,7% Lífeyrissjóður verkfræðinga... 2,6% Sameinaði lífeyrissjóðurinn... 2,2% Festa lífeyrissjóður... 2,2% Stafir lífeyrissjóður... 1,5% 50 45,0% ,5% 15 10,3% Eiginfjárhlutfall 70 60,0 61, , Hreinar vaxtaberandi skuldir ,99 8 8, , Nettóskuldir í hlutfalli við EBITDA

9 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 MANNAUÐUR 7 MANNAUÐUR Undirstaða árangurs og framþróunar er starfsfólk fyrirtækisins. Í lok árs 2013 störfuðu 877 starfsmenn hjá Skiptasamstæðunni í 796 stöðugildum, 590 karlmenn og 287 konur. Ójafnt kynjahlutfall endurspeglar að einhverju leyti þá staðreynd að stór hluti starfsmanna vinnur í tæknistörfum þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Meðalstarfsaldur innan samstæðunnar var 10,7 ár en árið 2013 náðu 34 starfsmenn þeim merka áfanga að hafa starfað í 40 ár eða lengur hjá samstæðunni. Starfsmannavelta síðasta árs var um 18% og venju samkvæmt var starfsmannaveltan mest í sölu- og þjónustuveri ásamt verslunum en umtalsvert minni velta var í öðrum deildum. Aukin fræðsla Mikil áhersla var lögð á að byggja upp fræðsluframboð fyrir starfsmenn að nýju eftir samdrátt í fræðslumálum árin á undan. Ber þar fyrst að nefna markvissa þjálfun stjórnenda auk þess sem mikil áhersla var lögð á fræðslu starfsmanna um samkeppnisreglur og öryggismál. Unnið hefur verið markvisst í öflugri þjálfun framlínu starfsmanna sem hefur skilað sér í góðri þjónustuvísitölu Símans en met var slegið í nóvember þegar þjónustuvísitalan náði 74,6 stigum. Boðið var upp á fjölda almennra námskeiða sem ætluð voru öllum starfsmönnum. Stefnt er að enn frekari uppbyggingu í fræðslumálum samstæðunnar með því að marka skýra fræðslustefnu sem styðja mun við stefnu fyrirtækjanna og gera þau enn betur í stakk búin til mæta samkeppninni. Öflug fyrirtækjamenning Líkt og áður var lögð rík áhersla á að byggja upp og viðhalda sterkri fyrirtækjamenningu. Unnið var að því að halda uppi góðum starfsanda með ýmsum viðburðum og uppákomum. Vel heppnuð árshátíð og hátíðleg aðventustund ásamt fjölmörgum og fjölbreyttum innanhússviðburðum brutu upp hversdagsleikann og lyftu starfsandanum. Áhersla á jafnvægi milli vinnu og einkalífs, ráðgjöf og stuðning við starfsmenn og stjórnendur og starfsþróunarmöguleika hefur skapað góða umgjörð sem hefur aukið ánægju starfsmanna en árið 2013 voru um það bil 35% allra ráðninga innan samstæðunnar innanhússráðningar. Aukna ánægju má meðal annars greina í niðurstöðum árlegrar vinnustaðagreiningar sem sýndi aukna starfsánægju en árið 2013 hækkaði heildaránægja samstæðunnar úr 3,8 í 4,19 á milli mælinga eftir að hafa staðið í stað síðustu þrjár mælingar þar á undan. 35% Rúmur þriðjungur allra ráðninga innan samstæðunnar voru innanhússráðningar ,87 3,86 4, Starfsánægja er mæld árlega og jókst heildaránægjan frá fyrra ári. On-Waves (2) Talenta (2) Skipti (91) Radíómiðun (3) Staki (19) Skjárinn (42) Míla (102) Síminn (527) Fjöldi starfsmanna samstæðunnar um áramót

10 8 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - SÍMINN SÍMINN Síminn er reynsluríkt og leiðandi íslenskt fyrirtæki sem eflir samskipti og afþreyingu með fjarskipta- og upplýsingatækni. Síminn á rætur sínar að rekja til ársins 1906 og er saga fyrirtækisins því samtvinnuð sögu þjóðarinnar. Síminn býður talsíma- og farsímaþjónustu, internetþjónustu, sjónvarpsþjónustu, gagnaflutningsþjónustu og UT þjónustu. Alls eru 527 stöðugildi hjá Símanum. Forstjóri Símans er Orri Hauksson en á árinu 2013 var Sævar Freyr Þráinsson forstjóri fyrirtækisins. Undanfarin misseri hefur verið skerpt á stefnu Símans til að koma enn betur til móts við þarfir viðskiptavina. Auðgum lífið er stefnan. Gildi Símans eru skapandi, áreiðanleg og lipur sem tryggja lykilhæfni hans: Sterkara samband. Eftir umfangsmiklar breytingar innan Símans á árinu og á Skiptasamstæðunni í upphafi árs 2014 er starfsemi Símans á fimm sviðum: Sala og þjónusta er í höndum Guðmundar Stefáns Björnssonar, Vörum og markaðssetningu stýrir Birna Ósk Einarsdóttir, Eric Figueras stýrir Tækni, Óskar Hauksson er framkvæmdastjóri Fjármála og reksturs og Gunnar Fjalar Helgason Stefnumótunar og stjórnunar. Dótturfélög Símans verða Míla, Skjárinn, On- Waves, Staki, Radíómiðun, Talenta og Sensa. Meiri samskipti þótt símtölum fækki Fleiri áskriftir en færri símtöl, færri mínútur og nær jafnmörg smáskilaboð er niðurstaðan þegar litið er til farsímaáskrifta hjá Símanum á árinu Þessi þróun er einmitt sú sem búast mátti við. Með hverjum mánuðinum má sjá hvernig notkun viðskiptavina á fjarskiptatækninni breytist. Fleiri eignast snjallsíma, vafra um netið og kjósa að hafa samskipti við sína í gegnum samfélagsmiðla eins og til að mynda Facebook. Þessi þróun kallar á aukið gagnamagn. Æ fleiri eiga eftir að feta þennan veg, og sífellt oftar, þannig að símtölum um farsímakerfið gæti enn fækkað en það kallar á aukna gagnamagnsnotkun. Þróunin er því minna mælanlegt tal þótt það aukist jafnvel í raun. Hins vegar nýtast fjarskiptakerfin sem aldrei fyrr. Viðskiptavinir kalla á aukið gagnamagn, meiri hraða og möguleika á að komast á netið hvar og hvenær sem er og það þarf að svara þessari breyttu eftirspurn. Farsímanotkun hefur færst yfir í samskipti yfir netið. Símtöl vara stutt eða rétt tæpar þrjár mínútur að meðaltali. Meðalgagnamagnsnotkun jókst í heild um 34,2% og um rétt rúm 29% á 3G netinu á árinu 2013, sem sýnir þessa þróun í hnotskurn. Hlutfall 4G síma á kerfum Símans jókst jafnt og þétt með hverjum mánuði sem leið árið Í lok árs var ljóst að um 10% viðskiptavina voru komnir með 4G símtæki. Í ársbyrjun voru aðeins 2% þeirra með 4G síma. Hjá Símanum var mesta stökkið í þessa átt í aðdraganda jólanna. Þá kynnti Síminn milliliðalausa sölu á iphone 5s og 5c í lok nóvember og hófst hún 13. desember. Þúsundir slíkra síma seldust og um leið hækkaði hlutfall þeirra sem nú nota 4G síma. Síminn hóf uppsetningu 4G kerfisins veturinn 2013 og voru fyrstu sendarnir settir upp á höfuðborgarsvæðinu og í Grímsnesi. Fyrstu viðskiptavinir Símans fóru þá inn á kerfið, en formleg opnun beið til desember G kerfi Símans eflist nú jafnt og þétt í takti við fjölda viðskiptavina sem kjósa snjalltækin sem virka á þessari fjórðu kynslóð farsímasenda Fjöldi hringinga í þjónustuver Símans var á árinu jan. mars Söluráðgjöf Símans svarar að meðaltali rúmum fjögur hundruð símtölum alla virka daga. maí 2012 júlí G 2G 4G sep. nóv jan Um 10% viðskiptavina Símans eru með 4G síma og fjölgar þeim hratt.

11 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA 9 Fleiri áskriftir en færri símtöl, færri mínútur og nær jafnmörg smáskilaboð er niðurstaðan þegar litið er til farsímaáskrifta hjá Símanum. Viðskiptavinir kalla á aukið gagnamagn, meiri hraða og möguleika á að komast á netið hvar og hvenær sem er.

12 10 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - SÍMINN Flestir viðskiptavina Símans voru með 3G og 4G snjalltæki á árinu 2013 eða rúm 54%. Síminn lagði sig fram um að bæta upplifun þeirra og setti upp öflugustu 3G senda sem í boði eru. Sendarnir ná 42 Mb/s og tvöfaldaðist mesti hraði sem býðst á 3G kerfinu við þessa uppsetningu. Það er ljóst að með tíð og tíma leysa 4G símtækin 3G tækin af hólmi. Einnig að sendarnir eiga enn eftir að eflast og hraðinn um þá að aukast. Það sem máli skiptir er þó ekki hvað tæknin heitir heldur að netið virki hratt og vel, ekkert hökt sé á streymi og að viðskiptavinir séu ánægðir með upplifunina. Það er markmið Símans að tryggja viðskiptavinum sínum sterkara samband. iphone 4S vinsælastur snjallsíma Apple-síminn iphone 4S var vinsælasti snjallsíminn meðal landsmanna á árinu Hann var annar algengasti síminn á netum Símans yfir árið. Sex snjallsímar náðu inn á lista yfir tíu vinsælustu síma á landinu en aðeins þrír árið Þá var iphone 4 vinsælastur snjallsíma, í fjórða sæti. Nokia C2-01 var algengastur allra síma á netum Símans yfir árið. Nokia sími sat einnig á toppnum Snjallsímar sækja í sig veðrið Hlutfall snjallsímaeigenda meðal farsímanotenda hækkaði jafnt og þétt og var ekki aðeins meirihluti síma sem seldust í verslunum Símans snjallsímar heldur kaus meirihluti viðskiptavina snjallsíma fyrir 4G kerfið í desember. Þrátt fyrir að snjallsímar hafi sótt í sig veðrið má segja að árið 2013 hafi verið ár spjaldtölvunnar. Ástæðan er sú að hún varð almenn eign landsmanna. Síminn seldi 45% fleiri spjaldtölvur á árinu 2013 en á árinu á undan og verðið lækkaði um tugi þúsunda að meðaltali. Meðalverðið var 118 þúsund krónur árið 2012 en tæpar 86 þúsund krónur árið Vinsæl snjallsímanámskeið Um 440 manns sóttu þau 35 snjallsímanámskeið sem voru haldin hjá Símanum á árinu Kennt var annars vegar á Apple tækin en hins vegar á Android. Fjórir starfsmenn hafa þróað og stjórnað námskeiðunum og staðið sig svo vel að það kom einnig í þeirra hlut að þjálfa starfsmenn söluvers Símans í notkun iphone eftir að Síminn hóf samstarf við Apple veturinn Þegar fólk kaupir sér fyrsta snjallsímann, eins og iphone, áttar það sig ekki á því hvað það er með í höndunum. Námskeiðin opna því nýjan heim og eru frábær leið til að auka upplifun viðskiptavina. Þau endurspegla einnig stefnu Símans um nánd við viðskiptavini. Fólk á öllum aldri sækir námskeiðin. Flest er það fimmtugt og eldra, fólk sem vill vera sítengt og með puttann á púlsinum á því sem er að gerast. Hvert námskeið tekur um klukkustund. Á árinu 2013 voru einnig haldin námskeið utan Símans. Tvö voru sett upp í Arion banka og önnur tvö í Íslandsbanka, eitt á Kirkjusandi og annað á Lynghálsi. Hlutu námskeiðin mikið lof frá starfsmönnum þessara fyrirtækja. Fleiri með Ljósnet en ADSL Ljósnetið leysti ADSL tengingar víða af hólmi á árinu Það er afar góð þróun, enda Ljósnetið margfalt hraðara en ADSL tengingarnar auk þess sem það er stöðugra, því fylgir síður hökt og það bilar sjaldnar. 24% Viðskiptavinir nýta sér í auknum mæli netspjall og vefinn í samskiptum sínum við Símann. Einnig hefur bilunum fækkað. Innhringingar í þjónustuver Símans drógust saman um nærri fjórðung milli áranna 2012 og Ljóst er að ipad ber höfuð og herðar yfir aðrar spjaldtölvur þegar litið er til fjölda tækja á kerfum Símans.

13 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - SÍMINN 11 Ljósnetstengingum fjölgaði um nærri 49% á árinu ADSL tengingum fækkaði hins vegar á sama tíma um nærri sama fjölda en hlutfallslega um 39%. Nú er svo komið að fleiri hafa Ljósnet en ADSL hjá Símanum. Ljósnetið tók fram úr ADSL í nóvember og bilið breikkaði í desember. Auk þess sem hraði nettenginga þeirra sem skiptu úr ADSL yfir í Ljósnet á árinu jókst fjölgaði þeim sem kusu að vera með netáskrift hjá Símanum. Netáskriftum fjölgaði milli áranna 2012 til 2013 um 1,9%. YouTube meðal innlends niðurhals hjá Símanum Erlent niðurhal jókst um 50% frá júní til ársloka Þrátt fyrir það mældist erlent niðurhal minna árið 2013 en árið á undan hjá heimilum í viðskiptum við Símann. Samkvæmt mælingum dróst það saman og er ástæðan sú að í maí hóf Síminn að spegla vinsælt erlent efni, eins og YouTube myndbönd, yfir á innlenda netþjóna til að draga úr álagi á útlandasambönd og auka gæði þjónustunnar. Það tókst svo um munaði. Fyrst og fremst varð breytingin beinn ávinningur fyrir heimili og fyrirtæki í viðskiptum við Símann, því við speglunina mældist erlent niðurhal heimila hjá Símanum 28% minna milli maí og júní. Áherslan á stóra gagnamagnspakka var mikil á árinu Pakkar stækkuðu um allt að fjörtíu prósent hjá Símanum á haustmánuðum sem bættist við ávinninginn samfara spegluninni í maí. Áskriftarleiðirnar eru stöðugt í endurskoðun og aðlagaðar reglulega að þörfum viðskiptavina eftir því sem þær breytast. Mikilvægast fyrir viðskiptavininn er að vera í réttri áskriftarleið, ekki borga fyrir allt of stóra gagnapakka þegar erlend meðalnotkun heimilis mælist um 22 GB á mánuði og aðeins einn af hverjum þúsund viðskiptavina Símans notar yfir 250 GB á mánuði. Allt fyrir öryggið hjá Símanum Árið 2013 verður líklega lengi í minnum haft meðal fjarskiptafyrirtækja vegna umræðu um gagnaöryggi í kjölfar netárásar á eitt fyrirtækjanna. Síminn ítrekar að lögum samkvæmt ber fjarskiptafyrirtækjum að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í 6 mánuði, í þágu rannsókna og almannaöryggis. Síminn leggur ríka áherslu á að fylgja þessum reglum og geymir ekki gögn umfram þau sem lögin kveða á um. Öryggi viðskiptavina er forgangsmál hjá Símanum og félagið starfar í samræmi við ítrustu verklagsreglur og staðla. Má nefna að Síminn fer að verklagsreglum til þess að gæta að leynd, réttleika og aðgengi. Vottað stjórnkerfi upplýsingaöryggis Símans, samkvæmt ISO 27001:2005, nær til fyrirtækjaþjónustu og er Síminn eina íslenska fjarskiptafyrirtækið sem starfar eftir þeim staðli. Farið er eftir PCI staðli vegna geymslu kreditkortaupplýsinga sem tryggir örugg viðskipti um vef. Þá er farið að Mifid innan Símans lögum um rekjanleika samskipta vegna fjármálagjörninga. Reglulegar úttektir eru framkvæmdar allt árið. Áhættumat og ítarlegar innri úttektir eru framkvæmdar reglulega. Að auki innleiddi Síminn fyrst íslenskra fyrirtækja rafræna auðkenningu í farsímum á árinu Fullgild rafræn skilríki hafa verið metin sem öruggasta auðkennið á vefnum. Sjónvarp Símans vex og dafnar vel Saga Sjónvarps Símans er ævintýraleg. Síminn er þekktur víða um heim fyrir að vera meðal þeirra fremstu þegar kemur að sjónvarpi yfir Internetið, IPTV. Viðskiptavinir Símans hafa áttað sig á því að Sjónvarp Símans er eftirsóknarvert enda vex það, þróast og dafnar. Þúsund Mán FreeVod notendur PayVod notendur FreeVod leiga PayVod leiga Sjónvarp Símans VOD leiga Fleiri horfa og horfa meira en greiða sjaldnar. Þúsund

14 12 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA Viðskiptavinir sem kjósa Sjónvarp Símans eru ekki lengur bundnir við sjónvarpstækin heldur geta þeir horft á sjónvarpið í snjalltækjunum sínum á stærsta farsímanetinu og WiFi hvar sem þeir eru staddir.

15 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - SÍMINN 13 Síminn kynnti Tímaflakk (e. Time shifting) fyrst íslenskra dreifingar fyrirtækja í upphafi árs Hægt er að raða saman eigin dagskrá úr efni sem sýnt hefur verið sólarhring aftur í tímann. Þessi virkni er bylting fyrir sjónvarpsáhorfendur hér á landi. Tímaflakkið þróaðist hratt á árinu. Í árslok gátu áhorfendur byrjað upp á nýtt á þáttum sem voru enn í útsendingu í stað þess að bíða eftir að þeir kláruðust eins og áður þurfti. Viðskiptavinum með Sjónvarp Símans fjölgaði talsvert á árinu. Árangurinn má meðal annars rekja til Tímaflakksins en einnig kynnti Síminn Snjallsjónvarp Símans í nóvember. Viðskiptavinir sem kjósa Sjónvarp Símans eru ekki lengur bundnir við sjónvarpstækin heldur geta horft á sjónvarpið í snjalltækjunum sínum á stærsta farsímanetinu og WiFi. Þá býr Sjónvarp Símans yfir einni stærstu myndbandaleigu landsins, SkjáBíói áskrifendur í árslok Ljóst er að fleiri hafa tileinkað sér að nota efnisveitu (VOD) Símans því viðskiptavinum sem horfa á frítt efni í VOD-inu fjölgaði um 10%. Áhorf á innifalið efni jókst í heildina um 26% og hver viðskiptavinur jók áhorf á inniföldu efni um 15,1%. 63% viðskiptavina með Sjónvarp Símans nýta VOD þjónustuna fyrir sjónvarpsefni sem ekki er greitt sérstaklega fyrir. Er það 7% aukning frá árinu Með þessari miklu leigu á efni sem fylgir áskriftinni, ásamt frelsi frá línulegri dagskrá sjónvarpsstöðva með Tímaflakkinu, fækkaði leigu á titlum sem greitt er sérstaklega fyrir um 11,1% á árinu Þeim sem kjósa að leigja fjölgaði þó um 2,8%. Alls 41% viðskiptavina greiða fyrir efni í VOD-inu. Sú þróun er í takti við þá sem við sjáum í gegnum erlendar efnisveitur eins og Netflix, þar sem fólk kýs að greiða eitt afnotagjald fyrir ótakmarkað áhorf. Salan færist á netið Sala í vefverslun jókst um hátt í 120% í krónum talið og sama hlutfall í stykkjum talið. Um 8% af tekjunum kemur nú í gegnum vefverslun samanborið við tæplega 5% í fyrra. Þetta er ánægjuleg þróun því hún færir öllum landsmönnum aðgang að verslunum Símans á sama stað. Sala í verslunum Símans jókst einnig í flestum vöruflokkum á árinu 2013 frá fyrra ári. Vörusalan jókst um 25% á milli ára. Aukning tekna af sölu farsíma var 32% og 34% af sölu GSM aukahluta. Hins vegar jókst sala símtækja aðeins um sjö prósent og því er ljóst að viðskiptavinir völdu dýrari síma á árinu 2013 en áður. Það sannast á því að 25% af sölunni í stykkjum talið voru Samsung Galaxy S4 og iphone 5 og 5S, sem eru helstu flaggskip þessara framleiðenda. Upplýsingatækni og ráðgjöf vex Að minnsta kosti eitt fyrirtæki bættist hvern einasta virka dag ársins við fyrirtækjahópinn í viðskiptum við Símann. Viðskiptavinum fjölgaði um 6,3% á milli ára. Þjónusta Símans í upplýsingatækni og ráðgjöf vex með hverju árinu. Yfir fyrirtæki nýttu við árslok upplýsingatækniþjónustu hjá Símanum og fjölgaði þeim um 330 á árinu. Gullvottun Microsoft og Premier samningur sem tryggir aðgang að færustu tæknimönnum Microsoft hverju sinni eru þáttur í þeirri góðu þjónustu sem veitt er fyrirtækjum í rekstri kerfisþátta hjá Símanum. Fyrirtæki í Vist þurfa ekki að fjárfesta í miðlægum vélbúnaði. Öll gögn sem geymd eru miðlægt á netþjónum Símans eru afrituð og miðlægt heimasvæði tryggir öryggi gagna og aðgang að þeim Með snjallsíma Ekki með snjallsíma Snjallsímar voru í höndum ríflega 43% farsímaeigenda á árinu Hlutfallið hækkaði jafnt og þétt og var ekki aðeins meirihluti síma sem seldust í verslunum Símans snjallsímar heldur kaus meirihluti viðskiptavina snjallsíma fyrir 4G kerfið í desember Tæknileg aðstoð Söluver Reikningaþjónusta Þróun innhringinga í Milli áranna 2012 og 2013 fækkaði símtölum vegna netsins um nær 11%, farsíma um rúm 8%, talsíma um 13% og Sjónvarps Símans um rúm 7%. Vöxtur tekna af Sjónvarpi Símans á árinu 2013 nam 3,5%.

16 14 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - SÍMINN Í Vist hjá Símanum eru fyrirtæki með öll sín leyfismál á hreinu gagnvart miðlægri þjónustu, s.s. netþjónum og tengdum þjónustum. Forsvarsmenn fyrirtækja geta treyst því að hjá Símanum eru þeir í öruggum höndum. Fjölbreytni fyrir fyrirtæki féll í kramið Innleiðing á nýrri Kerfisvist sem felur í sér fjölnotendaumhverfi bættist við vöruframboð til fyrirtækja í viðskiptum við Símann á árinu Kerfisvist mun taka við af Vist. Nýja Kerfisvistin gerir Símanum kleift að bjóða upp á allar nýjustu útgáfur af Microsoft hugbúnaði bæði í framenda- og bakendakerfum Símans. Það bætir aðgengi viðskiptavina stórlega og er grundvallarbreyting á innviðum hýsingarumhverfis Símans. Nú bjóðast viðskiptavinum því ódýrari Microsoft leyfi á netþjónalagi. Fyrirtækjum bauðst einnig að auka öryggi snjalltækja sinna (e. Mobile Device Management/MDM) og Office 365 varð hluti af vöruframboðinu á árinu Það er augljóst að þetta aukna vöruframboð féll viðskiptavinum vel í geð, því hvert fyrirtæki bætti við sig einni þjónustuleið á árinu 2013 frá árinu á undan; fór úr 4,6 þjónustuleiðum í 5,5. Síminn hefur í áraraðir byggt upp farsímakerfin sín með Ericsson, sem er leiðandi fyrirtæki í farsímakerfum í heiminum. Um helmingur allra fjarskiptafyrirtækja notar fjarskiptakerfi frá Ericsson. Samningurinn milli fyrirtækjanna er nú til fimm ára. Stefnt er að uppbyggingu á fullkomnasta farsímakerfi sem völ er á. Við undirritun samningsins í apríl sagði Ann Emilson, framkvæmdastjóri fyrir þjónustu Ericsson við fjarskiptafyrirtæki á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum, að Ericsson fagnaði því að vera treyst fyrir uppsetningu næstu kynslóðar farsímanetsins á Íslandi. Viðskiptavinir gætu notið enn betra farsímasambands og áreiðanlegrar þjónustu. Með þessum samningi styrkjum við enn frekar langtímaviðskiptasamband okkar við Símann, bætti Ann Emilson við. Samstarfið mun leiða til nýrra og spennandi tækifæra fyrir atvinnulífið, samfélagið og heimilin í landinu. Minni þörf fyrir símtalsþjónustu Hvort sem litið er til tæknilegrar aðstoðar, söluvers eða reikningaþjónustu fækkar símtölum í þjónustuver Símans. Þetta er skiljanlegt þegar litið er til allra þeirra þjónustuþátta sem viðskiptavinir geta nýtt til að fá aðstoð án þess að taka upp tólið. Milli áranna 2012 og 2013 fækkaði símhringingum vegna netsins um nær 11%, farsíma um rúm 8%, tal síma um 13% og Sjónvarps Símans um rúm 7%. Ný stefna fyrir betri þjónustu Hundruð starfsmanna fengu nýjan samastað innan húsakynna Símans eftir að skipulagi hans var breytt á árinu. Yfir 120 starfsmenn fluttu til að mynda úr Ármúla 31 í Ármúla 25 og fengu vinnuaðstöðu í opnu rými. Ný stefna var ákveðin í ítarlegri stefnumótunarvinnu. Sett voru skýr markmið til næstu ára þar sem einkennisorð Símans eru: Auðgum lífið. Í sterku sambandi við Símann Dreifikerfi Símans efldist á árinu 2013 frá árinu á undan. Bæði hófst uppbygging 4G kerfisins auk þess sem samið var við Ericsson um afkastameiri 3G senda. Fjölgaði sendum um nærri 10% og aðeins voru settir upp sendar af öflugustu gerð; hvort sem litið er til 3G senda eða 4G. Sendar fjórðu kynslóðarinnar ná 100 Mb/s á meðan öflugustu 3G sendarnir ná nú orðið 42 Mb/s. Netspjall, öflugur þjónustuvefur og þjónustu-app Símans hafa minnkað þörfina fyrir símtals þjónust una. Einnig er ljóst að tæknileg upp bygging Ljósnetsins hefur í för með sér mun minni vandkvæði fyrir viðskiptavini en eru fyrir hendi í eldri tækni. Árið 2013 kynnti þjónustuver Símans þá nýjung að viðskiptavinir sem bíða í símanu eftir að fá þjónustu geta lagt á án þess að detta úr röðinni. Sérfræðingar Símans hringja síðan þegar röðin er komin að viðskiptavininum.

17 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA 15 Áherslan á stóra gagnamagnspakka var mikil á árinu Síminn og Spotify hófu samstarf í ágúst og Premium áskrift Spotify, sem tryggir tónlist í snjalltækin, fylgir öllum Snjall pökkum Símans án endurgjalds í hálft ár.

18 16 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ SÍMANS SAMFÉLAGSÁBYRGÐ SÍMANS Samfélags ábyrgð kom inn í stefnu Símans árið 2008 og varð enn sýnilegri í endurskoðaðri stefnu á árinu 2013 með sérstakri samfélagsvídd. Málaflokkurinn hefur þó snertifleti við aðrar víddir í stefnunni og þar með alla starfsemi fyrirtækisins. Þetta kemur skýrt fram í áherslum Símans í samfélagsábyrgð sem settar voru fram á árinu og veita heildstæða sýn á helstu verkefni og markmið Símans í þessum málaflokki. Framkvæmdastjórn Símans, forstöðumenn og fleiri tóku þátt í vinnunni við að taka áherslurnar saman en umsjón var í höndum sérfræðings Símans í samfélagsábyrgð, sem tók til starfa á árinu. Áherslurnar tengja kjarnann í starfseminni við ábyrgð gagnvart fólki og umhverfi. Með þeim einsetur Síminn sér að hafa ábyrga starfshætti og langtímahugsun að leiðarljósi í störfum sínum. Þetta skapar virði fyrir fyrirtækið sjálft, samfélagið og umhverfið. Í kjölfarið var hafin markviss innleiðing á áherslunum með aðgerðum og árangursmati. Í innleiðingunni er tekið mið af tíu viðmiðum Global Compact verkefnis Sameinuðu þjóðanna og alþjóðastaðlinum ISO um samfélagsábyrgð. Áherslurnar eru í stórum dráttum þessar: Örugg og fagleg þjónusta - Innviðir og dreifing - Fagmennska og heiðarleiki - Öryggi og aðgengi - Ábyrg aðfangakeðja Mannauður Umhverfisvernd Samfélagsþátttaka Samstarf á sviði samfélagsábyrgðar Frá því að Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, var stofnuð árið 2011 hefur Síminn sem stofnaðili átt fulltrúa í stjórn. Á vettvangi Festu geta fyrirtæki lært og miðlað bestu aðferðum við að innleiða ábyrga starfshætti. Festa vill jafnframt stuðla að vitundarvakningu um samfélagsábyrgð fyrirtækja og hvetur til rannsókna á viðfangsefninu í samstarfi við háskólasamfélagið. Opnað var fyrir almenna félagsaðild að Festu á árinu 2013 og á þriðja tug fyrirtækja og stofnana gerðust aðilar. Síminn á einnig fulltrúa í faghópi Stjórnvísis um samfélagsábyrgð. Síminn skrifaði undir UN Global Compact sem er sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Með undirrituninni skuldbindur Síminn sig til að virða alþjóðleg viðmið um samfélagsábyrgð og skila inn árlegum framvinduskýrslum um aðgerðir og árangur í þeim efnum. Síminn tekur einnig þátt í norrænu samstarfsneti UN Global Compact þar sem fyrirtæki á Norðurlöndunum miðla sín á milli árangri og áskorunum í innleiðingu samfélagsábyrgðar. Síminn undirritaði einnig Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact. Sáttmálinn setur fram viðmið um aukið jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna á vinnustöðum og í samfélaginu almennt. UN Women á Íslandi er Símanum innan handar í að ákvarða markmið út frá sáttmálanum. Verkefni í fókus Fjölmörg verkefni má tengja við áherslur Símans í samfélagsábyrgð, s.s. eftirfylgni samkeppnisréttaráætlunar og undirritun sáttar við Samkeppniseftirlitið, innleiðingu á jafnlaunastaðli Staðlaráðs, áhættumat og endurskoðun öryggisstefnu, ókeypis snjallsímanámskeið, endurvinnslu farsíma, stuðning við ýmis verðug samfélagsverkefni og samgöngustyrk til starfsfólks sem kýs umhverfisvæna samgöngumáta til og frá vinnu Samtals tvöhundruð og þrjátíuþúsund heimsóttu heimasíðu átaksverkefnisins Höldum fókus.

19 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ SÍMANS 17 Netöryggi barna og ungmenna Síminn starfar með SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) sem er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun en Heimili og skóli landssamtök foreldra annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins. Síminn tók þátt í yfirgripsmikilli könnun SAFT um netnotkun barna og unglinga á Íslandi 2013 og studdi útgáfu og dreifingu netheilræða (saft.is/heilraedi). Fulltrúar SAFT njóta góðs af ráðgjöf sérfræðinga Símans á sviði netöryggismála og þróunar í fjarskiptum og upplýsingatækni. Græn framtíð farsíma Síminn, Pósturinn og Græn framtíð stóðu saman að farsímasöfnunarátaki meðal landsmanna desember undir yfirskriftinni Græn framtíð farsíma. Gömlum og biluðum símum var gefið framhaldslíf í gegnum endurnýtingu og endurvinnslu og vakin var athygli á mikilvægi þess að koma farsímum og öðrum raftækjum í endurvinnslu með umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Söfnunin hlaut afar góðar viðtökur því alls söfnuðust farsímar. Andvirði símanna rann til góðra málefna og voru fjögur sett í fókus: Hjálparsími Rauða krossins 1717, Stígamót, Skógræktarfélag Íslands og Samhjálp. Síminn heldur áfram að taka á móti farsímum til endurvinnslu í verslunum sínum. Höldum fókus Árvekniátakið Höldum fókus var sett af stað með gagnvirku myndbandi á vefnum sumarið 2013 af Símanum í samstarfi við Samgöngustofu og framleiðslufyrirtækið Tjarnargötuna. Herferðinni var ætlað að undirstrika mikilvægi þess að ökumenn haldi fókus í umferðinni og láti ekki síma trufla sig meðan á akstri stendur. Herferðin gekk út á gagnvirkni á milli áhorfandans, myndbandsins sem tengt var við Facebook-prófíl áhorfandans og farsíma viðkomandi. Í kjölfar myndbandsins birtist áskorun til áhorfenda um að halda fókus og gæta öryggis í umferðinni með því að láta ekki síma trufla sig við aksturinn. Mikil dreifing varð á myndbandinu á samskiptamiðlum, heimsóknir inn á Höldum fókus herferðina námu um 230 þúsund og fjöldi tölva sem notaðar voru til þess voru um 145 þúsund. Rúmlega 25 þúsund manns tóku áskoruninni og um 35 þúsund deildu myndbandinu. Árangurinn af Höldum fókus má tengja við rannsóknir sem hafa sýnt mælanlegan mun á milli ára hvað varðar viðhorf fólks og hegðun þegar kemur að símnotkun meðan á akstri stendur. Í viðhorfskönnun sem Capacent gerði fyrir Samgöngustofu í lok árs 2012 þar sem fólk var spurt hvort það tali, oft, stundum, sjaldan eða aldrei í farsíma án handfrjáls búnaðar meðan á akstri stendur kom í ljós að innan aldurshópsins ára sögðust 22% gera það oft. Í könnun sem gerð var í desember 2013, þ.e. eftir herferðina, mátti sjá afgerandi mun í þessum aldurshópi en þá var hlutfall þeirra sem sögðust tala oft í farsíma undir stýri komið niður í 8%. Höldum fókus hefur hlotið nokkrar viðurkenningar, m.a. Almannaheillaverðlaun ÍMARK í samkeppni um íslensku auglýsingaverðlaunin Verkefnið bar sigur úr bítum í flokknum Besta markaðsherferðin á netinu þegar vefverðlaunin 2013 voru veitt af Samtökum vefiðnaðarins. Herferðin var jafnframt tilnefnd til verðlauna í flokknum Frumlegasti vefurinn. Stuðningur við fjölbreytt samfélagsverkefni Síminn tekur þátt í samfélagsverkefnum með það að markmiði að auðga lífið. Haft er að leiðarljósi að þátttaka í samfélagsverkefnum byggi á þeirri þekkingu og þjónustu sem er til staðar innan Símans. Styrkveitingar eru því fyrst og fremst í formi þjónustu í fjarskiptum og upplýsingatækni og áherslan er sú að styrkja íslensk líknar- og góðgerðarfélög með þessum hætti. Styrktarstefnan snýr einnig að því að gera starfsfólki kleift að láta gott af sér leiða og þannig auðga líf sitt og annarra. Um þrjátíu góðgerðar- og líknarfélög nutu mánaðar legra fjarskiptastyrkja á árinu Auk þess stóð Síminn á bak við nokkrar símasafnanir, s.s. Á allra vörum, Fiðrildafögnuð UN Women og söfnunarátak SÁÁ fyrir viðbyggingu við Vog. Síminn var bakhjarl söfnunarhlaupsins Meðan fæturnir bera mig sem fram fór í Öskjuhlíð 1. júní. Starfsmenn Símans voru hvattir til þátttöku í hlaupinu og hlaupavörslu. Alls söfnuðust kr. í sjóðinn Blind börn á Íslandi. Síminn hét einnig á starfsfólk sitt sem tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst, hvatti starfsmenn til að gefa blóð á vinnutíma og til að leggja Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur lið í styrktarúthlutunum fyrir jólin. Síminn tók þátt í Geðveikum jólum með því að setja saman lag og myndband í jólalagakeppni 12 fyrirtækja til styrktar geðræktarmálum. Lagið var kynnt í útsendingum RÚV í desember og safnaði samtals kr. Heildarsöfnunarupphæðin var kr. Annað árið í röð tók Síminn þátt í vitundarvakningu meðal framhaldsskólanema um tækifærin sem felast í tæknimenntun. Er þetta gert til þess að fjölga tæknimenntuðu fólki, ekki síst konum, í þau fjölmörgu störf sem skortir fólk með tæknilegan bakgrunn. Þetta er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Símans, Íslandsbanka, Össurar, Actavis, Nýherja, CCP, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Síminn studdi útgáfu Rauða krossins á Íslandi á skyndihjálparappi sem kennir landsmönnum að bregðast rétt við í neyð. Appið er gjaldfrjálst. Síminn studdi einnig við framkvæmd verkefna á sviði menningar og íþrótta, s.s. Reykjavík International Games, fótboltamót stúlkna (Símamótið), Hönnunarmars, Listahátíð í Reykjavík, Iceland Airwaves og Reykjavík International Film Festival.

20 18 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 HÁPUNKTAR SÍMANS 2013 HÁPUNKTAR SÍMANS 2013 Síminn tryggir sér 4G Síminn tryggði sér 2x15 MHz á 1800 MHz tíðnibandinu í uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar. Síminn er nú með 2x30 MHz á 1800MHz. (13. mars) Ráðuneytin áfram hjá Símanum Öll ráðuneyti landsins og Fjársýsla ríkisins verða áfram með fjarskiptin hjá Símanum. Samningur til þriggja ára var handsalaður í maí. (14. maí) Janúar Mars Apríl Maí Júní Tímaflakkið byltir íslensku sjónvarpi Síminn kynnti Tímaflakk fyrst allra fyrirtækja á Íslandi. Tímaflakkið er bylting í íslensku sjónvarpi sem gerir áskrifendum Sjónvarps Símans kleift að horfa á allt sem sent hefur verið út síðustu 24 stundirnar á völdum stöðvum. 4G kerfi Símans frá Ericsson Síminn samdi í apríl við fjarskiptarisann Ericsson til fimm ára um uppbyggingu 4G kerfis til að efla dreifikerfið á landsvísu enn frekar. Einnig um að tvíefla 3G kerfið sem nær mest 42 Mb/s. (10 apríl) Stærsti mánuður vefverslunar Salan í vefverslun Símans nærri tvöfaldaðist í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Árangurinn mátti rekja til forsölu Samsung Galaxy S4 og var apríl stærsti mánuður vefverslunarinnar hvað varðar stykkjatölu og sá mesti í veltu. Aldrei fleiri kosið Ljósnet Nýtt met var slegið innan Símans! Aldrei höfðu fleiri fengið uppsett Ljósnet á einum mánuði eins og raunin var í júní. Mánuðurinn var ekki aðeins sá stærsti heldur mældist vika 24 stærsta einstaka vikan. (Lok júní) (11. janúar) Sáttmáli SÞ undirritaður (Lok maí) Síminn ritaði í apríl undir Ljósnetið á landsbyggðina Ljósnet komst á 53 nýja þéttbýlisstaði á landsbyggðinni á árinu. Síminn ákvað að uppfæra símstöðvar þeirra svo Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja. (11. apríl) að öll heimili í kílómetra línulengd frá símstöð fengju háhraðanet. (28. janúar)

21 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 HÁPUNKTAR SÍMANS Lægra verð í Evrópu Reikiverð til viðskiptavina Símans innan landa Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins þegar hringt var heim lækkaði um 22% þann 1. júlí. Móttekin símtöl lækkuðu um 19,6%, SMS um 18,0% og gagnamagn (MB) um 38,1%. (1. júlí) Vottað upplýsingaöryggi í Ármúla 25 Ármúla 25 var skipt upp í 5 öryggissvæði á sama hátt og gert var í Ármúla 31 svo að Síminn haldi vottun um stjórnkerfi upplýsingaöryggis skv. staðlinum ISO27001:2005. (20. október.) Undirritun jafnréttissáttmála Síminn undirritaði Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact. Sáttmálinn varðar aukið jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna á vinnustöðum og í samfélaginu almennt. (14. nóvember) 4G í loftið 4G fyrir farsíma fór í loftið á nokkrum stöðum á höfðuborgarsvæðinu. Hraðinn var allt að 100 Mb/s við bestu aðstæður. Prófanir stóðu í rúman mánuð áður en viðskiptavinum var hleypt inn á kerfið. (6. desember) Sjónvarp Símans í snjalltækin Sjónvarp Símans varð Græn framtíð farsíma Öflugustu 3G sendar Símans settir upp Betra samband með Farice Síminn samdi við Farice um að aðgengilegt í snjallsímum og spjaldtölvum með appi. Eina Síminn í samstarfi við Póstinn og Græna framtíð gaf gömlum Nítján 3G sendar af hrað tryggja netsamband Símans sem viðskiptavinir þurftu og biluðum símum í skúffum virkustu gerð voru settir upp við umheiminn til ársloka að gera var að sækja appið og geymslum framhaldslíf hjá Símanum fyrir sumarið Síminn margfaldar í Play Store eða App Store um leið og landsmönnum Þeir ná 42 Mb/s og eru tvöfalt bandbreidd úr landi miðað og samtengja áskriftina að gafst tækifæri til að styrkja hraðvirkari en hröðustu við það sem nú er. Sjónvarpi Símans. gott málefni farsímar forverarnir. (1. júlí) (16. október) (20. nóvember) söfnuðust (5. desember) Júlí Ágúst Október Nóvember Desember 30 þúsund flettingar á Símamótsvefnum gestir Símamótsins og aðstandendur þeirra flettu 30 þúsund sinnum farsímavefnum, m.simamotid.is, sem er sá fyrsti sem gerður hefur verið fyrir fótboltamót ungmenna hér á landi. ( júlí) Höldum fókus sló í gegn Höldum fókus, gagnvirkt samstarfsátak Símans og Samgöngustofu, sló í gegn í júlí. 230 þúsund tengdust því í gegnum Facebook aðgang sinn og sáu ungu konuna Áróru lenda í bílslysi vegna símnotkunar. Átakið var valið besta markaðsherferðin á netinu af samtökunum SVEF á Íslensku vefverðlaununum auk þess sem það hlaut Almannaheillaverðlaun Ímark. Spotify í lið með Símanum Síminn og Spotify hófu samstarf í ágúst. Premium áskrift Spotify, sem tryggir tónlist í snjalltækin, fylgir öllum Snjallpökkum Símans án endurgjalds í hálft ár. Viðskiptavinir geta einnig greitt áskrift að Spotify Premium hjá Símanum. (21. ágúst) Rafræn skilríki í farsímana Öll ný SIM-kort frá Símanum urðu skilríkjahæf rétt eins og debetkort. Fullgild rafræn skilríki hafa verið metin öruggustu auðkennin í boði fyrir almenning. (21. nóvember) Milliliðalaust samband við Apple Síminn komst í hóp viðurkenndra endursöluaðila Apple. Frá og með 13. desember seldi Apple í fyrsta sinn síma sína beint til Símans. Verð fyrir iphone 5s og 5c lækkaði um tugi þúsunda. (29. nóvember) Þjónustuvísitalan í hæstu hæðum Þjónustuvísitala Símans hafði aldrei mælst hærri en fyrir nóvembermánuð Verslunin í Ármúla mældist hæst með 81,9 stig. Hinar verslanir Símans fylgdu þar fast á eftir. (30. nóvember) Bakhjarl Rauða krossins Rauði krossinn og Síminn tóku höndum saman og íslenskuðu skyndihjálparapp hjálparsamtakanna og gáfu landsmönnum svo þeir gætu brugðist rétt við í neyð. (6. desember) Gleðileg jól á jóladag Síminn bauð viðskiptavinum sínum að hringja án endurgjalds úr heimasímum sínum í vini og vandamenn utan landsteinanna á jóladag eins og síðustu ár. Vinir og vandamenn í Bandaríkjunum fengu flest símtöl. (25. desember) (23. júlí)

22 20 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - ONWAVES On-Waves ehf. er dótturfélag Símans hf. og sérhæfir sig í farsímaþjónustu um borð í skipum um allan heim. Árið 2013 veitti félagið hundruðum skipa á flestum heimshöfum þjónustu, allt frá Norður-Grænlandi til Suðurheimskautsins. On-Waves gefur farþegum og starfsmönnum skipa möguleika á því að vera í stöðugu sambandi við sína nánustu hvar og hvenær sem er í gegnum kerfi On-Waves og Símans. Allur rekstur félagsins er erlendis og eru tekjur félagsins eingöngu í Bandaríkjadölum og Evrum. Félagið er með starfsmenn í sex löndum víðsvegar um heiminn og þjónustar skipaeigendur sem og rekstraraðila skipa í Evrópu, Asíu, Afríku og Norður-Ameríku. Rekstrarárið 2013 einkenndist af aðhaldi í rekstri, uppgjörum vegna eldri mála jafnt sem endurskoðun á stefnu fyrirtækisins fram á við. Félagið kynnti á árinu 2013, búnað sinn On- Waves Access Unit sem gerir því kleift að bjóða þjónustu sína á hvaða stærð af skipum sem er, hvort sem um er að ræða stór farþegaskip, fraktskip, iðnaðarskip, fiskiskip eða minni snekkjur. Rekstur félagsins batnaði mikið á árinu 2013 í samanburði við undanfarin ár og er það fyrst og fremst vegna aukins aðhalds og breyttrar samsetningar tekna félagsins með tilliti til tekjuskiptingasamninga (e-revenue sharing). Samkeppni um þjónustu fyrir millilandaferjur og skemmtiferðaskip hefur aukist til muna undanfarin ár en upphaflega þjónustaði félagið nánast eingöngu stærri skip eins og ferjur og skemmtiferðaskip. Undanfarið hefur markaðshlutdeild On-Waves minnkað í stærri skipum en aukist í minni skipum, til dæmis iðnaðarskipum við olíuvinnslu og fraktskipum. Með tilkomu On-Waves Access Unit getur félagið sótt á markaði sem áður komu ekki til greina. Félagið er í samstarfi við nokkra af stærstu gervihnatta þjónustuaðilum í heiminum sem eru þegar með þúsundir iðnaðar- og fraktskipa á sinni könnu og munu þeir endurselja búnað og þjónustu félagsins ásamt því að félagið er með beina sölu til skipafélaga og rekstrarfélaga skipa. Tæknileg framþróun á farsímaþjónustu um borð í skipum hefur aukist til muna undanfarin ár með tilkomu aukinnar bandbreiddar í gegnum gervihnetti. Samhliða tæknilegri framþróun hefur þjónustuúrval á úthöfum aukist umtalsvert undanfarin misseri. Augljóst er að samkeppni er vaxandi á þeim markaði sem On-Waves starfar og að tækni hefur að sama skapi fleygt fram. Það er ljóst að farsímaþjónusta um borð í skipum um allan heim er komin til að vera og mun aukin krafa starfsfólks, stéttarfélaga og þjónustuaðila leiða til þess að uppsetning á búnaði sem gerir fólki kleift að notast við farsíma sína hvar og hvenær sem er mun halda áfram á næstu árum. On-Waves ætlar sér að verða leiðandi fyrirtæki í farsímaþjónustu um borð í skipum um heim allan og brúa bilið milli lands og sjávar. Framkvæmdastjóri On-Waves er Kristinn Ingi Lárusson.

23 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - RADÍÓMIÐUN 21 Radíómiðun byggir á gömlum grunni og var stofnað árið Í fyrstu sérhæfði félagið sig í sölu og þjónustu á siglinga- og fiskileitartækjum og síðar í fjarskiptabúnaði til nota bæði til sjós og lands. Aðaláhersla félagsins frá fyrstu tíð hefur verið þjónusta við sjávarútveg. Síminn keypti fjarskiptahluta Radíómiðunar 2006 til þess að efla þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og sækja fram með nýjar vörur og þjónustu fyrir þann markhóp. Árið 2007 var VSAT þjónustu hleypt af stokkunum og gafst skipum þá fyrst möguleiki á sítengdu háhraðasambandi um gervihnött, sem flutti bæði tal og gögn. Þjónustan er veitt í gegnum jarðstöð Símans, Skyggni, og var mikil bylting bæði í tali og gagnahraða í samanburði við aðra eldri fjarskiptamiðla. Radíómiðun hefur gegnt lykilhutverki í innleiðingu nýrra fjarskipta- og hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútveg í samstarfi við Símann. Radíómiðun sér um sölu, uppsetningu og þjónustu fjarskiptabúnaðar fyrir sjávarútveginn og sér um rekstur á IP símkerfum, sjónvarpskerfum og hugbúnaðarlausnum fyrir skipaflotann. Auk þessa sér Radíómiðun um innflutning á fjölbreyttum notendabúnaði sem styður við þjónustu fyrirtækisins. Við árslok 2013 var nánast lokið við að setja upp farsímasenda í öll stærri skip íslenska flotans en með þeirri tækni gefst áhöfnum íslenskra skipa tækifæri til að vera í samskiptum í gegnum farsíma sína um borð eins og þeir væru staddir í landi. Þessi þjónusta er einsdæmi í heiminum og hefur fengið frábærar móttökur hjá viðskiptavinum. Rekstur félagsins stendur á traustum grunni og mikil tækifæri felast enn í þróun lausna fyrir sjávarútveg. Radíómiðun hefur ávallt lagt mikla áherslu á náið samband við viðskiptavini og þannig byggt upp lausnir og þjónustu sem sérsniðin er að þeirra þörfum. Framkvæmdastjóri Radíómiðunar er Þröstur Ármannsson.

24 22 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - STAKI Staki Automation ehf. er þjónustu fyrirtæki á sviði hugbúnaðar- og verkfræði. Fyrirtækið er til húsa í Ármúla 27 og hjá því starfa að jafnaði um 20 manns, auk verktaka. Aðaláhersla Staka frá stofnun félagsins hefur verið á það að brúa bilið milli hefðbundinnar verkfræðivinnu og hugbúnaðargerðar. Staki hefur á að skipa sérfræðingum sem þekkja vel til beggja heima. Staki er markaðsdrifið fyrirtæki og verður að laga sig að breyttum aðstæðum. Árið 2013 einkenndist af sveiflum þar sem verkefni voru af skornum skammti fyrir verkfræðisvið félagsins á meðan hugbúnaðarsérfræðingar Staka voru upp fyrir haus í verkefnum. Fjölgun varð á því sviði um þrjá starfsmenn, á meðan fækkun varð á verkfræðisviðinu um jafnmarga. Staki gerði samning við ABB í Sviss árið 2010 um forritun stýringa í aðveitustöð ISAL. Sú vinna sem þar hefur verið unnin sýnir að starfsmenn Staka eru í fremstu röð sérfræðinga þegar kemur að iðnstýringum á þessu sviði. Stærsta verkefni hugbúnaðarsviðsins á árinu var forritun vegna yfirfærslu stofnnetsins frá Símanum til Mílu en auk þess verður að nefna hugbúnaðarþróun og viðhald fyrir ISAL sem einnig skipaði stóran sess hjá Staka. Sett var upp nýtt svið, þjónustusvið, á árinu. Meginverkefni sviðsins er þjónusta við viðskiptavini Staka, sem eru um 400, flestir á sviði rafrænna viðskipta en hvatinn að stofnun sviðsins er samningur við Mílu um þjónustu við kerfi félagsins. Reikningamiðlari Staka er hugbúnaður sem þróaður hefur verið á móti SAP kerfinu. Hann gerir fyrirtækjum kleift að senda og taka móti rafrænum reikningum. VÍS keypti þennan reikningamiðlara á árinu og gerði jafnframt samning við Staka um aðstoð við innleiðingu rafrænna reikninga hjá félaginu. Það verður áskorun fyrir stjórnendur að finna ný verkefni á verkfræðisviðinu sem þýðir að Staki mun leita á ný mið. Meiri áhersla verður lögð á hugbúnaðarþáttinn í starfseminni, auk þess að efla þjónustuframboð félagsins. X.400 þjónustan mun ganga í endurnýjun lífdaga en boðið verður upp á brú milli XML forms rafrænna skjala og EDI- FACT, sem þýðir að þeir sem enn nota X.400 til rafrænna viðskipta, geta haldið því áfram og nýtt enn betur þessa fjárfestingu sína. Skil milli iðntölvustýringa/forritunar og hefðbundinnar hugbúnaðargerðar eru sífellt að minnka. Stefna Staka miðar að því að sérhæfa sig í vinnu fyrir framleiðslufyrirtæki og aðgreina sig frá öðrum með því að brúa bilið milli heima iðntölva og hugbúnaðargerðar. System Platform frá Wonderware er hugbúnaðarrammi sem gerir þetta kleift og hafa starfsmenn Staka unnið markvisst að því að auka þekkingu sína á kerfinu og stefnt er að enn frekari landvinningum á þessu sviði. Framkvæmdastjóri Staka er Jón Eyfjörð Friðriksson. Á sviði rafrænna viðskipta var tekin ákvörðun um breytingu á högun þjónustunnar en frá mars 2014 verður viðskiptavinum boðið upp á miðlægan rekstur á X.400 pósthúsi sínu, auk aðgangs að hugbúnaði sem þýðir skeyti á milli staðla. Þannig munu núverandi viðskiptavinir í X.400 geta átt samskipti við aðra, utan X.400, án mikilla breytinga.

25 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - TALENTA 23 Talenta er upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf, innleiðingu, þjónustu og þróun á SAP viðskiptahugbúnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 út frá SAP deild Símans. Markmiðið með stofnun félagsins var að nýta þann mannauð sem Síminn býr að með SAP sérfræðingum fyrirtækisins til að þjónusta fyrirtæki utan samstæðunnar og auka þannig ytri tekjur Skipta. Skipti og tengd félög eru enn mikilvægasti viðskiptavinur Talenta og koma um 55% tekna félagsins frá samstæðunni. Aðrir mikilvægir viðskiptavinir Talenta eru meðal annars tryggingafélög, skipafélög, bankar og lyfjafyrirtæki. Margir viðskiptavina Talenta kjósa að nýta sér þá alhliða SAP þjónustu sem Talenta getur veitt þeim og þannig spara fjárfestingu í sérhæfðum starfsmönnum við rekstur á kerfinu. Talenta er með um tíu starfsmenn og saman hafa þeir mikla reynslu í rekstri, þróun og ráðgjöf í SAP. Með samningum við Talenta geta fyrirtæki einbeitt sér að kjarnarekstri sínum og nýtt sér reynslu SAP sérfræðinga Talenta við rekstur, þróun og þjónustu við SAP kerfið. Talenta leggur mikið upp úr góðu sambandi við SAP heiminn og er með gott viðskiptasamband við stærri SAP ráðgjafafyrirtæki utan Íslands. Þessi sambönd nýtast viðskiptavinum Talenta þegar upp koma sérstaklega sérhæfð verkefni sem þá er hægt að vinna í samvinnu milli Talenta og samstarfsaðila. Á árinu 2013 gerði Talenta beinan samning við SAP um aðgang að SAP PartnerEdge Program. Samningurinn er ætlaður smærri SAP þjónustufyrirtækjum sem ekki eru að selja SAP leyfi. Með samningnum fær Talenta beinan innri-aðgang að SAP sem nýtist félaginu við endurmenntun starfsmanna og sem upplýsingaveita um stefnu- og þróun SAP til framtíðar. Rekstur Talenta byggir á sérhæfðri reynslu og þekkingu starfsmanna og leggur félagið mikið upp úr reglulegri endurmenntun með námskeiðum og ráðstefnum. Félagið og starfsmenn móta í sameiningu endurmenntunarstefnu fyrir hvern starfsmann með það að markmiði að viðhalda og auka sérhæfingu og hæfni starfsmanna. Aðgangur að SAP PartnerEdge Program er mikilvægur hlekkur í endurmenntunarstefnu félagsins. Árið 2013 var ágætt ár í rekstri Talenta. Tekjur félagsins hækkuðu um 13%. Tekjuaukninguna má rekja til góðrar almennrar verkefnastöðu auk stærri verkefna eins og innleiðingar á SAP BPC (Businss Planning and Consolidation) hjá Skiptum. Útlitið er gott fyrir árið Líkur eru á náttúrulegum tekjuvexti þar sem fyrir liggur að nýir viðskiptavinir bætist í hóp viðskiptavina Talenta auk þess sem verkefnastaða er góð hjá núverandi viðskiptavinum. Nýjar vörur í SAP eins og SAP BPC eru að ná athygli viðskiptavina en einnig eru tækifæri í breytingum sem eru að verða á umhverfi upplýsingatæknireksturs. Aukin áhersla fyrirtækja á skýþjónustur og útvistun á rekstri upplýsingatæknikerfa skapar tækifæri fyrir Talenta. Talenta er byggt upp til þess að auka nýtingu á SAP sérfræðingum og hefur félagið góða reynslu af SAP rekstrarþjónustu fyrir mismunandi fyrirtæki. Aukin samnýting í kerfisrekstri og útvistun upplýsingatækni hentar því Talenta vel sem sérhæfðum þjónustuaðila að SAP. Framkvæmdastjóri Talenta er Þorvarður Sveinsson. 13% Tekjur Talenta hækkuðu um þrettán prósent á milli ára. 55% 55% tekna Talenta koma frá samstæðunni.

26 24 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - SENSA Sensa ehf. er þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á að bjóða virðisaukandi samskiptalausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Lausnir þar sem samtvinnað er hljóði, mynd og öðrum gagnasamskiptum á aðgengilegan, afkastamikinn og öruggan hátt. Dæmi um lausnir sem eru í boði til fyrirtækja: Samvinnulausnir (e. Collaboration) eru í því hlutverki að auðvelda samskipti milli samstarfsaðila og auka þjónustu við viðskiptavini með því að samtvinna samskipti í tali, mynd og öðrum gagnaleiðum. Netkerfið er grunnurinn sem allt byggist á. Með því að tryggja rekstraröryggi netsins, afköst og öryggi gagnvart utanaðkomandi vá, tryggjum við að samskipti fyrirtækisins með símkerfi, myndfundakerfi, samvinnukerfi svo og samskipti yfir netið með öðrum hætti séu örugg og afkastamikil. Gagnaverslausnir eru miðpunktur í rekstri fyrirtækja. Þar fer vinnsla og geymsla gagna fram og kröfur um öryggi og afköst eru mestar. Árangur í samkeppni byggir ekki síst á áreiðanlegum, skjótum og sveigjanlegum aðgangi að upplýsingum og öruggum samskiptum. Þróunin sýnir að samstreymi (e. Convergence) upplýsinga á hvaða formi sem er (t.d. tal, mynd, gögn ) og lausnir sem að því snúa, eins og t.d. IP símalausnir, eru veigamikill þáttur í góðum árangri. Innra og ytra netkerfi fyrirtækja skipa lykilhlutverk í að tryggja að svo megi vera. Netkerfið og þær lausnir sem að því snúa, skila ekki hámarksárangri, sama hve miklu er varið í vél- og hugbúnað kerfisins, ef ekki er til staðar mikilvægur hlekkur, sérfræðingur í samskiptalausnum, sem með þekkingu og reynslu tryggir að heildin vinni vel saman og hámarksárangur sé tryggður. Sensa leggur áherslu á lausnir sem eru virðisaukandi fyrir viðskiptavini fyrirtækisins, falla inn í krefjandi umhverfi og henta kröfuhörðum viðskiptavinum. Til að standa undir slíkum lausnum er lögð rík áhersla á traust samband við viðskiptavini og samstarfsaðila. Mörg stærstu fyrirtæki og stofnanir landsins hafa gert samning við Sensa um þjónustu, varabúnað, hugbúnaðaruppfærslur á netbúnaði og aukna ábyrgð með útskiptimöguleikum. Aldrei meiri velta Árið 2013 var veltumesta ár félagsins frá stofnun þess. Gífurleg aukning var í sölu öryggislausna og þráðlausra lausna sem styðja við BYOD og þjónustu því tengdu. Árið 2009 hóf Sensa undirbúning á að bjóða lausnir er snúa að gagnaverum fyrirtækja; um var að ræða öflugar miðlaralausnir frá Cisco (UCS) og gagnageymslur frá NetApp. Mikil vinna var lögð í að tryggja að bakgrunnur þess lausnaframboðs sé í fremstu röð á markaðinum. Þessi vinna byrjaði að skila sér árið 2012 og á árinu 2013 unnust margir mikilvægir sigrar, sem styðja góða stöðu Sensa í slíkum lausnum. Sensa með Cisco Gold á Íslandi Cisco Gold Partner vottunin var staðfest sjöunda árið í röð og er Sensa eina félagið á Íslandi sem hefur hlotið slíka vottun. Þá hefur Sensa hlotið gullstjörnu Cisco fyrir Customer satisfaction excellence óslitið frá árinu Gold Partner vottun hjá Cisco Systems (Cisco Certified Gold Partner) er æðsta vottun sem Cisco veitir sínum samstarfsaðilum. Vottunin staðfestir þekkingu og hæfni fyrirtækisins í IP samskiptalausnum, ásamt því að ferlar og vinnubrögð uppfylli strangar kröfur Cisco. Það er meðal annars sannreynt í árlegri úttekt sem Cisco gerir hjá Sensa. 7 Sjö tæknimenn Sensa hafa náð hinni torfengnu CCIE gráðu (Cisco Certified Internetworking Expert) sem er ein sú eftirsóttasta í netheimum.

27 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - SENSA 25 Cisco Gold Partner vottunin gefur einnig til kynna þekkingarstig innan fyrirtækisins. Sjö tæknimenn Sensa hafa náð hinni torfengnu CCIE gráðu (Cisco Certified Internetworking Expert) sem er ein sú eftirsóttasta í netheimum. Fyrir viðskiptavini Sensa, tryggir þetta að kjör á búnaði verða þau bestu sem völ er á og aðgangur að tæknilegri þekkingu er mjög góður. Þar sem mjög strangar kröfur eru gerðar varðandi ferla og gæðastýringu Gold Partner Certified fyrirtækja, tryggir þessi staða að viðskiptavinir Sensa fá vottaða þjónustu. Meðal framúrskarandi fyrirtækja Sensa er eitt af framúrskarandi fyrirtækjum Creditinfo og hefur hlotið slíkan titil frá því að Creditinfo fór að veita hann fyrir árið í netlagið, skapar spennandi og skemmtileg tækifæri. Helsta ógnin felst í að flækjustigið og þekkingaruppbygging haldist ekki í hendur. Þörfin á góðri ráðgjöf sem byggir á þekkingu og reynslu er mikil og á eftir að aukast. Hjá Sensa ehf. starfar 25 manna öflug liðsheild sem er blanda af reynsluboltum og ungum áhugasömum liðsmönnum. Rúmlega fjórðungur hefur starfað hjá félaginu í 10 ár eða lengur. Áhersla hefur verið að fjárfesta í þekkingu sem nýtist sem virðisauki til viðskiptavina. Ein lykilhæfni Sensa er í að byggja upp þekkingu starfsmanna. Þetta kemur meðal annars fram í þeim vottunum sem félagið hefur áunnið sér eins og Cisco Gold Partner og vottunum einstaklinga, en sjö starfsmenn bera CCIE merki. Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu á fyrirtækjamarkaðnum og meðal þeirra krafna sem litið er til eru eftirfarandi: Að hafa skilað ársreikningum til RSK fyrir rekstrarárin 2010 til 2012, að sýna rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð og að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð. Einnig að minna en 0,5% líkur séu á alvarlegum vanskilum. Sensa er stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Árið 2013 var Sensa einnig í þriðja sæti sem fyrirtæki ársins hjá VR. Það sýnir samstöðu og styrk innan fyrirtækisins. Tækifæri í upplýsingatækni Tækifæri til framtíðar eru mörg. Við stöndum á þröskuldi nýrrar byltingar í upplýsingatækni, þar sem leitað er að lausnum sem gera meira fyrir minna með færra fólki á sama tíma og fyrirtæki byggja samkeppnisforskot sitt á nýtingu upplýsingatækni. Flækjustigið eykst dag frá degi og þótt mörgum sé orðið tamt að taka sér í munn orð eins og Skýið, Internet of everything og BYOD eru færri sem hafa þekkingu og hæfni til að tileinka sér það sem að baki liggur. Sú staðreynd að vitið í upplýsingakerfum er að færast niður Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi í samskiptalausnum þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að veita faglega ráðgjöf og þjónustu. Framkvæmdastjóri Sensa er Valgerður H. Skúladóttir. Sensa einnig í Danmörku Dótturfélagið Sensa AS er starfrækt í Danmörku. Félagið varð til árið 2012 við samruna Sensa DK og EDC. Við samrunann varð til eining sem býður upp á lausnir og ráðgjöf á sviði samskiptalausna og stýringa, sem er kjarninn í því sem kallað er Internet of Everything. Fjórtán manns starfa hjá Sensa AS. Framkvæmdastjóri er Thomas Skovby.

28 26 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - MÍLA MÍLA Míla ehf. er dótturfélag Skipta sem byggir upp og rekur víðfeðmasta og eitt fullkomnasta fjarskipta net á Íslandi. Míla sér fjarskipta-, síma- og af þreyingar fyrirtækjum fyrir aðstöðu og dreifileiðum um net ljósleiðara og koparstrengja. Félagið tengir byggðir landsins við umheiminn og er lífæð sam skipta. Míla er mikilvægur hlekkur í öryggi fjar skipta; hvort sem er á láði, lofti eða legi. Míla er í einstakri stöðu sem eigandi öflugasta fjarskiptanets landsins. Það er skylda Mílu að veita heimilum landsins aðgang að tengingum um stofnnetið. Útnefning Póst- og fjarskiptastofnunar gildir til 30. júní 2014, með heimild til framlengingar til 31. desember Páll Á. Jónsson var framkvæmdastjóri Mílu á árinu 2013 og lauk störfum í árslok. Gunnar Karl Guðmundsson tók við á nýju ári. Aðrir í framkvæmdastjórn eru: Auður Inga Ingvarsdóttir lögfræðingur, Eva Magnúsdóttir, forstöðumaður þjónustu, Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Þróunar, Ingvar Hjaltalín Jóhannesson, forstöðumaður Flutningsnets, Kristinn Ingi Ásgeirsson, forðstöðumaður Aðgangsnets og Sigrún Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Fjármála. Hjá Mílu starfa 104 starfsmenn að því að tryggja örugg samskipti, öfluga þjónustu og ráðgjöf. Starfsfólkið leitar bestu lausnanna og er Míla í stöðugri framþróun. Míla styrktist á árinu Framtíð Mílu var mörkuð um mitt ár 2013 þegar tilkynnt var að aðgangskerfi Símans, xdsl og GPON, yrðu færð úr rekstri Símans og yfir til Mílu. Fyrirtækið sinnir nú allri heildsölu á þjónustu stofnnetsins. Þetta var síðasti áfanginn í flutningi kerfa frá Símanum til Mílu og einnig sá flóknasti og umfangsmesti. Á annan tug sérfræðinga Símans, sem störfuðu í Heildsölu og á Tæknisviði Símans og sinntu rekstri og þjónustu tengdri xdsl fylgdu verkefnunum yfir til Mílu. Við breytingarnar styrktist Míla og var markmið þeirra að stuðla að aukinni samkeppni, jafnræði, gagnsæi og trúverðugleika á fjarskiptamörkuðum með því að tryggja að fullu aðskilnað fjarskiptaneta og -virkja samstæðunnar frá annarri starfsemi hennar, rétt eins og lagt var upp með við stofnun Mílu árið Þessar breytingar voru ákveðnar í sátt við Samkeppniseftirlitið. Tryggt var að við flutning xdsl og GPON þjónustunnar frá Símanum til Mílu hefði Míla aðgang að þeim kerfum Símans sem nauðsynleg eru til að þjónusta xdsl og GPON kerfin. Aðgangurinn gildir þar til Míla hefur sett upp sambærilegt eigið kerfi til þess að bjóða upp á heildsölu á xdsl eða GPON þjónustu. Míla tók við þjónustunni 1. september. Á sama tíma hlaut xdsl-kerfið nafnið Ljósveita Mílu. Metnaður á landsbyggðinni Metnaður og löngun til að halda landinu í fremstu röð drífur Mílu áfram í uppbyggingu fjarskipta. Nú þegar hefur Míla tryggt að um 70% heimila í landinu hafa aðgang að Ljósveitunni. Þetta svarar til um 86 þúsund heimila. Að meðaltali bættust 96 heimili í þennan hóp hvern virkan dag á árinu Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hafnaði umsókn Mílu um tæplega 200 milljóna króna framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu fyrir árið 2013 vegna taps á rekstri koparlínukerfisins í strjálbýli. PFS hefur gefið út að stofnunin muni taka umsóknina aftur til meðferðar komi í ljós að Míla beri nettó kostnað af heimtaugunum eftir að tekjur Símans af þjónustunni um fjarskiptakerfin hafa verið dregnar frá. Auk þess verði að taka hærra heimtaugaleiguverð Mílu inn í myndina, en hækkunin, sem Póst- og fjarskiptastofnun heimilaði í ágúst á síðasta ári, minnki tapið sem fram kom í upphaflegri umsókn. Forsvarsmenn Skipta, eiganda Mílu og Símans, telja mikilvægt að tekjur Símans af þjónustunni séu ekki þær einu sem standa eiga undir rekstri kerfisins þegar önnur fjarskiptafyrirtæki nýta þau einnig. Gæta þurfi jafnræðis. 100 Gb/s Míla lauk á árinu prófunum á flutningi á 100 Gb/s samböndum í ljósleiðarakerfi sínu. Þetta þýðir að ekkert er því til fyrirstöðu að tífalda flutningsgetu á landskerfi Mílu skapist eftirspurn eftir þeirri bandbreidd. Flutningsnet Mílu er í fararbroddi og er það langöflugasta á landinu.

29 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - MÍLA 27 Ljósveita á 53 þéttbýlisstaði Aðeins munaði hársbreidd að tækist að setja upp ljósveitubúnað á öllum þeim 53 þéttbýlisstöðum sem setja átti í símstöðvar þeirra á árinu Uppbyggingin hófst í ársbyrjun. Uppfærðar voru 49 stöðvar fyrir árslok og þær 4 sem eftir stóðu voru uppfærðar í janúar Búnaðurinn tryggir viðskiptavinum háhraðaþjónustu fjarskiptafyrirtækja í viðskiptum við Mílu. Þetta metnaðarfulla verkefni tryggði heimilum sem standa í allt að metra fjarlægð frá símstöðvunum allt að 50 Mb/s nethraða. Það er margfalt hraðvirkara net en eldri tækni bauð upp á. Hraði frá viðskiptavinum er einnig margfalt meiri en áður var í boði eða allt að 25-faldur Á sama tíma jókst möguleiki á samtíma sjónvarpsrásum úr einni í fimm og myndbandaleiga (VOD) er í boði á öllum stöðunum. Staðirnir eru: Akranes, Keflavík, Njarðvík, Selfoss, Vestmannaeyjar, Hveragerði, Þorlákshöfn, Garður, Sandgerði, Eyrarbakki, Kjalarnes, Hvolsvöllur, Stokkseyri, Hella og Hafnir. Ísafjörður, Húsavík, Sauðárkrókur, Siglufjörður, Dalvík, Blönduós, Ólafsfjörður, Hrafnagil, Egilsstaðir, Höfn, Neskaupstaður, Reyðarfjörður, Stykkishólmur, Ólafsvík, Eskifjörður, Bolungarvík, Seyðisfjörður, Grundarfjörður, Vopnafjörður, Fáskrúðsfjörður, Patreksfjörður, Hellissandur, Hvammstangi, Skagaströnd, Vík, Djúpivogur, Flúðir, Þórshöfn, Bakkafjörður, Stöðvarfjörður, Breiðdalsvík, Búðardalur, Tálknafjörður, Suðureyri, Þingeyri, Flateyri, Bíldudalur og Hnífsdalur. Átján metra mastur fyrir betra samband Nýtt mastur reis á árinu við tækjahús Mílu við Trékyllisvík í Árneshreppi á Ströndum. Mastrið er um 18 metra hátt og styrkir fjarskipti við hreppinn. Nokkuð hafði borið á truflunum á örbylgjusamböndum sem tengja hreppinn við fjarskiptanet Mílu. Til þess að bregðast við þeim vanda var hafist handa fyrr í sumar við að undirbúa það að reisa nýtt mastur í Trékyllisvík. Gott samband er íbúum hreppsins mikilvægt, enda fjarskiptin oft eina sambandið sem íbúarnir stóla á þær vikur sem ófært er um Strandir. Landhelgisgæslan treystir Mílu Míla og Landhelgisgæslan undirrituðu öryggissamning vegna þjónustu við ljósleiðarakerfi NATO hér á landi. Samningurinn byggir á nýrri reglugerð um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála. Míla sér um almennt viðhald og rekstur á ljósþráðum utanríkisráðuneytisins. Viðkomandi öryggissamningur krefst öryggisvottunar starfsmanna sem starfa við strengina sem og öryggisvottunar fyrirtækis. Þessi viðbót við samninga Mílu og íslenska ríkisins um eignarhald Mílu á fimm þráðum ljósleiðarakerfisins í kringum landið og endurnýjaða samninga um þjónustu við þá þrjá sem utanríkisráðuneytið hefur umsjón með fyrir Atlantshafsbandalagið mun auka öryggi við meðferð trúnaðargagna NATO og er í samræmi við reglur Atlantshafsbandalagsins. Nettengingar (milljón) Kapalmótöld FTTH Heimild: Analysys Mason 2013 VDSL ADSL/SDSL Fjöldi fastnetstenginga í V-Evrópu árin með mismunandi tækni Ríflega tuttugu þúsund heimili fengu möguleika á tengingu við Ljósveituna árið Það jafngildir 68 heimil um að meðaltali hvern einasta dag ársins. 3 Þróun Ljósveitunnar hefur verið hröð. Míla hefur kynnt áform um að tvöfalda hraða á ljósveitukerfi sínu á völdum stöðum á árinu Þá gæti hraði á heimilistengingum náð allt að 100 Mb/s. Þróun á allt að 1 Gb/s tengingum er vel á veg komin og má búast við að Míla geti boðið þær á næstu þremur árum. Þrjú öryggisfyrirtæki eru í viðskiptum við Mílu. Þau eru Neyðarlínan 112, Landhelgisgæsla Íslands og Tetra.

30 28 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - MÍLA Míla semur við Farice Traust er eitt þriggja gilda Mílu og félagið stendur undir því. Farice samdi við Mílu um að vakta og hafa eftirlit með fjarskiptakerfum Farice á Íslandi. Samkvæmt samningnum vaktar Míla kerfi Farice sem snúa að sæstrengjum fyrirtækisins sem og landtökustaði sæstrengjanna tveggja, Danice á Landeyjarsandi og Farice á Seyðisfirði. Míla og Farice hafa átt farsælt samstarf frá stofnun en Míla hefur séð um rekstur og viðhald sæstrengja Farice til margra ára og þar með séð um þær tengingar sem tengja landið við umheiminn. Míla kaupir Gagnaveitu Skagafjarðar Stofnnet Mílu styrktist í Skagafirði á árinu þegar Míla keypti Gagnaveitu Skaga fjarðar ehf. Gagnaveitan verður hluti af fjarskiptaneti Mílu. Samhliða kaupunum verður ráðist í fjárhagslega endurskipulagningu Gagnaveitunnar sem mun tryggja rekstrar grundvöll hennar til framtíðar. Míla og Gagnaveita Skagafjarðar munu halda áfram fyrirhugaðri uppbyggingu í Skagafirði og er stefnt að því að Ljósveituvæðingu verði lokið á Sauðárkróki innan árs. Einnig verður ráðist í uppbyggingu Ljósveitu á Hólum í Hjaltadal, ljósleiðaratengingu í Varmahlíð og Akrahreppi og uppbyggingu Ljósveitu á Hofsósi. Gagnaveitan og Míla munu einnig vinna með sveitarfélaginu Skagafirði að uppbyggingu nauðsynlegra gagnatenginga vegna hugsanlegs gagnaversiðnaðar í Skagafirði. Gagnaveita Skagafjarðar þjónar í dag íbúum og fyrirtækjum Skagafjarðar í þéttbýli og dreifbýli. Ljósleiðaranet fyrirtækisins nær til um 650 heimila og 80 fyrirtækja á svæðinu og verður nú hluti af neti Mílu um allt land. Ljós á Skagaströnd Míla og Sveitarfélagið Skagaströnd létu ekki happ úr hendi sleppa um mitt síðasta ár og sömdu um að leggja ljósleiðara í öll hús sem tengjast nýrri hitaveitu í bænum. Með lagningu ljósleiðarans eiga íbúar á Skagaströnd kost á háhraða netþjónustu með bestu aðstæðum til fjarvinnu og skemmtunar. Leyfir hún meðal annars flutning á mörgum háskerpu sjónvarpsrásum samtímis. Míla leggur til hönnun og efni í ljósleiðarakerfi og í framhaldinu mun Míla eiga og reka kerfið sem opið aðgangsnet. Áætlað er að fyrstu húsin verði tengd ljósleiðaranum í byrjun næsta árs. Míla hefur fundað með ýmsum aðilum innan stjórnkerfisins til að benda á mikilvægi þess að nýttir verði sameiginlegir sjóðir að einhverju marki í verkefnið. Búið er að nefna að það þurfi 5-6 milljarða til þess að ljósleiðaravæða allt dreifðasta dreifbýlið. Mikill áhugi hefur verið á verkefninu víða. Vefmyndavélar Mílu með þeim bestu Vefmyndavél Mílu á Jökulsárlóni er í hópi 25 áhugaverðustu vefmyndavéla heims. Það er mat vefsíðunnar Þetta er í annað sinn sem vélin hlýtur þennan heiður og í fimmtánda sinn sem EarthCam stendur fyrir valinu. Árið 2011 varð vefmyndavélin á Jökulsárlóni einnig fyrir valinu en þúsundir vefmyndavéla um allan heim eru tilnefndar ár hvert. Míla hóf að setja upp vefmyndavélar þegar gosið á Fimmvörðuhálsi hófst árið Nú standa þær víðsvegar um landið, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni, meðal annars á Þingvöllum, Austurvelli, við Reykjavíkurtjörn, Heklu, Eyjafjallajökul, Gullfoss og Akureyri. Nýjasta viðbótin er norðurljósavél á Úlfljótsvatnsfelli. Einnig var hægt að fylgjast með áramótunum í Reykjavík og á Akureyri í beinni útsendingu á livefromiceland.is í boði Mílu og Iceland Naturally. Fylgst með Mugison og vinum á Húna II Míla setti á árinu upp vefmyndavél um borð í Húna II sem er 50 ára eikarbátur sem fékk nýtt hlutverk rokkbáts síðasta sumar. Húni sigldi umhverfis landið í júlí og lagði víðsvegar að landi með skemmtidagskrá í hverri höfn. Þetta er í fyrsta skipti sem vefmyndavél í beinni útsendingu er sett upp um borð í bát á siglingu, en vélin var keyrð á 3G sambandi sem hefur ágæta dekkun í fjörðum landsins. Vefmyndavél um borð í skipi á siglingu er spennandi og nýstárleg tilraun sem gaman var að fylgjast með. Áhöfnina á Húna skipuðu tónlistarmennirnir Jónas Sig, Lára Rúnars, Mugison, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason. Haldnir voru 16 tónleikar í sjávarbyggðum víða um land.

31 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - MÍLA 29 FRAMTÍÐARSÝN NAFN Míla Leiðandi og traustur samstafsaðili sem tryggir samskipti Fyrirtækjamarkaður með áherslu á fjarskiptatækni ljósvakamiðla öryggisfyrirtæki MARKHÓPUR PERSÓNULEIKI Traustur og framsækinn einstaklingur með góða nærveru og þekkingu STAÐSETNING Míla er lífæð samskipta - Tryggjum örugg fjarskipti - Öflug þjónusta og ráðgjöf - Leitum bestu lausna - Stöðug framþróun LOFORÐ ÞJÓNUSTUFRAMBOÐ Undirstaða fjarskiptaþjónstu um allt land - Frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini - Traustur og eftirsóknaverður vinnustaður - Fyrsta flokks þjónusta - Hátt þekkingarstig - Virðing - Forysta - Traust GILDI HLUTVERK Ljósveitan skarar fram úr Til skamms tíma var talið að ljósleiðari væri það eina sem hentaði fyrir framtíðina. Tækninni hefur fleygt fram sem hefur leitt til þess að fjarskiptamarkaðurinn hefur kúvent í afstöðu sinni. Ljósveitan uppfyllir þarfir heimila fyllilega til langs tíma. Fjarskipta fyrirtækjum hefur með tækniþróun tekist að ná þeim hraða í gegnum Ljósveitu sem áður var talið að tækist aðeins að ná með ljósleiðara. Flest þeirra fjarskiptafyrirtækja í V-Evrópu og Norður-Ameríku sem fjárfesta í fastlínukerfum til framtíðar kjósa þá leið sem Míla hefur farið. Hún er áhættuminni en lagning ljósleiðara. Ástæðan er einfald lega sú að kostnaður við Ljósveitu er um tíu prósent þess sem kostar að leggja ljósleiðara. Með Ljósveitu er miðað að því að færa ljósleiðara í áföngum nær og nær viðskiptavinum og nýta samhliða koparinn sem er í jörðu. Þessi aðferð lágmarkar fjárfestingar, en mætir þó eftirspurn fleiri viðskipta vina eins og hún er á hverjum tíma. Uppbygging Ljósveitu tekur einnig mun skemmri tíma en ljósleiðara. Það getur skipt sköpum í harðri samkeppni um viðskipti. Gæði tengingarinnar eru staðfest með þeim fjölda sem hefur kost á ljósleiðara en kýs heldur Ljósveitu. Bitahraði með þeirri tækni sem Ljósveitan er byggð á hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár. Nú þegar er fyrirséð að hraðinn getur orðið 1-2 Gb/s á næstu árum. Það hentar vel breyttu hegðunarmynstri viðskiptavina sem áður hlóðu niður myndefni sem þeir vildu horfa á síðar en streyma nú strax því sem þeir vilja sjá. Nú er hraði hvers straums fyrir sjónvarp 1,5 Mb/s og upp í 8 Mb/s. Það þýðir að margir einstaklingar á hverju heimili geta horft á það sem þeim líkar hverju sinni á Ljósveitunni; hvort sem þeir kjósa VOD þjónustu, almennt sjónvarpsáhorf eða efni frá over-the-top (OTT) aðilum eins og Netflix. Lausnir sem byggja á Ljósveitu eru og munu áfram verða mest notaðar í V-Evrópu og er reiknað með að svo verði enn um sinn jan jan Ljósveita ADSL jan jan jan Fjöldi heimila sem kost eiga á nettengingu frá Mílu á árunum Bláa svæðið sýnir notendur ADSL og gráa svæðið notendur Ljósveitu.

32 30 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - SKJÁRINN SKJÁRINN Skjárinn er afþreyingarfyrirtæki sem byggir á þremur lykilsviðum: Innlendum sjónvarpsútsendingum, erlendum sjónvarpsútsendingum og efnisleigu (VOD), þ.e. SkjárEinn, SkjárHeimur og SkjárBíó. Félagið rak einnig útvarpsstöðina K100,5 og sjónvarpsrásina SkjárGolf á árinu 2013 en útsendingum þeirrar síðarnefndu var hætt í árslok. Vinsældir SkjásFrelsis og Tímaflakks sanna að áhorfendur kjósa í auknum mæli að ákveða sjálfir hvenær þeir horfa á sjónvarpsefni í stað þess að fylgja dagskrá sjónvarpsstöðva. Á árinu bætti Skjárinn um betur og bauð viðskiptavinum að horfa á alla þætti vinsælla sjónvarpssería í SkjáFrelsi. Buðust þættir á borð við Under the Dome, Scandal og Bridge. Þessu tóku viðskiptavinir fagnandi. Þeir kalla á aukið framboð og verður því svarað. SkjárEinn lagði sem fyrr höfuðáherslu á vandað erlent sjónvarpsefni í bland við eigin framleiðslu. Þar má nefna þriðju þáttaseríuna af hinum vinsæla Hæ Gosa, Málinu með Sölva Tryggvasyni og Sönnum íslenskum sakamálum allt klassískir þættir að mati áhorfenda. Að auki má nefna sælkeraþáttinn Borð fyrir fimm, Megatímann og Ljósmyndakeppni Íslands. Skjárinn er í stöðugri leit að nýjum og metnaðarfullum þáttum. Hann lítur bæði til aðkeyptrar erlendrar fyrirmyndar eins og Biggest Loser eða hugmynda sem þróaðar eru í samvinnu við innlenda framleiðendur. Íslensk dagskrágerð hefur aldrei verið mikilvægari en nú, enda öflugt vopn í aðgreiningu íslenskra sjónvarpsstöðva. SkjárEinn hefur sýnt metnað á þessu sviði og mun halda áfram á þeirri braut. Aldrei fleiri notað VOD þjónustu Skjásins Notkunarmet voru enn á ný slegin í VOD þjónustu Skjásins á árinu 2013 og SkjárHeimur náði afar góðum árangri. Rásir SkjásHeims voru bæði í boði á dreifikerfum Símans og Vodafone. Fyrirtækið setti á fót nýjar útvarps- og sjónvarpsrásir á árinu 2013 og hlúði á öllum sviðum að forystuhlutverki sínu í efnisveitu (VOD) á íslenskum afþreyingarmarkaði. Árangur á öllum sviðum Skjárinn styrkti stöðu sína á markaði hvað varðar fjölda áskrifenda, hlutdeild á auglýsingamarkaði og sér í lagi sem leiðandi afþreyingarfyrirtæki hér á landi með þróun efnisveitunnar SkjásBíós á árinu Síðustu þrjú ár hefur markvisst verið unnið að endurskipulagningu allra þátta í rekstri félagsins og birtist sá árangur á öllum þessum sviðum og ekki síst í ágætum rekstrarhagnaði fyrirtækisins. Öflugur starfsmannahópur Skjásins vinnur markvisst eftir áætlunum um að varðveita þennan árangur og sækja enn frekar fram. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að rekstrarumhverfið sé á margan hátt erfitt fyrir afþreyingarfyrirtæki á borð við Skjáinn. Fyrirtækið keppir við ólög legt niðurhal á erlendu sjónvarpsefni og á árinu varð í fyrsta sinn vart við ólöglega dreifingu inn lends sjónvarpsefnis í gegnum síðuna deildu.net. Þessi dreifing hefur verið látin afskiptalaus af hálfu lögreglu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um brot. Skjárinn keppir ekki aðeins við þessa starfsemi, heldur einnig erlendar efnisveitur á borð við Netflix, Hulu og fleiri sem ekki hafa rétt til dreifingar hér á landi en starfa þrátt fyrir það á íslenskum markaði. Miklu skiptir fyrir eðlilegt samkeppnisumhverfi í afþreyingarþjónustu hér á landi og framtíð hennar að ólögleg starfsemi verði stöðvuð og þessar veitur starfi við sömu reglur og þær innlendu. Skjárinn svarar á hinn bóginn þessari samkeppni með öflugri þjónustu við viðskiptavini, nýjustu tækni og samvinnu við erlenda sem innlenda efnisframleiðendur og dreifingaraðila PAYVOD leigur FreeVOD leigur/afspilanir Topp (PAYVOD) 1 Skyfall 2 Goðsagnirnar fimm - ísl. tal (Rise of the Guardians) 3 Identity Thief 4 Taken 2 5 Aulinn ég 2 - ísl. tal 6 Flight 7 Pitch Perfect 8 So Undercover 9 The Croods - ísl. tal 10 Svartur á leik

33 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA 31 Metnaðarfull framleiðsla á sjónvarpsefni er orðin fastur liður í rekstri SkjásEins. Um mitt ár hófst undirbúningur að stærstu dagskrárgerð SkjásEins hingað til: þáttaröðinni Biggest Loser Ísland. Þátturinn er meðal hápunkta SkjásEins á fyrstu mánuðum ársins 2014.

34 32 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA Skjárinn styrkti stöðu sína á markaði hvað varðar fjölda áskrifenda, hlutdeild á auglýsinga markaði og sér í lagi sem leiðandi afþreyingar fyrirtæki hér á landi með þróun efnisveitunnar SkjásBíós á árinu 2013.

35 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 FYRIRTÆKI SKIPTA - SKJÁRINN 33 Heimurinn stækkar með VOD Skjárinn stendur fremstur í flokki afþreyingarfyrirtækja hér á landi í framboði erlends sjónvarpsefnis með efnisveitunni SkjáBíói. Hún hefur vaxið með hverju ári. Ekki hefur farið framhjá neinum að VOD þjónustur eru að taka við af myndbandaleigum. Þær bjóða kvikmyndir strax eftir að þær hafa verið sýndar í kvikmyndahúsunum. Bland af nýjum og eldri kvikmyndum dregur vagninn en einnig er mikið leigt af innlendum og erlendum sjónvarpsseríum auk barnaefnis. Útleigur í SkjáFrelsi eru að jafnaði um á mánuði. Metnaðarfull framleiðsla Metnaðarfull framleiðsla á sjónvarpsefni er orðin fastur liður í rekstri SkjásEins. Haldið var áfram á þeirri braut á árinu 2013 með framleiðslu á föstum og þekktum liðum í dagskrá stöðvarinnar, sem og með nýjum þáttum. Um mitt ár hófst undirbúningur stærstu dagskrárgerðar SkjásEins hingað til, þáttaröðinni Biggest Loser Ísland. Tökur þáttaseríunnar hófust á haust mánuðum. Að verkefninu kom fjöldi fastra starfs manna SkjásEins, keppendur í þáttunum og utanaðkomandi starfslið. Þátturinn er meðal hápunkta SkjásEins á fyrstu mánuðum ársins Nýjar stöðvar meira framboð Skjárinn hefur lagt metnað sinn í nýjungar á afþreyingarsviðinu og árið 2013 var þar engin undantekning. Áskriftarþjónustan SkjárKrakkar fór í loftið síðla árs og markaði hún þáttaskil sem fyrsta svonefnda SVOD þjónustan hér á landi. Í því felst að áskrifendur geta valið úr yfir 400 vönduðum barnaþáttum og kvikmyndum og horft þegar þeim hentar. Greitt er mánaðargjald í stað greiðslu fyrir hvern þátt. Skjárinn kynnti einnig í árslok nýja sjónvarpsstöð til leiks undir merkinu SkjárSport. Hún tók við af stöðinni SkjárGolf um áramótin 2013/2014. SkjárSport er opin rás fyrir íþróttaunnendur og sýnir frá hollensku og þýsku úrvalsdeildunum í knattspyrnu svo fátt eitt sé nefnt. Útvarpsrekstur undir merkinu SkjárÚtvarp er einnig hluti af starfsemi Skjásins. Auk þess að reka útvarpsstöðina K100,5 setti SkjárÚtvarp í loftið jólastöðina 89,5 á haustmánuðum 2013 og tók útvarpsstöðin Retro við á sömu tíðni. Stækkandi afþreyingarmarkaður Eftirspurn eftir afþreyingarefni eykst stöðugt. Í því felst áskorun fyrir allar rekstrareiningar Skjásins. Það á við hvort sem horft er til framboðs á vönduðu efni fyrir áskriftarsjónvarp, þróunar á þjónustu efnisveitunnar SkjásBíós, reksturs útvarpsstöðva, þjónustu við auglýsendur eða nýjunga. Bestu tækifærin liggja í að varðveita sérstöðu Skjásins og byggja enn frekar á henni. Nýjungar verða að falla að styrkleikum fyrirtækisins og auka þjónustu við viðskiptavini enn frekar. Miðlun afþreyingarefnis um netið verður æ auðveldari, markaður fyrir VOD þjónustuna stækkar og dreifing háskerpuefnis verður algengari um heim allan og á Skjánum. Ein áhugaverðasta nýjungin í möguleikum Skjásins um þessar mundir felst í miðlun efnis með snjalltækjum, m.a. appi fyrir Sjónvarp Símans. Skjárinn nýtir tæknina til að miðla þjónustu sinni og efni í síma notenda og spjaldtölvur. Efnismiðlun til notenda, ekki aðeins hvenær sem er heldur einnig hvar sem er, opnar ný tækifæri. Betra aðgengi að efni ýtir án efa undir aukna notkun á því. Hæfileikar starfsmanna virkjaðir markvisst Hjá Skjánum starfa á milli 40 og 50 manns auk verktaka. Starfsmenn fá tækifæri til að hafa áhrif innan fyrirtækisins og finna sérþekkingu sinni og áhuga farveg. Fjöldi starfsmanna gegnir mörgum lykilhlutverkum samtímis. Þeir vinna þvert á deildir. Skjárinn starfrækir dagskrárráð, markaðsráð og útvarpsráð í þeim tilgangi að virkja sem best hæfileika starfsmanna og brennandi áhuga. Það er lykillinn að árangri. Eins og allir vita er fyrirtækjarekstur langhlaup. Það á einnig við um Skjáinn. Skjárinn starfar á afþreyingarmarkaði markaði í vexti. Spurningin snýst um að finna honum rétta syllu.

36 34 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 STJÓRNARHÆTTIR STJÓRNARHÆTTIR Stjórnarháttayfirlýsing Skipta hf vegna ársins 2013 Stjórnarhættir hjá Skiptum eru skilgreindir sem umgjörð utan um umsýslu og stjórnun fyrirtækisins og tæki til samskipta milli stjórnenda fyrirtækisins, félagsstjórnar, hluthafa og annarra hagsmunaaðila. Stjórnarhættir Skipta hf. eru markaðir af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins og starfsreglum stjórnar. Síðustu breytingar á samþykktum félagsins voru samþykktar á aðalfundi félagsins sem haldinn var 2. júlí Gildandi starfsreglur voru samþykktar af stjórn 26. september Siðareglur félagsins sem voru samþykktar í september 2012 hafa áhrif á stjórnarhætti félagsins. Skipti hf. hafa innleitt samkeppnisréttaráætlun í starfsemi sína sem gildir fyrir móðurfélagið og helstu dótturfélög þess, Símann hf., Mílu ehf. og Skjáinn ehf. Samkeppnisréttaráætlun Skipta hf. er hluti af skuldbindingum félagsins samkvæmt sátt sem gerð var við Samkeppniseftirlitið þann 8. mars Samkeppnisréttaráætlunin er einnig mikilvægur hluti af stjórnarháttum samstæðunnar. Stjórnarhættir Skipta hf. taka mið af Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins, 4. útgáfa Leið - beiningar um stjórnarhætti fyrirtækja má m.a. finna á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands, Yfirlýsingu þessa má nálgast á vef félagsins, Eignarhald Skipta hf. Við fjárhagslega endurskipulagningu Skipta hf. sem lauk á árinu 2013 var hluta af kröfum lánardrottna félagsins breytt í hlutafé og urðu þeir við það nýir eigendur að félaginu. Þann 17. mars 2014 voru eftirtaldir 10 stærstu hluthafar í félaginu samkvæmt hlutaskrá þess: Arion banki hf ,32% Lífeyrissjóður verzlunarmanna... 13,24% LSR, B-deild... 5,87% Gildi lífeyrissjóður... 5,39% LSR, A-deild... 5,06% Íslandssjóðir hf... 3,88% Almenni lífeyrissjóðurinn... 2,74% Lífeyrissjóður verkfræðinga... 2,63% Sameinaði lífeyrissjóðurinn... 2,23% Festa lífeyrissjóður... 2,16% Samfélagsleg ábyrgð Stefna í samfélagslegri ábyrgð hefur verið unnin á vegum stærsta dótturfélags Skipta hf., Símanum hf. Síminn er einn af stofnfélögum Festu, miðstöð um sam félagsábyrgð, frá árinu 2011 og á fulltrúa í stjórn. Áherslur Símans í samfélagsábyrgð voru sam þykktar í nóvember Markviss innleiðing á áherslunum er hafin og þar er unnið út frá tíu viðmiðum UN Global Compact og staðlinum ISO um samfélags ábyrgð. Gerð er árleg framvinduskýrsla um aðgerðir og árangur í samfélagsábyrgð. Hluthafafundur Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum hluthafa þess. Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maí ár hvert. Hlutabréf félagsins eru rafræn og skráð hjá Verðbréfaskráningu Íslands, sem jafnframt hýsir hlutaskrána. Hlutaskráin er aðgengileg hluthöfum á skrifstofu félagsins. Fundargerð aðalfundar er aðgengileg á vefsíðu félagsins, Samþykktir Samþykktir eru hluti af stofnskjölum hlutafélaga. Samþykktir Skipta geyma m.a. reglur um tilgang félagsins, hlutafé, hluthafafundi, stjórn, ársreikninga og endurskoðun. Endurskoðun og innra eftirlit Endurskoðendur félagsins eru kosnir til eins árs í senn á aðalfundi. Endurskoðendur skulu endurskoða bókhald félagsins á grundvelli alþjóðlegra endurskoðunarstaðla. Þeir gera kannanir á bókhaldi félagsins og hafa óhindraðan aðgang að bókhaldi og öllum gögnum félagsins. Stjórn félagsins fær árlega í hendur sérstaka endurskoðunarskýrslu frá endurskoðendum þess þar sem fram koma helstu athugasemdir þeirra við bókhaldið. Endurskoðandi Skipta hf. er Deloitte ehf. og hefur Hilmar Alfreðsson umsjón með endurskoðun félagsins. Innri endurskoðun Skipta ber að veita hlutlægt álit á starfseminni og ráðgjöf sem miðar að því að auka virði, efla virkni áhættustjórnunar og innra eftirlit og styður þannig fyrirtækið í að ná markmiðum sínum. Skipti og dótturfélögin Síminn, Míla og Skjárinn hafa innleitt samkeppnisréttaráætlun í starfsemi sína. Samkeppnisréttaráætlunin miðar að því að tryggja að samkeppnislögum sé fylgt í starfsemi félagsins. Áhættustýring Síminn hefur unnið að áhættumati sl. ár. Áhættuflokkun liggur nú fyrir og er lagt til að farið verði í samræmda áhættustýringu sem lokið verði á árinu Samskipti hluthafa og stjórnar Samskipti stjórnar við hluthafa eiga að einkennast af hreinskilni og vera skýr og samræmd. Beini hluthafar fyrirspurnum til stjórnar félagsins skal tilkynna þær til stjórnar sem hefur yfirumsjón með viðbrögðum félagsins við þeim. Undirnefndir Skipta hf. Hjá Skiptum starfa þrjár undirnefndir stjórnar, endurskoðunarnefnd, starfskjaranefnd og skráningarnefnd. Tilnefningarnefnd er ekki starfandi í félaginu.

37 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 STJÓRNARHÆTTIR 35 Endurskoðunarnefnd Hlutverk endurskoðunarnefndar er að tryggja áreiðanleika fjármálaupplýsinga til hluthafa, hafa umsjón með innri endurskoðun félagsins og bókhaldskerfi, svo og að leggja mat á vinnu fjármálastjórnenda fyrirtækisins og kjörins endurskoðanda. Hlutverk nefndarinnar nær til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði, Kauphöllinni (OMX) og Samtökum atvinnulífsins. Endurskoðunarnefnd er skipuð þremur nefndarmönnum að lágmarki. Nefndarmenn skulu búa yfir þeirri reynslu og þekkingu sem nauðsynleg er til þess að gegna störfum sínum. Endurskoðunarnefnd skipa Sigurður Þórðarson, formaður, Ingimundur Sigurpálsson og Heiðrún Jónsdóttir. Haldnir voru 10 fundir í endurskoðunarnefnd á árinu 2013, þar af 7 eftir að skipan nefndarinnar breyttist í kjölfar stjórnarskipta á hluthafafundi þann 2. júlí Á fjórum fundum af 10 vantaði einn nefndarmann en meirihluti nefndarmanna var mættur á alla fundi. Starfskjaranefnd Hlutverk starfskjaranefndar er að tryggja að starfskjör yfirstjórnenda taki mið af afkomu fyrirtækisins til langs tíma, frammistöðu þeirra sjálfra og hagsmunum hluthafa. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir starfskjörum annarra og ber honum að tryggja að starfskjör séu ávallt í samræmi við stefnu starfskjaranefndar. Stefna starfskjaranefndar er að tryggja að félaginu sé jafnan kleift að laða til sín og halda í starfi hæfum stjórnendum. Í þessu skyni ber nefndinni að ráðfæra sig við ytri ráðgjafa um starfskjör í sambærilegum fyrirtækjum þegar þörf krefur. Hlutverk nefndarinnar nær til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, 4. útgáfu Frá því ný starfskjaranefnd var kjörin eftir hluthafafund 2. júlí 2013 var haldinn einn nefndarfundur á árinu Starfskjarastefna félagsins hefur verið til endurskoðunar og hafa verið haldnir þrír fundir á þessu ári. Endurskoðuð starfskjarastefna verður lögð fyrir aðalfund félagsins Starfskjaranefnd skipa Sigríður Hrólfsdóttir og Helgi Magnússon. Skráningarnefnd Á stjórnarfundi Skipta þann 7. ágúst 2013 tók stjórn ákvörðun um að setja á stofn sérstaka skráningarnefnd. Sú ákvörðun var byggð á því að framundan var vinna við skráningu skuldabréfa félagsins í Kauphöll Nasdaq OMX sem ljúka átti fyrir áramót Einnig var stefnt að skráningu hlutabréfa félagsins í Kauphöll. Hlutverk nefndarinnar er að undirbúa ákvarðanir varðandi skráningu fyrir stjórn og að vera stjórnendum innan handar við vinnu við undirbúning á skráningu skulda- og hlutabréfa félagsins í Kauphöll. Nefndin kemur einnig að vinnu við skráningarlýsingar. Nefndin kom saman einu sinni á árinu 2013 vegna skráningar skuldabréfa í Kauphöll. Einnig las nefndin yfir skráningarlýsingu sem unnin var vegna skráningar skuldabréfa í Kauphöll og gerði athugasemdir við efni hennar í því skyni að tryggja að upplýsingar í skráningarlýsingunni væru í samræmi við þær upplýsingar sem stjórn hefði um starfsemi félagsins. Skráningarnefnd skipa Sigríður Hrólfsdóttir, formaður, og Stefán Árni Auðólfsson. Starfskjaranefnd er skipuð tveimur nefndarmönnum. Vegna eðlis starfa nefndarinnar mega hvorki framkvæmdastjóri né aðrir starfmenn eiga þar sæti.

38 36 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 STJÓRNARHÆTTIR Forstjóri Skipta hf. Orri Hauksson var ráðinn forstjóri Skipta hf. á árinu Forstjóri annast daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem stjórn hefur gefið. Forstjóri skal ávallt starfa af heilindum með hagsmuni félagsins að leiðarljósi. Orri Hauksson Fæðingardagur: 28. mars Starfsstöð: Síminn, Ármúla 25, 108 Reykjavík. Menntun: Executive Education í Harvard Business School , MBA frá Harvard Business School 2002, B.Sc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands Stjórnarseta: Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram): Míla ehf. (meðstjórnandi), Síminn hf. (stjórnarformaður), Gildi lífeyrissjóður (meðstjórnandi), Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (stjórnarformaður) Burðarás hf. (meðstjórnandi), Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetur ehf. (varamaður), ráðgjafaráð fjármálaráðherra um efnahagsmál og ríkisfjármál, frá hausti Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram) á síðustu fimm árum: A1988 hf. (meðstjórnandi), Actavis Pharma Holding 1 hf. (meðstjórnandi, stjórnarformaður), Tæknivörur ehf (stjórnar formaður), Grunnur-Gagnalausnir hf. (stjórnar formaður), Straumur, fjárfestingabanki hf. (stjórnar maður) Sulphco Inc. (meðstjórnandi), Scandinavian Biogas Fuels International AB (meðstjórnandi), Indian Motorcycle International LLC. (meðstjórnandi), Kögun hf. (stjórnarmaður) Elisa Oyj (meðstjórnandi), Anza hf. (varamaður). Starfsreynsla: Skipti hf., forstjóri frá 2013, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins , fjárfestingarstjóri Novator Partners LLC , framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans hf , sölustjóri hjá Maskina Software Inc, Boston, , greinandi hjá Argnor Wireless Ventures, Stokkhólmi, 2001, aðstoðarmaður forsætisráðherra hjá forsætisráðuneytinu , sérfræðingur hjá Eimskipafélaginu hf. 27 Haldnir voru tuttugu og sjö stjórnarfundir á árinu. Stjórn Haldnir voru 27 stjórnarfundir á árinu Full mæting var af hálfu aðalmanna á alla fundi nema einn fund sem haldinn var þann 30. apríl Þá vantaði einn stjórnarmann en varamaður var ekki boðaður. Ný stjórn var kjörinn á hluthafafundi 2. júlí Ekki var framkvæmt árangursmat af hálfu stjórnar á árinu 2013 en stjórn vinnur nú að árangursmati sem verður framkvæmt á árinu Meirihluti stjórnar í félaginu er óháður. Óháðir stjórnarmenn eru Sigríður Hrólfsdóttir, Ingimundur Sigurpálsson, Heiðrún Jónsdóttir og Stefán Árni Auðólfsson. Helgi Magnússon situr í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem á stóran hlut í félaginu og telst því ekki óháður.

39 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 STJÓRNARHÆTTIR 37 Eftirtaldir aðilar skipa stjórn og varastjórn félagsins: Stjórnarmenn Sigríður Hrólfsdóttir, formaður stjórnar Fæðingardagur: 16. janúar Starfsstöð: Skipti, Ármúla 25, 108 Reykjavík. Menntun: Cand. oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1990, MBA frá University of California, Berkeley Fyrst kjörin 2. júlí Stjórnarseta: Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram): Hvert ehf. (stjórnarmaður), Kvíslar ehf. (varamaður), Míla ehf. (meðstjórnandi). Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram) á síðustu fimm árum: Landsbankinn hf. (meðstjórnandi), Landsprent ehf. (varamaður), Þrísteinn ehf. (varamaður), Bálkafell ehf. (varamaður), Valitor Holding hf. (meðstjórnandi), Valitor hf. (meðstjórnandi), Landsprent ehf. (stjórnarmaður). Starfsreynsla: Sjálfstætt starfandi ráðgjafi 2010-, framkvæmdastjóri Árvakurs hf , sjálfstætt starfandi ráðgjafi , framkvæmdastjóri fjárfestinga og fjármála hjá Tryggingamiðstöðinni hf , sérverkefni fyrir H.F. Verðbréf , framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélags Íslands hf og forstöðumaður fjárreiðudeildar frá , fjárstýring Íslandsbanka hf , ráðgjafi hjá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka Hlutabréfaeign: Hvorki Sigríður né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga verulegan eignarhlut í félaginu. Ingimundur Sigurpálsson, varaformaður stjórnar Fæðingardagur: 24. september Starfsstöð: Skipti, Ármúla 25, 108 Reykjavík. Menntun: Cand. oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands Fyrst kjörinn 2. júlí Stjórnarseta: Landsvirkjun (meðstjórnandi), Internet á Íslandi hf. (stjórnarformaður, áður meðstjórnandi), Fjárfestingarfélagið Granjal ehf. (meðstjórnandi), Samskipti ehf. (stjórnarformaður, áður stjórnarmaður), Heiðarlundur ehf. (meðstjórnandi), Fjárfestingafélagið Molinn ehf. (meðstjórnandi), Samskiptimerkingar ehf. (stjórnarmaður), Vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins (stjórnarformaður), Íslandspóstur ohf. (framkvæmdastjórn). Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram) á síðustu fimm árum: ISS Ísland hf. (meðstjórnandi), Akropolis ehf. (meðstjórnandi), Lyngholtseignir ehf. (meðstjórnandi), Modernus ehf. (meðstjórnandi), stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins (stjórnarformaður), PostEurop (meðstjórnandi). Starfsreynsla: Forstjóri Íslandspósts hf , forstjóri Hf. Eimskipafélags Íslands , bæjarstjóri Garðabæjar , stundakennari við Endurmenntun og lagadeild Háskóla Íslands , bæjarstjóri Akraneskaupstaðar , sérfræðingur hjá Framkvæmdastofnun ríkisins , stundakennari í reikningsskilum og rekstrarhagfræði við Tækniskóla Íslands , stundakennari í stærðfræði og reikningsskilum við Víghólaskóla í Kópavogi Hlutabréfaeign: Hvorki Ingimundur né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga verulegan eignarhlut í félaginu. Heiðrún Jónsdóttir Fæðingardagur: 9. júlí Starfsstöð: Skipti, Ármúla 25, 108 Reykjavík. Menntun: Cand. jur. í lögfræði frá Háskóla Íslands 1995, réttindi héraðsdómslögmanns (hdl.) 1996, próf í verðbréfamiðlun Fyrst kjörin 24. janúar Stjórnarseta: Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram): Olíuverzlun Íslands hf. (meðstjórnandi), Reiknistofa bankanna hf. (meðstjórnandi), Norðlenska matborðið ehf. (stjórnarformaður, áður meðstjórnandi), S60 ehf. (varamaður), Gildi lífeyrissjóður (stjórnarformaður), Síminn hf. (meðstjórnandi), Ístak hf. (meðstjórnandi), Landssamband lífeyrissjóða (meðstjórnandi). Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram) á síðustu fimm árum: Gagnavarslan hf. (meðstjórnandi), Verdis hf. (meðstjórnandi), A-Tango ehf. (meðstjórnandi), Þekking Tristan hf. (meðstjórnandi), Vilmundur ehf. (varamaður), JHG ehf. (varamaður). Starfsreynsla: Lögmaður hjá Aktis lögmannsstofu slf , framkvæmdastjóri lögfræði- og samskiptasviðs hjá Eimskip hf , framkvæmdastjóri og meðeigandi LEX ehf , upplýsingafulltrúi Landssíma Íslands , lögmaður og starfsmannastjóri KEA svf , lögmaður á Lögmannsstofu Akureyrar ehf Hlutabréfaeign: Hvorki Heiðrún né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga verulegan eignarhlut í félaginu.

40 38 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 STJÓRNARHÆTTIR Helgi Magnússon Fæðingardagur: 14. janúar Starfsstöð: Skipti, Ármúla 25, 108 Reykjavík. Menntun: Cand. oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1974, löggiltur endurskoðandi Fyrst kjörinn 24. janúar Stjórnarseta: Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram): Hreyfing ehf. (meðstjórnandi), N1 hf. (meðstjórnandi), Húsasmiðjan ehf. (stjórnarformaður), Efnavörur ehf. (stjórnarformaður, framkvæmdastjórn), Hreyfing-Fasteignir ehf. (stjórnarformaður), Hótel Bláa lónið ehf. (stjórnarformaður), BLUE LAGOON international ehf. (stjórnarformaður), Eldvörp ehf. (stjórnarformaður, áður meðstjórnandi), Bláa Lónið Heilsuvörur ehf. (stjórnarformaður), Bláa Lónið hf. (stjórnarformaður, áður meðstjórnandi), Íþrótta- og sýningahöllin hf. (meðstjórnandi), Fasteignafélagið Laugardalur ehf. (meðstjórnandi), Saffron Holding ehf. (varamaður), Enox World Holdings ehf. (stjórnarformaður), Eignarhaldsfélag Hörpu ehf. (stjórnarmaður, framkvæmdastjórn), Marel hf. (meðstjórnandi), Varðberg ehf. (stjórnarmaður, framkvæmdastjórn), Eignarhaldsfélagið Hofgarðar ehf. (stjórnarmaður), Lífeyrissjóður verzlunarmanna (meðstjórnandi). Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram) á síðustu fimm árum: Samtök iðnaðarins (formaður), Samtök atvinnulífsins (meðstjórnandi, framkvæmdastjórn), Hreyfing Eignarhaldsfélag ehf. (meðstjórnandi, stjórnarformaður), AB 68 ehf. (stjórnarmaður, framkvæmdastjórn), Sjöfn ehf. (stjórnarmaður), Hörputónar ehf. (stjórnarmaður), Efnavörur ehf. (stjórnarformaður), EuroAsia Silu International ehf. (stjórnarformaður), Hraunsetrið ehf. (stjórnarformaður, meðstjórnandi), Flügger ehf. (stjórnarformaður), Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. (meðstjórnandi). Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Hörpu ehf. frá stofnun árið 2001, framkvæmdastjóri Hörpu hf./hörpu Sjafnar hf , ritstjóri Frjálsrar verslunar , rak eigin endurskoðunarskrifstofu , starfaði á endurskoðunarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar Hlutabréfaeign: Helgi situr í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem á verulegan eignarhlut í félaginu. Stefán Árni Auðólfsson Fæðingardagur: 21. júlí Starfsstöð: Skipti, Ármúla 25, 108 Reykjavík. Menntun: Cand. jur. í lögfræði frá Háskóla Íslands 1999, LL.M. frá Kent Law School, Bretlandi 2003, héraðsdómslögmannsréttindi 2000, próf í verðbréfamiðlun Fyrst kjörinn 2. júlí Stjórnarseta: Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram): Hagar hf. (meðstjórnandi), GGX ehf. (varamaður), Suðurlandsbraut 20 ehf. (stjórnarmaður), Klapparstígur 27 ehf. (stjórnarmaður), Ingólfsstræti 1a ehf. (stjórnarmaður), Skeifan 8 ehf. (stjórnarmaður), Hváll ehf. (stjórnarformaður), Eik fasteignafélag hf. (stjórnarformaður), Egla hf. (meðstjórnandi). Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram) á síðustu fimm árum: Kögun ehf. (meðstjórnandi). Starfsreynsla: Lögmaður og meðeigandi Lögmenn Bárugötu slf., 2011-, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins , nefndasvið Alþingis , Lögmannsstofa Fortis ehf , að auki stundakennsla í lögfræði við Háskólann á Bifröst Hlutabréfaeign: Hvorki Stefán Árni né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga verulegan eignarhlut í félaginu. Varamenn í stjórn Elín Árnadóttir Fæðingardagur: 11. apríl Starfsstöð: Skipti, Ármúla 25, 108 Reykjavík. Menntun: Cand. oceon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands Fyrst kjörin 2. júlí 2013 Stjórnarseta: Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram): Reitir I ehf. (varamaður, áður stjórnarformaður), Reitir VI ehf. (varamaður, áður stjórnarformaður), Reitir II ehf. (varamaður, áður stjórnarformaður), Reitir V ehf. (varamaður, áður stjórnarformaður), Reitir III ehf. (varamaður, áður stjórnarformaður), Reitir VII ehf. (varamaður, áður stjórnarformaður), Reitir IV ehf. (varamaður, áður stjórnarformaður), TERN SYSTEMS hf. (meðstjórnandi), Fríhöfnin ehf. (varamaður), Reitir fasteignafélag hf. (stjórnarformaður). Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram) á síðustu fimm árum: Flugfjarskipti ehf. (meðstjórnandi), Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. (framkvæmdastjórn), Hvatastaðir ehf. (framkvæmdastjórn). Starfsreynsla: Aðstoðarforstjóri Isavia ohf , framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia ohf , fjármálastjóri Keflavíkurflugvallar ohf. 2009, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. 2008, fjármálastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf , sérfræðingur hjá Íslandsbanka/FBA hf , forstöðumaður hagdeildar Gelmer Iceland Seafood , fjármálastjóri Snæfells hf , sérfræðingur hjá Sjávarútvegssviði KEA 1996.

41 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 STJÓRNARHÆTTIR 39 Hlín Kristín Þorkelsdóttir Fæðingardagur: 26. apríl Starfsstöð: Skipti, Ármúla 25, 108 Reykjavík. Menntun: C.Sc. í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 1996, M.Sc. byggingaverkfræði frá Tækniháskólanum í Kalsruhe Fyrst kjörin 2. júlí 2013 Stjórnarseta: Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram): Situr ekki í stjórnum eða framkvæmdastjórn annarra félaga. Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram) á síðustu fimm árum: Verkís hf. (meðstjórnandi, varamaður) Starfsreynsla: Yfirverkfræðingur hjá COWI A/S 2009-, verkefnastjóri í EPCM verki fyrir byggingu álvers í Helguvík hjá HRV ehf , útibússtjóri Reykjanesútibús Verkís hf., verkefnastjóri á byggingu Fjarðaráls hjá HRVBechtel ehf , staðarverkfræðingur hjá Ístaki hf , verkfræðingur hjá VST ehf. (síðar Verkís hf.) Jóhann Hjartarson Fæðingardagur: 8. febrúar Starfsstöð: Skipti, Ármúla 25, 108 Reykjavík. Menntun: Cand. jur. í lögfræði frá Háskóla Íslands 1992, réttindi héraðsdómslögmanns (hdl.) 1998, Diploma í alþjóðlegum hugverka- og einkaleyfarétti frá University of Washington School of Law 1998, réttindi til málareksturs hjá Evrópsku einkaleyfastofunni (e. European Patent Attorney) Fyrst kjörinn 2. júlí Stjórnarseta: Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram): HB Grandi hf. (meðstjórnandi), Íslensk erfðagreining ehf. (stjórnarformaður, áður meðstjórnandi), UVS-Urður, Verðandi, Skuld ehf. (varamaður). Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram) á síðustu fimm árum: N1 hf. (varamaður, stjórnarformaður), Íslenskar lyfjarannsóknir ehf. (meðstjórnandi). Starfsreynsla: Forstöðumaður lögfræðisviðs Íslenskrar erfðagreiningar ehf. og tengdra félaga 1998-, stórmeistari og atvinnumaður í skák og kennari við Skákskóla Íslands Sigrún Guðmundsdóttir Fæðingardagur: 11. október Starfsstöð: Skipti, Ármúla 25, 108 Reykjavík. Menntun: B.Sc. í viðskiptafræði frá Aalborg University 1993, M.Sc. í endurskoðun frá Aalborg University 1995, löggiltur endurskoðandi Fyrst kjörin 2. júlí Stjórnarseta: Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram): K1 ehf. (meðstjórnandi), BDO ehf. (meðstjórnandi). Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram) á síðustu fimm árum: Fenlogi ehf. varamaður). Starfsreynsla: Eigandi BDO ehf , PricewaterhouseCoopers ehf. (eigandi frá 2006) , aðjúnkt Háskóla Íslands 2005-, aðjúnkt Háskólinn á Bifröst Sverrir Arngrímsson Fæðingardagur: 27. mars Starfsstöð: Skipti, Ármúla 25, 108 Reykjavík. Menntun: Cand. oceon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1981, MBA frá Handelshøjskolen í København (CBS) Fyrst kjörinn 2. júlí 2013 Stjórnarseta: Seta í stjórnum eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram): Situr ekki í stjórnum eða framkvæmdastjórn annarra félaga. Fyrrum seta í stjórnum annarra eftirtalinna félaga (og framkvæmdastjórn ef tekið fram) á síðustu fimm árum: Birtingur útgáfufélag ehf. (framkvæmdastjórn, meðstjórnandi), OP ehf. (framkvæmdastjórn, meðstjórnandi), Skuggi Forlag ehf. (stjórnarmaður, framkvæmdastjórn, varamaður), Útgáfufélagið Fögrudyr ehf. (stjórnarmaður, framkvæmdastjórn), Bístró ehf. meðstjórnandi, framkvæmdastjórn), DV ehf. (meðstjórnandi, framkvæmdastjórn). Starfsreynsla: Stundakennari og lektor við Háskólann í Reykjavík 2012-, ráðgjafi 2012-, framkvæmdastjóri, áður aðstoðarframkvæmdastjóri og fjármálastjóri Birtings ehf , leiðbeinandi og prófdómari í MBA námi Handelshøjskolen í København 2005-, lektor og forstöðumaður B.Sc. náms viðskiptadeildar í Höfðabakka hjá Háskólanum í Reykjavík , framkvæmdastjóri fjármálasviðs Allianz-Ísland hf , verkefnastjóri Íslandstryggingar hf , deildarstjóri rekstrardeildar hjá Tækniháskóla Íslands , lektor hjá Tækniháskóla Íslands , rekstrarráðgjöf og bókhald hjá BókNet sf , aðstoðarforstjóri Strætisvagna Reykjavíkur hf./svr , starfsmannastjóri hjá Iðnaðarbanka Íslands hf , áætlanagerð og rekstrargreining hjá BM Vallá hf

42 40 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013

43 SKIPTI ÁRSSKÝRSLA SKIPTI ÁRSSKÝRSLA 2013 SKIPTI ÁRSREIKNINGUR 2013

Margverðlaunuð Philips-sjónvörp

Margverðlaunuð Philips-sjónvörp SJÓNVÖRP MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2013 Kynningarblað Philips, IKEA, Vodafone, OZ, kvikmyndir, þættir og sagan. Margverðlaunuð Philips-sjónvörp Heimilistæki hafa selt Philips-sjónvörp allt frá því að sjónvarpsútsendingar

More information

Við og börnin okkar. Our children and Ourselves. Where should I seek assistance? Hvert get ég leitað?

Við og börnin okkar. Our children and Ourselves. Where should I seek assistance? Hvert get ég leitað? Íslenska Hvert get ég leitað? Where should I seek assistance? Neyðarlínan 112 Allir geta hringt í 112 og úr öllum símum. Samband næst við 112 þó svo ekkert símakort sé í símanum, þó svo að enginn inneign

More information

Self-Identity in Modernity

Self-Identity in Modernity University of Akureyri School of Humanities and Social Sciences Faculty of Social Sciences Social Studies 2011 Self-Identity in Modernity Marta Björg Hermannsdóttir Final Thesis in the Faculty of Humanities

More information

Quality Status and Quality Aspects in The Icelandic Construction Industry. by Sandra Dís Dagbjartsdóttir

Quality Status and Quality Aspects in The Icelandic Construction Industry. by Sandra Dís Dagbjartsdóttir Quality Status and Quality Aspects in The Icelandic Construction Industry by Sandra Dís Dagbjartsdóttir Thesis Master of Science in Civil Engineering with Specialization in Construction Management May

More information

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir VIÐ á Sjónarhóli höfum hagsmuni fjölskyldna barna með sérþarfir að leiðarljósi í starfi okkar. veitum foreldramiðaða ráðgjafarþjónustu

More information

DISTRIBUTED CLUSTER PRUNING IN HADOOP

DISTRIBUTED CLUSTER PRUNING IN HADOOP DISTRIBUTED CLUSTER PRUNING IN HADOOP Andri Mar Björgvinsson Master of Science Computer Science May 2010 School of Computer Science Reykjavík University M.Sc. PROJECT REPORT ISSN 1670-8539 Distributed

More information

Bagozzi, Richard P. (1986). Principles of Marketing Management. Chicago: Science Research Associates.

Bagozzi, Richard P. (1986). Principles of Marketing Management. Chicago: Science Research Associates. Heimildaskrá Ritaðar heimildir: Albrecht, Karl og dr. Runólfur Smári Steinþórsson (Ritstj.) (1999). Ávinningur viðskiptavinarins (Páll Kristinn Pálsson þýddi). Reykjavík: Bókaklúbbur atvinnulífsins og

More information

Performance Metrics in Air Traffic Management Systems. A Case Study of Isavia s Air Traffic Management System. by Hulda Ástþórsdóttir

Performance Metrics in Air Traffic Management Systems. A Case Study of Isavia s Air Traffic Management System. by Hulda Ástþórsdóttir Performance Metrics in Air Traffic Management Systems A Case Study of Isavia s Air Traffic Management System by Hulda Ástþórsdóttir Thesis Master of Science in Engineering Management May 2013 Performance

More information

Utilizing External Information in Continuous Innovation Processes:

Utilizing External Information in Continuous Innovation Processes: Utilizing External Information in Continuous Innovation Processes: The impact of managerial IT skills and supportive capabilities on the innovativeness of multinational companies Gunnar Óskarsson Supervisor:

More information

Adolescents Internet Use: Academic Achievement and Well-being

Adolescents Internet Use: Academic Achievement and Well-being Running head: INTERNET USE, ACADEMIC ACHIEVEMENT, AND WELL-BEING Adolescents Internet Use: Academic Achievement and Well-being Eir Arnbjarnardóttir 2015 BSc in Psychology Author: Eir Arnbjarnardóttir ID

More information

Comparison of Underground and Overhead Transmission Options in Iceland (132 and 220kV)

Comparison of Underground and Overhead Transmission Options in Iceland (132 and 220kV) Comparison of Underground and Overhead Transmission Options in Iceland (132 and 220kV) Prepared by November, 2013 THIS IS AN INDEPENDENT REPORT BY METSCO ENERGY SOLUTIONS INC. (MES) AN ENGINEERING CONSULTING

More information

Change management in financial institutions:

Change management in financial institutions: Change management in financial institutions: A case study of introducing a policy on corporate social responsibility in Landsbankinn Julia Vol September 2012 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Change management

More information

Training and Development of IT Professionals in Employment The objectives and benefits of corporate-sponsored training

Training and Development of IT Professionals in Employment The objectives and benefits of corporate-sponsored training Training and Development of IT Professionals in Employment The objectives and benefits of corporate-sponsored training Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering

More information

Icelandic university students English reading skills

Icelandic university students English reading skills MÁLFRÍÐUR 15 Icelandic university students English reading skills Robert Berman. Róbert Berman er dósent í ensku á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Reading at university is one of the most important

More information

Effects of Parental Involvement in Education

Effects of Parental Involvement in Education Effects of Parental Involvement in Education A Case Study in Namibia Guðlaug Erlendsdóttir M.Ed. Thesis University of Iceland School of Education Effects of Parental Involvement in Education A Case Study

More information

Improvement of the Governance and Management of Icelandic Public Projects

Improvement of the Governance and Management of Icelandic Public Projects Improvement of the Governance and Management of Icelandic Public Projects By Þórður Víkingur Friðgeirsson Thesis submitted to the School of Science and Engineering at Reykjavík University in partial fulfilment

More information

Production Planning and Order Fulfilment in Hybrid Maketo-Order / Make-to-Forecast Production System

Production Planning and Order Fulfilment in Hybrid Maketo-Order / Make-to-Forecast Production System THESIS FRONT PAGE This is the first page of the thesis after the cover page. Make sure that the text below (title, author, degree and date) will fit in the opening on the front cover page. Production Planning

More information

Experimental Analysis of Facebook Marketing Using Conjoint Analysis and Eye Scanning

Experimental Analysis of Facebook Marketing Using Conjoint Analysis and Eye Scanning Experimental Analysis of Facebook Marketing Using Conjoint Analysis and Eye Scanning Hildur Einarsdóttir 2013 BSc in Psychology Author name: Hildur Einarsdóttir Author ID number: 140285-2429 Department

More information

Hugvísindasvið. Ragnar Kjartansson. Þversögn leikarans í vídeóverkunum. Ritgerð til B.A.-prófs. Auður Mikaelsdóttir

Hugvísindasvið. Ragnar Kjartansson. Þversögn leikarans í vídeóverkunum. Ritgerð til B.A.-prófs. Auður Mikaelsdóttir Hugvísindasvið Ragnar Kjartansson Þversögn leikarans í vídeóverkunum Ritgerð til B.A.-prófs Auður Mikaelsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Listfræði Ragnar Kjartansson Þversögn leikarans

More information

Farþegaspá 2016. Grétar Már Garðarsson

Farþegaspá 2016. Grétar Már Garðarsson Farþegaspá 2016 Grétar Már Garðarsson Flugfélög sumar 2016 Mjög vel tengdur völlur milli heimsálfa 2016: > Um 80 áfangastaðir > 25 flugfélög Ný flugfélög Nýir áfangastaðir 2016 > British Airways London

More information

DECISION OF THE EEA JOINT COMMITTEE No 33/96 of 31 May 1996

DECISION OF THE EEA JOINT COMMITTEE No 33/96 of 31 May 1996 Agreement on the European Economic Area The EEA Joint Committee DECISION OF THE EEA JOINT COMMITTEE No 33/96 of 31 May 1996 amending Annex II (Technical regulations, standards, testing and certification)

More information

KJARASAMNINGAR. Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara

KJARASAMNINGAR. Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara KJARASAMNINGAR 2014 Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara frá 20. febrúar 2014 Skýringar Ágæti félagi, Fjölmennur fundur samninganefndar Flóafélaganna,

More information

NEAR-OPTIMAL STAFF SCHEDULING USING A MIXED INTEGER MODEL

NEAR-OPTIMAL STAFF SCHEDULING USING A MIXED INTEGER MODEL NEAR-OPTIMAL STAFF SCHEDULING USING A MIXED INTEGER MODEL May 2011 Guðríður Lilla Sigurðardóttir Master of Science in Decision Engineering NEAR-OPTIMAL STAFF SCHEDULING USING A MIXED INTEGER MODEL Guðríður

More information

Data Driven Approach to Sports Management: A Case Study Using Major League Baseball

Data Driven Approach to Sports Management: A Case Study Using Major League Baseball Data Driven Approach to Sports Management: A Case Study Using Major League Baseball Jón Ragnar Guðmundsson Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management June 2015 Data Driven Approach

More information

REYKJAVIK UNIVERSITY DATA WAREHOUSE

REYKJAVIK UNIVERSITY DATA WAREHOUSE REYKJAVIK UNIVERSITY DATA WAREHOUSE Sæmundur Melstað Master of Science Computer Science June 2014 School of Computer Science Reykjavík University M.Sc. PROJECT REPORT ISSN 1670-8539 Reykjavik University

More information

Mobile Apps for Learning English

Mobile Apps for Learning English Hugvísindasvið Mobile Apps for Learning English A Review of 7 Complete English Course Apps: Characteristics, Similarities and Differences Ritgerð til B.A.-prófs Iðunn Andersen Apríl 2013 Háskóli Íslands

More information

Combined automatic system to treat grey water and rainwater

Combined automatic system to treat grey water and rainwater Combined automatic system to treat grey water and rainwater Artur Matusiak Final thesis for BSc. degree Faculty of Electrical and Computer Engineering School of Engineering and Natural Sciences University

More information

Íðorðaskrá endurskoðenda

Íðorðaskrá endurskoðenda Íðorðaskrá endurskoðenda Ensk-íslensk. 1996. Orðanefnd FLE. Orðanefnd Félags löggiltra endurskoðenda, Reykjavík. A abacus [íslenska] talnagrind notuð við útreikninga absorbed overhead [íslenska] álagður

More information

Vorráðstefna. Ágrip erinda og veggspjalda. Haldin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands

Vorráðstefna. Ágrip erinda og veggspjalda. Haldin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands Ágrip erinda og veggspjalda Haldin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands 28.apríl 2009 Dagskrá Vorráðstefnu JFÍ 28.apríl 2009 08:30-09:00 Skráning Fundarstjóri Þorsteinn Sæmundsson 09:00-09:05 Setning

More information

Fróðskaparsetur Føroya CAMBRIDGE ENGLISH EXAMINATIONS

Fróðskaparsetur Føroya CAMBRIDGE ENGLISH EXAMINATIONS Fróðskaparsetur Føroya 2013 2014 CAMBRIDGE ENGLISH EXAMINATIONS Cambridge English: Advanced Cambridge English: Proficiency CAMBRIDGE-próvtøkurnar í enskum Í 1913 fór University of Cambridge Local Examinations

More information

ON THE CLASSIFICATION AND ESTIMATION OF COSTS IN INFORMATION TECHNOLOGY

ON THE CLASSIFICATION AND ESTIMATION OF COSTS IN INFORMATION TECHNOLOGY ON THE CLASSIFICATION AND ESTIMATION OF COSTS IN INFORMATION TECHNOLOGY A dissertation by Pétur Björn Thorsteinsson 30 ECTS credit thesis submitted to the Faculty of Engineering in partial fulllment of

More information

Master s Thesis. Cross-Cultural issues at Icelandic workplaces

Master s Thesis. Cross-Cultural issues at Icelandic workplaces Master s Thesis Submitted to: Reykjavík University School of Business V-702-ORBE Organizational Behavior 2012-3 Cross-Cultural issues at Icelandic workplaces Aya Arakaki 01/01/2013 Supervisor Jean M. Phillips,

More information

Markaðsmál, uppruni og umhverfismerkingar Samantekt úr málstofu A. Dr. Jón Þrándur Stefánsson. September 8, 2010 Sjávarútvegsráðstefnan 2010

Markaðsmál, uppruni og umhverfismerkingar Samantekt úr málstofu A. Dr. Jón Þrándur Stefánsson. September 8, 2010 Sjávarútvegsráðstefnan 2010 Markaðsmál, uppruni og umhverfismerkingar Samantekt úr málstofu A Dr. Jón Þrándur Stefánsson September 8, 2010 Sjávarútvegsráðstefnan 2010 1 Samantekt Stutt samantekt á framsögu og umræðum úr málstofu

More information

Distributed Testing of Cloud Applications Using the Jata Test Framework. Hlöðver Tómasson

Distributed Testing of Cloud Applications Using the Jata Test Framework. Hlöðver Tómasson Distributed Testing of Cloud Applications Using the Jata Test Framework Hlöðver Tómasson Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2011 DISTRIBUTED

More information

Íslenska English Dansk Deutsch Français

Íslenska English Dansk Deutsch Français Íslenska English Dansk Deutsch Français Lífið á landnámsöld Árið 2001 fundust fornleifar í Aðalstræti sem reyndust vera elstu mannvistarleifar í Reykjavík, frá því fyrir 871 ±2. Þar fannst meðal annars

More information

TJALDSVÆÐI - CAMPING - CAMPINGPLÄTZE

TJALDSVÆÐI - CAMPING - CAMPINGPLÄTZE - CAMPING CAMPINGPLÄTZE WC WC WC RENNANDI VATN COLD WATER Kaltes Wasser RENNANDI VATN HOT WATER Heisses Wasser STURTA SHOWER Dusche Heitur pottur. Jacuzzi. HeiSSer Pott TÁKN - SYMBOLS - ZEICHEN ÞVOTTAVÉL

More information

ÍSLAND (ICELAND) : Trusted List

ÍSLAND (ICELAND) : Trusted List ÍSLAND (ICELAND) : Trusted List Tsl Id: Valid until nextupdate value: 2015-07-30T19:00:00Z TSL signed on: 2015-02-02T11:31:06Z PDF generated on: Mon Feb 02 12:34:26 CET 2015 ÍSLAND (ICELAND) - Trusted

More information

University of Akureyri

University of Akureyri The Faculty of Management LOK2106 Cross-Cultural Communication Do Icelanders have the proficiency to communicate effectively across cultures? The position of cross-cultural curricula and training in Iceland

More information

TJALDSVÆÐI - CAMPING CAMPINGPLÄTZE

TJALDSVÆÐI - CAMPING CAMPINGPLÄTZE GISTINGAR - ACCOMMODATION - UNTERKUNFT www.hotel-ork.is 274 70 8 276 4 2 - TJALDSVÆÐI - CAMPING CAMPINGPLÄTZE 8 8 2 6 H 27 HÓTEL ÖRK Breiðamörk c - 80 Hveragerði 48 4700 - Fax 48 477 - info@hotel-ork.is

More information

Soil Sustainability Assessment- Proposed Soil Indicators for Sustainability. Eydís Mary Jónsdóttir

Soil Sustainability Assessment- Proposed Soil Indicators for Sustainability. Eydís Mary Jónsdóttir Soil Sustainability Assessment- Proposed Soil Indicators for Sustainability Eydís Mary Jónsdóttir Faculty of Earth Sciences University of Iceland 2011 Soil Sustainability Assessment Proposed Soil Indicators

More information

Detection of potential arable land with remote sensing and GIS

Detection of potential arable land with remote sensing and GIS LUMA-GIS Thesis nr 29 Detection of potential arable land with remote sensing and GIS A Case Study for Kjósarhreppur Brynja Guðmundsdóttir 2014 Department of Physical Geography and Ecosystem Analysis Centre

More information

Master s thesis. Policy Implementation in South African Higher Education: Governance and Quality Assurance post-1994

Master s thesis. Policy Implementation in South African Higher Education: Governance and Quality Assurance post-1994 Master s thesis Strategic management, M.S. Policy Implementation in South African Higher Education: Governance and Quality Assurance post-1994 Anna Kristín Tumadóttir University of Iceland Faculty of Business

More information

Use of Weather Data in Supply Chain Management. Elín Anna Gísladóttir. Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management

Use of Weather Data in Supply Chain Management. Elín Anna Gísladóttir. Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management Use of Weather Data in Supply Chain Management Elín Anna Gísladóttir Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management June 2015 Use of Weather Data in Supply Chain Management Elín

More information

Women in Journalism. The Situation in Iceland. Valgerður Jóhannsdóttir. Introduktion. Abstract

Women in Journalism. The Situation in Iceland. Valgerður Jóhannsdóttir. Introduktion. Abstract Nordicom-Information 37 (2015) 2, pp. 33-40 Women in Journalism The Situation in Iceland Valgerður Jóhannsdóttir Abstract More and more women have entered journalism in the last 20-30 years and they outnumber

More information

Software Patents and the EPO: Should software patents be granted under the European patent system?

Software Patents and the EPO: Should software patents be granted under the European patent system? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Lagaskor Vorönn 2009 Software Patents and the EPO: Should software patents be granted under the European patent system? Drengur Óla Þorsteinsson Lokaverkefni

More information

Approximation Algorithms for Independent Set Problems on Hypergraphs

Approximation Algorithms for Independent Set Problems on Hypergraphs Approximation Algorithms for Independent Set Problems on Hypergraphs Elena Losievskaja Doctor of Philosophy December 2009 School of Computer Science Reykjavík University Ph.D. DISSERTATION ISSN 1670-8539

More information

Analysis of claim frequency and claim size using the Bayesian approach

Analysis of claim frequency and claim size using the Bayesian approach Analysis of claim frequency and claim size using the Bayesian approach Erna Sigurgeirsdóttir Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2010 ANALYSIS

More information

Instruction Manual for: VeriFone Omni 3350 Omni 3740 Omni 3750

Instruction Manual for: VeriFone Omni 3350 Omni 3740 Omni 3750 Instruction Manual for: VeriFone Omni 3350 Omni 3740 Omni 3750 Index Instructions for Omni 3740/3750... 3 Telephone Line Connections... 3 Connection with electricity... 3 To Install a Paper Roll... 4 Omni

More information

Provision of insurance services in Iceland

Provision of insurance services in Iceland Provision of insurance services in Iceland This booklet is intended to give an overview of Icelandic legislation and administration that insurers from other EEA countries must bear in mind when providing

More information

Risk Management in. Almenni Collective Pension Fund

Risk Management in. Almenni Collective Pension Fund Risk Management in Almenni Collective Pension Fund By Birgir Rafn Gunnarsson Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Financial Engineering May 2012 Risk Management in Almenni Collective Pension

More information

Comparison between face-to-face bullying and cyber-bullying amongst elementary school students and how they cope

Comparison between face-to-face bullying and cyber-bullying amongst elementary school students and how they cope Comparison between face-to-face bullying and cyber-bullying amongst elementary school students and how they cope Stefán Örn Guðmundsson 2013 BSc in Psychology Author name: Stefán Örn Guðmundsson Author

More information

The Swine in Old Nordic Religion and Worldview

The Swine in Old Nordic Religion and Worldview The Swine in Old Nordic Religion and Worldview Lenka Kovárová Lokaverkefni til MA gráðu í norrænni trú Félagsvísindasvið The Swine in Old Nordic Religion and Worldview Lenka Kovárová Lokaverkefni til MA

More information

Macroeconomic effects of varied mortgage instruments studied using agent-based model simulations

Macroeconomic effects of varied mortgage instruments studied using agent-based model simulations Macroeconomic effects of varied mortgage instruments studied using agent-based model simulations Þórir Bjarnason Thesis of 30 ETCS credits Master of Science in Financial Engineering December 2014 Macroeconomic

More information

PROJECT MANAGEMENT IN VENTURE CAPITAL ENDEAVORS. Magnús Ágúst Skúlason. Ritgerð til meistaraprófs (MPM)

PROJECT MANAGEMENT IN VENTURE CAPITAL ENDEAVORS. Magnús Ágúst Skúlason. Ritgerð til meistaraprófs (MPM) PROJECT MANAGEMENT IN VENTURE CAPITAL ENDEAVORS Magnús Ágúst Skúlason Ritgerð til meistaraprófs (MPM) Maí 2013 PROJECT MANAGEMENT IN VENTURE CAPITAL ENDEAVORS Magnús Ágúst Skúlason Ritgerð við tækni- og

More information

Medical Research in Developing Countries

Medical Research in Developing Countries University of Iceland Hugvísindasvið School of Humanities Medical Research in Developing Countries Can Lower Ethical Standards Be Justified in Light of Kant s Moral Philosophy? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri

More information

Customer Churn Prediction for the Icelandic Mobile Telephony Market. Emilía Huong Xuan Nguyen

Customer Churn Prediction for the Icelandic Mobile Telephony Market. Emilía Huong Xuan Nguyen Customer Churn Prediction for the Icelandic Mobile Telephony Market Emilía Huong Xuan Nguyen Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2011 Customer

More information

Psoriatic Arthritis in Iceland

Psoriatic Arthritis in Iceland Psoriatic Arthritis in Iceland a study of the population of Reykjavik Þorvarður Jón Löve Thesis for the degree of Philosophiae Doctor University of Iceland School of Health Sciences Faculty of Medicine

More information

Hazard response early warning and longterm recovery

Hazard response early warning and longterm recovery Hazard response early warning and longterm recovery Guðrún Pétursdóttir Director, Institute for Sustainability Studies CoastAdapt Final Conference March 27-30 2012 Background Iceland is prone to natural

More information

Investigation of the stability system of the scapula in patients with cervical spine disorders

Investigation of the stability system of the scapula in patients with cervical spine disorders Investigation of the stability system of the scapula in patients with cervical spine disorders Assessment of scapular orientation and recruitment of the scapular stability muscles in patients with insidious

More information

Thesis Master of Project Management (MPM)

Thesis Master of Project Management (MPM) CONTINUOUS IMPROVEMENT PROJECTS IN CERTIFIED ORGANIZATIONS IN ICELAND: TRADITIONAL PROJECTS OR NOT? Sigríður Jónsdóttir Thesis Master of Project Management (MPM) May 2013 Continuous improvement projects

More information

Financial Feasibility Assessments Building and Using Assessment Models for Financial Feasibility Analysis of Investment Projects

Financial Feasibility Assessments Building and Using Assessment Models for Financial Feasibility Analysis of Investment Projects Financial Feasibility Assessments Building and Using Assessment Models for Financial Feasibility Analysis of Investment Projects Anna Regína Björnsdóttir Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering

More information

Blood Bank Inventory Management Analysis. Elísabet Edda Guðbjörnsdóttir. Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management

Blood Bank Inventory Management Analysis. Elísabet Edda Guðbjörnsdóttir. Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management Blood Bank Inventory Management Analysis Elísabet Edda Guðbjörnsdóttir Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management June 2015 Blood Bank Inventory Management Analysis Elísabet

More information

5.12.2009 - EEA AGREEMENT - ANNEX IV p. 1 ANNEX IV ENERGY. List provided for in Article 24

5.12.2009 - EEA AGREEMENT - ANNEX IV p. 1 ANNEX IV ENERGY. List provided for in Article 24 5.12.2009 - EEA AGREEMENT - ANNEX IV p. 1 ANNEX IV ENERGY List provided for in Article 24 INTRODUCTION When the acts referred to in this Annex contain notions or refer to procedures which are specific

More information

Importance of Social Media in Online Marketing and Use of Eye-Tracking Methods in Online Shopping

Importance of Social Media in Online Marketing and Use of Eye-Tracking Methods in Online Shopping Importance of Social Media in Online Marketing and Use of Eye-Tracking Methods in Online Shopping Daria Rudkova 2015 BSc Psychology Author name: Daria Rudkova Author ID number: 180591-2819 Department of

More information

Enhancing quality management of fresh fish supply chains through improved logistics and ensured traceability

Enhancing quality management of fresh fish supply chains through improved logistics and ensured traceability Thesis for the Degree of Doctor of Philosophy Enhancing quality management of fresh fish supply chains through improved logistics and ensured traceability Mai Thi Tuyet Nga Faculty of Food Science and

More information

The relationship between input mechanics, flow and auxiliary movements during videogame-play. Project Report

The relationship between input mechanics, flow and auxiliary movements during videogame-play. Project Report The relationship between input mechanics, flow and auxiliary movements during videogame-play. Project Report (Post Mortem) Autumn 2012 Arelíus Sveinn Arelíusarson Daníel Sigurðsson Reynir Örn Björnsson

More information

BIM Adoption in Iceland and Its Relation to Lean Construction. Ingibjörg Birna Kjartansdóttir. Thesis Master of Science in Construction Management

BIM Adoption in Iceland and Its Relation to Lean Construction. Ingibjörg Birna Kjartansdóttir. Thesis Master of Science in Construction Management BIM Adoption in Iceland and Its Relation to Lean Construction Ingibjörg Birna Kjartansdóttir Thesis Master of Science in Construction Management Desember 2011 BIM Adoption in Iceland and Its Relation to

More information

Glussa GYM Business plan -Lightweight baby!

Glussa GYM Business plan -Lightweight baby! Glussa GYM Business plan -Lightweight baby! Jón Ingi Þrastarson Instructor Jón Freyr Jóhannsson Business Administration Fall 2011 II Confirmation of final assignment to a bachelor degree in Business Titel

More information

THE USE OF FREE AND OPEN SOURCE SOFTWARE BY ICELANDIC SOFTWARE DEVELOPERS

THE USE OF FREE AND OPEN SOURCE SOFTWARE BY ICELANDIC SOFTWARE DEVELOPERS THE USE OF FREE AND OPEN SOURCE SOFTWARE BY ICELANDIC SOFTWARE DEVELOPERS Research report Hildur Björns Vernudóttir Spring 2010 B.Sc. Computer Science Supervisor: Marta Kristín Lárusdóttir Co-supervisor:

More information

Power and Purity: Nature as Resource in a Troubled Society

Power and Purity: Nature as Resource in a Troubled Society Environmental Humanities, vol. 5, 2014, pp. 77-100 www.environmentalhumanities.org ISSN: 2201-1919 Power and Purity: Nature as Resource in a Troubled Society Ann-Sofie N. Gremaud Department for Cross-Cultural

More information

Worldwide university ranking and its underlying basis: a perspective of university orientation towards excellence. Wenjie Xu

Worldwide university ranking and its underlying basis: a perspective of university orientation towards excellence. Wenjie Xu Worldwide university ranking and its underlying basis: a perspective of university orientation towards excellence Wenjie Xu MA thesis University of Iceland School of Education Worldwide university ranking

More information

I started to feel worse when I understood more Polish immigrants and the Icelandic media

I started to feel worse when I understood more Polish immigrants and the Icelandic media I started to feel worse when I understood more Polish immigrants and the Icelandic media Helga Ólafs Małgorzata Zielińska Félags- og mannvísindadeild Ritstjórar: Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir

More information

Volcanic hazards in Iceland

Volcanic hazards in Iceland Reviewed research article Volcanic hazards in Iceland Magnús T. Gudmundsson 1, Guðrún Larsen 1, Ármann Höskuldsson 1 and Ágúst Gunnar Gylfason 2 1 Institute of Earth Sciences, University of Iceland, Sturlugötu

More information

Hazard Assessment and Risk Mitigation for Tourists at Hekla Volcano, South Iceland

Hazard Assessment and Risk Mitigation for Tourists at Hekla Volcano, South Iceland Hazard Assessment and Risk Mitigation for Tourists at Hekla Volcano, South Iceland Jorge Eduardo Montalvo Morales Faculty of Earth Sciences University of Iceland 2010 Hazard Assessment and Risk Mitigation

More information

Den nordiske skogen forener bruk og bevaring

Den nordiske skogen forener bruk og bevaring Den nordiske skogen forener bruk og bevaring The Nordic forest - use and conservation in combination Skogbildet varierer mellom de nordiske land, men de nordiske skogene har likevel mange likheter. I våre

More information

Gender difference in stance duration and the activation pattern of gluteus medius in prepubescent athletes during drop jump and cutting maneuvers

Gender difference in stance duration and the activation pattern of gluteus medius in prepubescent athletes during drop jump and cutting maneuvers Gender difference in stance duration and the activation pattern of gluteus medius in prepubescent athletes during drop jump and cutting maneuvers Unnur Sædís Jónsdóttir Thesis for the degree of Master

More information

HPLC-MS and MSMS analysis of 2-methoxy alkylglycerols isolated from shark liver oil. Aðalheiður Dóra Albertsdóttir

HPLC-MS and MSMS analysis of 2-methoxy alkylglycerols isolated from shark liver oil. Aðalheiður Dóra Albertsdóttir HPLC-MS and MSMS analysis of 2-methoxy alkylglycerols isolated from shark liver oil Aðalheiður Dóra Albertsdóttir Faculty of Physical Sciences University of Iceland 2011 ii HPLC-MS and MSMS analysis of

More information

Heimildir. Abilgaard, L.( 2001). Porteföljer Læringsstrategi og evalueringsmetode. Aarhus: Skólamál sveitafélagsins (Kommunale skolevæsen).

Heimildir. Abilgaard, L.( 2001). Porteföljer Læringsstrategi og evalueringsmetode. Aarhus: Skólamál sveitafélagsins (Kommunale skolevæsen). Heimildir Abilgaard, L.( 2001). Porteföljer Læringsstrategi og evalueringsmetode. Aarhus: Skólamál sveitafélagsins (Kommunale skolevæsen). Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind. (2003). Almenn sálfræði:

More information

Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir 2012 IÐNÚ. Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir 2012 IÐNÚ

Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir 2012 IÐNÚ. Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir 2012 IÐNÚ Áfangi Titill bókar Höfundur Útgáfuár Útgefandi AHS1036 Saga hönnunar Ádís Jóelsdóttir 2013 IÐNÚ AND1036 AND1036 Dreifildi AND112/103 Bóksala FB AND1124 AND1124 Dreifildi AND112/103 Bóksala FB AND2036

More information

Semi-Automatic Analysis of Large Textle Datasets for Forensic Investigation

Semi-Automatic Analysis of Large Textle Datasets for Forensic Investigation Semi-Automatic Analysis of Large Textle Datasets for Forensic Investigation Sæmundur Óskar Haraldsson Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland

More information

Hugvísindasvið. Hungrvaka. Translation by Camilla Basset. Ritgerð til MA-prófs. Camilla Basset

Hugvísindasvið. Hungrvaka. Translation by Camilla Basset. Ritgerð til MA-prófs. Camilla Basset Hugvísindasvið Hungrvaka Translation by Camilla Basset Ritgerð til MA-prófs Camilla Basset June 2013 Háskóli Íslands Íslensku og menningardeild Medieval Icelandic Studies Hungrvaka Translation by Camilla

More information

ADHD, kriminalitetur og misbrúk

ADHD, kriminalitetur og misbrúk ADHD, kriminalitetur og misbrúk Tormóður Stórá, serlækni í psykiatri og leiðandi yvirlækni Julia F. Zachariassen, sjúkrarøktarfrøðingur Laila Havmand, sjúkrarøktarfrøðingur Vaksinpsykiatri, Psykiatriski

More information

Evrópsk. tungumálamappa. European Language Portfolio - Europæisk sprogportfolio Fyrir grunnskóla - For lower secondary level

Evrópsk. tungumálamappa. European Language Portfolio - Europæisk sprogportfolio Fyrir grunnskóla - For lower secondary level Evrópsk tungumálamappa EVRÓPURÁÐIÐ COUNCIL OF EUROPE - Europæisk sprogportfolio Fyrir grunnskóla - For lower secondary level Evrópsk tungumálamappa Fyrir grunnskóla for lower secondary level Tungumálapassi

More information

Seilingsliste. Nordgående. Januar. Februar

Seilingsliste. Nordgående. Januar. Februar 6 Nordgående Skip Fra Bergen Til og a Sandnessjøen Harstad Hammerfest Ankomst Trdheim Bodø Trom Hningsvåg Kirkenes Finnrken ** Kg Harald Finnrken * Kg Harald Finnrken Kg Harald Finnrken Kg Harald Finnrken

More information

LISTI YFIR ERLEND VÁTRYGGINGAFÉLÖG sem hafa tilkynnt að þau munu veita þjónustu hér á landi án starfsstöðvar eða setja upp útibú.

LISTI YFIR ERLEND VÁTRYGGINGAFÉLÖG sem hafa tilkynnt að þau munu veita þjónustu hér á landi án starfsstöðvar eða setja upp útibú. LISTI YFIR ERLEND VÁTRYGGINGAFÉLÖG sem hafa tilkynnt að þau munu veita þjónustu hér á landi án starfsstöðvar eða setja upp útibú. A list of registered foreign insurance companies that are authorized to

More information

THE SOFTWARE ADOPTION PROCESS SEEN THROUGH SYSTEM LOGS

THE SOFTWARE ADOPTION PROCESS SEEN THROUGH SYSTEM LOGS THE SOFTWARE ADOPTION PROCESS SEEN THROUGH SYSTEM LOGS June 2014 Áslaug Eiríksdóttir Master of Science in Computer Science THE SOFTWARE ADOPTION PROCESS SEEN THROUGH SYSTEM LOGS Áslaug Eiríksdóttir Master

More information

Markaðsverð. ISK52,2 ma.kr.

Markaðsverð. ISK52,2 ma.kr. Reuters AVION.IC / Bloomberg AVION IR / ICEX AVION Fjárfestingaráðgjöf Vænt verð eftir 12 mán. Anna M. Ágústsdóttir +354 410 7385 anna.agustsdottir@landsbanki.is Atvinnugrein Fjárfestingafélag á sviði

More information

A software development

A software development A software development Business plan and feasibility assessment Daníel Auðunsson Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management May 2015 A software development Business plan and

More information

Provision of insurance services in Iceland

Provision of insurance services in Iceland Provision of insurance services in Iceland This booklet is intended to give an overview of Icelandic legislation and administration that insurers from other EEA countries must bear in mind when providing

More information

Post and Telecom Administration in Iceland Annual report 2011

Post and Telecom Administration in Iceland Annual report 2011 Post and Telecom Administration in Iceland Annual report 20 POST- AND TELECOM ADMINISTRATION 3 Table of Contents Address by the Managing Director...3 Increased operations in times of recession...3 Improved

More information

Gyper: A graph-based HLA genotyper using aligned DNA sequences

Gyper: A graph-based HLA genotyper using aligned DNA sequences Gyper: A graph-based HLA genotyper using aligned DNA sequences Hannes Pétur Eggertsson Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2015 GYPER:

More information

A Giovanni, il più bel regalo che ho ricevuto dai miei genitori. and to all those who have a fancy for the cyclic movement of a bicycle chain

A Giovanni, il più bel regalo che ho ricevuto dai miei genitori. and to all those who have a fancy for the cyclic movement of a bicycle chain Verbs, Subjects and Stylistic Fronting A comparative analysis of the interaction of CP properties with verb movement and subject positions in Icelandic and Old Italian Irene Franco Major Advisor: Prof.

More information

Emerging Trends in Information Technology Departments of Major Icelandic Corporations

Emerging Trends in Information Technology Departments of Major Icelandic Corporations Emerging Trends in Information Technology Departments of Major Icelandic Corporations William J. Tastle Visiting Research Professor University of Iceland, Reykjavik and Department of Business Administration

More information

FB Bókalisti vorannar 2008 14. desember 2007. På udebane 2, lestrarbók (ný útgáfa), verkefnabók og hlustunaræfingar.

FB Bókalisti vorannar 2008 14. desember 2007. På udebane 2, lestrarbók (ný útgáfa), verkefnabók og hlustunaræfingar. Áfangi Höfundur Heiti Útgáfa Útgefandi AHS1036 Ásdís Jóelsdóttir Tíska aldanna 2005 Mál og Menning AHS2036 Ásdís Jóelsdóttir Tíska aldanna 2005 Mál og Menning AHS3136 Ásdís Jóelsdóttir Tíska aldanna 2005

More information

DEVELOPING AN ICELANDIC TO ENGLISH SHALLOW TRANSFER MACHINE TRANSLATION SYSTEM

DEVELOPING AN ICELANDIC TO ENGLISH SHALLOW TRANSFER MACHINE TRANSLATION SYSTEM DEVELOPING AN ICELANDIC TO ENGLISH SHALLOW TRANSFER MACHINE TRANSLATION SYSTEM Martha Dís Brandt Master of Science Language Technology January 2011 School of Computer Science Reykjavík University M.Sc.

More information

qflow: a fast customer-oriented NetFlow database for accounting and data retention

qflow: a fast customer-oriented NetFlow database for accounting and data retention qflow: a fast customer-oriented NetFlow database for accounting and data retention Hallgrímur H. Gunnarsson Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of

More information

Device Insurance Premiums

Device Insurance Premiums Device Colour Premium Term Apple iphone 4S 8GB Black R 83.00 Month to Month Apple iphone 4S 8GB White R 83.00 Month to Month Apple iphone 5S 16GB Gold R 151.00 Month to Month Apple iphone 5S 16GB Gray

More information

Workshop on SME s and Nordic Food Competence Centres

Workshop on SME s and Nordic Food Competence Centres Workshop on SME s and Nordic Food Competence Centres Gunnþórunn Einarsdóttir Guðjón Þorkelsson Nýsköpun og neytendur Skýrsla Matís 21-12 Maí 2012 ISSN 1670-7192 Workshop on SME s and Nordic Food Competence

More information

Quick Service Restaurant Trends How are global quick service restaurant trends changing the Icelandic quick service restaurant industry?

Quick Service Restaurant Trends How are global quick service restaurant trends changing the Icelandic quick service restaurant industry? Quick Service Restaurant Trends How are global quick service restaurant trends changing the Icelandic quick service restaurant industry? Sigurjón Arnórsson May 2013 M.Sc. Thesis: International Business

More information