Þjóðarspegillinn 2011

Size: px
Start display at page:

Download "Þjóðarspegillinn 2011"

Transcription

1 Þjóðarspegillinn 2011 RANNSÓKNIR Í FÉLAGSVÍSINDUM XII Félags- og mannvísindadeild Erindi flutt á ráðstefnu í október 2011 Ritstjórar Ása Guðný Ásgeirsdóttir, Helga Björnsdóttir og Helga Ólafs Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands

2 2011 Höfundar ISSN ISBN Öll réttindi áskilin Greinar í bók þessari má afrita í einu eintaki til einkanota, en efni þeirra er verndað af ákvæðum höfundalaga og með öllum réttindum áskildum. II

3 Efnisyfirlit Höfundalisti...IX Formáli...XI Að rekast óvænt á upplýsingar Upplýsingaöflun aldraðra og aðstandenda þeirra Ágústa Pálsdóttir... 1 Polish construction workers in Iceland Rights and perceptions of inequalities at building sites Álfrún Sigurgeirsdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir... 8 Menntunarhlutverk safna: Máttleysi og/eða möguleikar AlmaDís Kristinsdóttir...15 Leið tómt á eftir, maður var að leita að einhverju Rannsókn á reynslu íslenskra unglingsstúlkna af því að byrja að stunda kynlíf með hliðsjón af stöðu kynjanna í samfélaginu Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Elvý Guðríður Hreinsdóttir og Andrea Hjálmsdóttir...22 Þetta var bara svona Konur í iðnaði á Akureyri Andrea Hjálmsdóttir og Arndís Bergsdóttir Þyngd og hreyfing íslenskra skólabarna Anna Lilja Sigurvinsdóttir og Ársæll Már Arnarsson From shortage of labour to shortage of jobs: Polish unemployed migrants in Iceland Anna Wojtyńska Menningarhús tilfinninganna Arnar Árnason og Sigurjón Baldur Hafsteinsson Hvernig stjórna unglingsstúlkur þyngd sinni? Ársæll Már Arnarsson og Lilja Rut Geirdal Jóhannsdóttir Óhreinu börnin hennar Evu Um skóla án aðgreiningar og ADHD Ásdís Ýr Arnardóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir Óöryggi í starfi, ólík upplifun kvenna og karla? Ásta Snorradóttir...79 Seinfærir foreldrar Fjölskyldan, fagfólk og samfélag í ljósi mannréttindasáttmála Ástríður Stefánsdóttir...91 Birtingarmynd kvenna í Nýju Lífi Bára Jóhannesdóttir og Ingólfur V. Gíslason III

4 Félagsfræði íslenskra kvikmynda Benedikt Grétarsson og Helgi Gunnlaugsson Íslensk dagblöð fyrir og eftir hrun Birgir Guðmundsson Línudans stjórnandans Skólastjórar leik- og grunnskóla á Akureyri Bryndís Elfa Valdemarsdóttir og Sigurbjörg Rún Jónsdóttir Er hjartað hætt að slá? Skólabókasöfn á krepputímum Brynhildur Þórarinsdóttir Að rannsaka merkingu hugtaks: Landslag og upplifun almennings Edda R.H. Waage Rannsóknir á félagslegum aðstæðum og lífsgæðum fatlaðs fólks Eiríkur Smith og Rannveig Traustadóttir After Katrina: An Exploration of Structure, Identity and Communication in the Adaptation of Hurricane Evacuees to Texas Erla S. Kristjánsdóttir og Sara DeTurk Kynjakvóti og ójöfnuður við stjórnun íslenskra fyrirtækja Viðhorf og væntingar Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Fagurfræðileg upplifun af íslensku landslagi Hvernig á að meta hið ómælanlega? Guðbjörg R. Jóhannesdóttir User involvement and learning outcomes of adult guidance in the Nordic countries Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Andrea G. Dofradóttir Óskabörn allrar þjóðarinnar? Umfjöllun í blöðum og tímaritum um fatlaða íslenska afreksmenn í íþróttum Guðmundur Sæmundsson og Kristín Björnsdóttir Why are disability pensioners not as happy as the rest of us? Life satisfaction, self-assessed health and well-being among disability pensioners Guðrún Hannesdóttir og Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir Alþjóðasamfélagið og óstöðug smáríki Kosningar í Gíneu-Bissá Guðrún Helga Jóhannsdóttir og Jónína Einarsdóttir Áskoranir og ávinningur Diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun á Menntavísindasviði Guðrún V. Stefánsdóttir Það eru þessir Pólverjar Hallfríður Þórarinsdóttir IV

5 Fer doktorsmenntun í askinn eða vaskinn? Hans Kristján Guðmundsson Orðnotkun leikskólabarna um segulkrafta meðan þau taka þátt í Vísindaleik Haukur Arason Nýr mannréttindasáttmáli fyrir fatlað fólk Helga Baldvins- og Bjargardóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir Vilja Íslendingar harðari refsingar en dómarar fyrir efnahagsbrot og kynferðisbrot gegn börnum? Helgi Gunnlaugsson Hvað skyldu margir vera veikir í dag? Líðan, heilsa og vinnutengd viðhorf starfsfólks sveitarfélaga Hjördís Sigursteinsdóttir Einelti unglinga Félagslegir áhættuþættir Hlín Kristbergsdóttir og Jón Gunnar Bernburg Hlutur náms í sköpun framtíðarsýnar fanga Inga Guðrún Kristjánsdóttir og Guðný Guðbjörnsdóttir Karlar í kvenna störfum Ingólfur V. Gíslason Maintaining the status quo Charity in the context of disability James G. Rice ISO 9001:2008-vottun Sérstaklega eftirsóknarverð eftir hrunið Jóhanna Gunnlaugsdóttir Er rýmið í íslenskum framhaldsskólum gagnkynhneigt? Búningsklefinn, leikfimisalurinn og skólastofan Jón Ingvar Kjaran og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Þekki ég nú börn mín aftur... Menningarsköpun hástétta með kvenklæðnaði og mótun íslenskrar þjóðarímyndar á 19. öld Karl Aspelund Handan norðursins Katla Kjartansdóttir og Kristinn Schram Landslag: flæði, fléttur, frásagnir, form Katrín Anna Lund Velferðarstig þjóða Þróun velferðarvísis á grundvelli þarfakenningar Doyals og Gough Kolbeinn H. Stefánsson V

6 Skörun kynþáttafordóma og þjóðernishyggju: Fólk af afrískum uppruna á Íslandi Kristín Loftsdóttir Er leikskólinn sólkerfi, reikistjarna eða tungl? Eftirnýlenduvæðing leikskólahugmyndafræðinnar Kristín Dýrfjörð Ástin vex á trjánum Um ástina og aðgengi að henni í lífi ungs fólks með þroskahömlun Kristín Lilliendahl Academic Apartheid Kristinn Már Ársælsson Konur, trú og slæður Kristján Þór Sigurðsson The inclusion of marginalized social groups: The link between disability studies and democratic theory Laufey E. Löve og Rannveig Traustadóttir Fordómar og umburðarlyndi Íslendinga fyrir og eftir hrun Linda Björk Pálmadóttir, Jón Gunnar Bernburg Anna Soffía Víkingsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir Degrees of Outness Motherhood, Work and Lesbian Identity. Linda Guðmundsdóttir og Angela Coyle Ólíkar hliðar náttúruvísindamenntunar Hugtökin orka og orkuflæði í opinberum námskrám Meyvant Þórólfsson Guðspjall náttúrunnar Myndlíkingar og trúarreynsla í boðun tveggja íslenskra kennimanna Pétur Pétursson Árangursrík nótnalestrarkennsla eftir líkani Beinnar kennslu (Direct Instruction, DI): Árangursmat á frammistöðu sex nemenda með margföldu grunnlínusniði (Single case experimental design, Multiple baseline) Rafn Emilsson og Zuilma Gabríela Sigurðardóttir How can we know what we know? A socio-technical method to organize and preserve intellectual capital in Icelandic organizations Ragna Haraldsdóttir Fjölskyldugerð, aðhald og stuðningur foreldra og áfengisnotkun unglinga Rúnar Vilhjálmsson Heilsugæsla í Gíneu-Bissá: Áhrif umbunar á starf sjálfboðaliða og þátttöku Sigríður Baldursdóttir og Jónína Einarsdóttir VI

7 Parkinson og gildi hópastarfs jafningjastuðnings Hver er reynsla þátttakenda? Sigrún Gunnarsdóttir Samleiðniverkefnið sjálfbærni og jafnrétti innan þolmarka jarðarinnar Sigrún María Kristinsdóttir doktorsnemi, Kristín Vala Ragnarsdóttir, Brynhildur Davíðsdóttir og Samleiðniverkefnishópurinn Er sjúkdómsvæðing góð eða slæm þróun á Íslandi? Orðræða stefnumótenda, sérfræðinga og hagsmunaaðila Sigrún Ólafsdóttir Útvortis háttur fyrri aldar manna : Sigurður Guðmundsson málari og arkitektúr Sigurjón Baldur Hafsteinsson Þátttaka á efri árum Hefur búseta í sveit eða bæ áhrif? Sólveig Ása Árnadóttir og Elín Díanna Gunnarsdóttir Hér í sveitinni eru mörg þúsund bækur... Stefanía Júlíusdóttir Income inequality developments through Iceland s boom and bust Stefán Ólafsson Recontextualisation of innovation into education Svanborg R Jónsdóttir og Allyson Macdonald Kynjaflækja hinsegin mæðra Svandís Anna Sigurðardóttir og Þorgerður Þorvaldsdóttir Ferðavenjur íbúa í Ólafsfirði og á Siglufirði fyrir opnun Héðinsfjarðarganga Sveinn Arnarsson og Þóroddur Bjarnason Tilhlökkun eða andóf? Graffiti í San Lorenzo de El Escorial Sveinn Eggertsson Holistic Health: The Doctors View Sveinn Guðmundsson Prestlærðir safnarar þjóðsagna á 19. öld Terry Gunnell The cultural worker Tinna Grétarsdóttir, Ásmundur Ásmundsson og Hannes Lárusson Hvar fá innflytjendur aðild og hvar er þeim haldið utan við þátttöku í bæjar- og þorpslífinu á Vestfjörðum? Unnur Dís Skaptadóttir og Ólöf Júlíusdóttir VII

8 Að rúnta in Reykjavík Exploring mobilities, spaces and methodologies Virgile Collin-Lange Information literacy Learning theories and assessment Þórdís T. Þórarinsdóttir og Ágústa Pálsdóttir Fólksfjölgun á landsbyggðinni? Þóroddur Bjarnason Siðfræði og fagmennska í heimi fáránleikans: Um siðrof, útlaga og fagmenn í kvikmynd Sams Peckinpah The Wild Bunch Þórólfur Þórlindsson VIII

9 Höfundalisti Allyson Macdonald, prófessor HÍ AlmaDís Kristinsdóttir, lektor HÍ Andrea G. Dofradóttir, verkefnisstjóri Félagsvísindastofnun HÍ Andrea Hjálmsdóttir, lektor HA Angela Coyle, prófessor City University London Anna Lilja Sigurvinsdóttir, MA/MS-nemi HA Anna Soffía Víkingsdóttir, BA HÍ Anna Wojtynska, doktorsnemi HÍ Arnar Árnason, lektor University of Aberdeen Arndís Bergsdóttir, MA nemi HA Ágústa Pálsdóttir, prófessor HÍ Álfrún Sigurgeirsdóttir, MA HÍ Ársæll Már Arnarsson, prófessor HA Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir, doktorsnemi HÍ Ásdís Ýr Arnardóttir, MA HÍ Ásmundur Ásmundsson, myndlistarmaður Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, MA nemi HA Ásta Snorradóttir, doktorsnemi HÍ Ástríður Stefánsdóttir, dósent HÍ Bára Jóhannesdóttir, MA HÍ Benedikt Grétarsson, MA HÍ Birgir Guðmundsson, dósent HA Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, MPA í opinberri stjórnsýslu Brynhildur Davíðsdóttir, dósent HÍ Brynhildur Þórarinsdóttir, lektor HA Edda R.H. Waage, doktorsnemi HÍ Eiríkur Smith, doktorsnemi HÍ Elín Díanna Gunnarsdóttir, dósent HA Elvý G. Hreinsdóttir, BA HA Erla S. Kristjánsdóttir, PhD Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor HÍ Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, doktorsnemi HÍ Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor HÍ Guðmundur Sæmundsson, aðjúnkt HÍ Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor HÍ Guðrún Hannesdóttir, fræðimaður HÍ Guðrún Helga Jóhannsdóttir, doktorsnemi HÍ Guðrún V. Stefánsdóttir, dósent HÍ Hallfríður Þórarinsdóttir, fræðimaður Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent HÍ Hannes Lárusson, myndlistamaður Hans Kristján Guðmundsson, dr. og forseti viðskipta- og raunvísindasviðs HA Haukur Arason, dósent HÍ Helga Baldvins- og Bjargardóttir, MA nemi HÍ Helgi Gunnlaugsson, prófessor HÍ Hjördís Sigursteinsdóttir, doktorsnemi og sérfræðingur, RHA Hlín Kristbergsdóttir, MA HÍ Inga Guðrún Kristjánsdóttir, MA HÍ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor HA Ingólfur V. Gíslason, dósent HÍ IX

10 James G. Rice, nýdoktor HÍ Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor HÍ Jón Gunnar Bernburg, prófessor HÍ Jón Ingvar Kjaran, doktorsnemi HÍ Jónína Einarsdóttir, prófessor HÍ Karl Aspelund, PhD Katla Kjartansdóttir, verkefnastjóri Katrín Anna Lund, dósent HÍ Kolbeinn Stefánsson, aðjúnkt HÍ Kristinn Már Ársælsson, MA í félagsfræði HÍ Kristinn Schram, nýdoktor Kristín Björnsdóttir, lektor HÍ Kristín Dýrfjörð, lektor HA Kristín Lilliendahl, aðjúnkt HÍ Kristín Loftsdóttir, dósent HÍ Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ Kristján Þór Sigurðsson, doktorsnemi HÍ Laufey E. Löve, doktorsnemi HÍ Lilja Rut Geirdal Jóhannsdóttir, BA/BS HA Linda Björk Pálmadóttir, BA HÍ Linda Guðmundsdóttir, doktorsnemi HÍ Meyvant Þórólfsson, lektor HÍ Ólöf Júlíusdóttir, MA HÍ Pétur Pétursson, prófessor HÍ Rafn Emilsson, MA HÍ Ragna Haraldsdóttir, doktorsnemi HÍ Rannveig Traustadóttir, prófessor HÍ Rúnar Vilhjálmsson, prófessor HÍ Sara DeTurk, dósent University of Texas at San Antonio Sigríður Baldursdóttir, doktorsnemi HÍ Sigrún Gunnarsdóttir, lektor HÍ Sigrún María Kristinsdóttir, doktorsnemi HÍ Sigrún Ólafsdóttir, lektor Boston University Sigurbjörg Rún Jónsdóttir, MS í mannauðsstjórnun Sigurjón Baldur Hafsteinsson, lektor HÍ Sólveig Ása Árnadóttir, dósent HA Stefanía Júlíusdóttir, lektor HÍ Stefán Ólafsson, prófessor HÍ Svanborg R. Jónsdóttir, doktorsnemi HÍ Svandís Anna Sigurðardóttir, MA HÍ Sveinn Arnarsson, BA-nemi HA Sveinn Eggertsson, lektor HÍ Sveinn Guðmundsson, doktorsnemi HÍ Terry Gunnell, prófessor HÍ Tinna Grétarsdóttir, PhD HÍ Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor HÍ Virgile Collin-Lange, doktorsnemi HÍ Zuilma Gabríela Sigurðardóttir, dósent HÍ Þorgerður Þorvaldsdóttir, doktorsnemi HÍ Þórdís T. Þórarinsdóttir, doktorsnem HÍ Þóroddur Bjarnason, prófessor HA Þórólfur Þórlindsson, prófessor HÍ X

11 Formáli Þjóðarspegillinn, hin árleg ráðstefna Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands er nú haldin í tólfta sinn. Frumkvæðið að ráðstefnunni átti Friðrik H. Jónsson, prófessor í sálarfræði og forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem lést fyrir aldur fram á síðasta ári. Markmið ráðstefnunnar hefur ætíð verið að gefa fræðafólki kost á að kynna rannsóknir sínar og hugarsmíðar og ekki síst að efna til samræðna við almenning. Þjóðarspegillinn er þannig hvort tveggja í senn: vettvangur fræðilegrar umræðu og nokkurs konar uppskeruhátíð félagsvísinda. Á síðasta ári var gerð sú breyting á fyrirkomulagi að ráðstefnurit Þjóðarspegilsins var einungis á rafrænu formi og að höfundum var gefinn kostur á að senda inn greinar til bæði ritrýningar og ritstýringar. Fjöldi innsendra greina jókst umtalsvert fyrir vikið en skiptar skoðanir voru þó á því hversu vel þetta fyrirkomulag þótti takast. Því var í ár ákveðið að horfa frá því að bjóða upp á þessa tvo kosti en hafa eingöngu ritsýrðar greinar eins og áður, en halda áfram að gefa ritið út á rafrænu formi. Hvað síðar verður mun tíminn leiða í ljós. Fjölbreytileiki greina í Þjóðarspeglinum hefur aukist jafnt og þétt með ári hverju og endurspeglar hann ekki aðeins breitt fræðasvið og öflugt rannsóknarstarf, heldur er hann einnig til marks um þá miklu grósku sem er í félagsvísindum hér á landi. Í því rafræna ráðstefnuriti sem hér birtist er að finna 145 greinar og af þeim eru 76 í Félags-og mannvísindadeild. Þannig má til dæmis lesa um fyrirbæri eins og rúntinn í Reykjavík, karla í kvennastörfum, góðgerðarstarfsemi og fötlun, velferðarstig þjóða og línudans skólastjórnenda í leik- og grunnskólum á Akureyri svo fátt eitt sé nefnt. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur, eins og ávallt, veg og vanda að öllum undirbúningi, skipulagi og framkvæmd ráðstefnunnar og hefur starfsfólk hennar unnið frábært starf sem endranær. Á engan er hallað þó þar séu sérstaklega nefnd til sögunnar þau Vala Jónsdóttir, Sóley Lúðvíksdóttir, Gunnar Þór Jóhannesson, Hlín Kristbergsdóttir og Anna María Valdimarsdóttir. Höfundar, og allir þeir sem unnið hafa að undirbúningi og útgáfu ritsins með einum eða öðrum hætti, er hér með þakkað fyrir gott samstarf og vel unnin störf. Ritstjórar Ása Guðný Ásgeirsdóttir, Helga Björnsdóttir og Helga Ólafs XI

12 Óhreinu börnin hennar Evu Um skóla án aðgreiningar og ADHD Ásdís Ýr Arnardóttir Hanna Björg Sigurjónsdóttir Fyrir rúmri öld voru fyrstu lög um skólaskyldu sett á hér á landi. Lögin gerðu ráð fyrir skólaskyldu barna sem til þess þóttu hæf (Lög um fræðslu barna nr. 59/1907). Markmið laganna var að efla velferð og auka hagsæld þjóðfélagsins ásamt því að tryggja jafnrétti og bæta félagsfærni ungs fólks (Guðmundur Finnbogason, 1994; Gretar L. Marinósson, 2003). Sú aðgreining sem þótti eðlileg og sjálfsögð þá er ekki eins sjálfgefin í dag enda er yfirlýst og lögfest menntastefna yfirvalda skóli án aðgreiningar (Lög um grunnskóla, nr. 91/2008, 17.gr.). Reglugerð um sérþarfir nemenda í grunnskóla nr. 585/2010 skilgreinir skóla án aðgreiningar sem:... grunnskóla í heimabyggð eða nærumhverfi nemenda þar sem komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir nemenda í almennu skólastarfi með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi (2. gr. 2. mgr.). Auk þess að lögfesta hugmyndafræðina voru gerðar talsverðar breytingar á þeim lagabálkum sem snerta íslenskt skólakerfi. Tvær meginbreytingar á lögum um grunnskóla frá árinu 2008 hafa sérstök áhrif á stöðu nemenda með hegðunarvandamál og athyglisbrest og ofvirkni (ADHD). Ótímabundin brottvísun er önnur þeirra en í fyrri löggjöf hafði skólastjóri aðeins heimild til að vísa nemanda frá skóla tímabundið meðan unnið væri að lausn mála en í umsögn menntamálaráðherra kemur fram að skólastjórar hafi nýtt sér það úrræði án lagaheimildar og því er brugðist við með þessum hætti. Önnur veigamikil breyting á löggjöfinni er að ekki er lengur heimilt að lengja skólaskyldu eftir 16 ára aldur eða að hætta námi eftir 9. bekk (Þingskjal 319, ). Menntun er fólki með skerðingar sérlega mikilvæg því hún dregur úr misvægi sem myndast á milli færni einstaklingsins og krafna samfélagins. Forvarnargildi menntunar er að sama skapi óumdeilt, með aukinni menntun aukast lífsgæði einstaklinga og það dregur úr líkum á áhættuhegðun (sjá t.d. Corkum, McGonnell og Schachar, 2010; DuPaul o.fl., 2006; Kofler, Rappaport og Alderson, 2008; McGoey, Eckert og DuPaul, 2002) Séu nemendur með ADHD útilokaðir frá almennu skólakerfi aukast áhrif skerðingar þeirra og staða þeirra innan samfélagsins verður erfiðari, ásamt því að hætta á áhættuhegðun eykst (Young, 2000). Ungt fólk með ADHD, sem og önnur ungmenni, eiga rétt á menntun og þeim tækifærum sem menntun gefur. Þessi grein byggir á meistararannsókn Ásdísar Ýr Arnardóttur (2011) sem skoðaði samspil ADHD og skóla án aðgreiningar. Greinin er byggð upp þannig að fyrst er stuttlega greint frá aðferðafræði rannsóknarinnar, því næst er greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar þar sem hugmyndafræði skóla án aðgreiningar er höfð að leiðarljósi í tengslum við fyrirkomulag menntunar, skilning sérfræðinga í menntamálum á hugmyndafræðinni, hvernig sveigjanleiki birtist sem aðgreining, hlutverki foreldra og að síðustu er umfjöllun beint að tilvist sérskóla innan skóla án aðgreinigar. Greininni lýkur á lokaorðum þar sem umræðan er dregin saman út frá markmiðum rannsóknarinnar. 71

13 Ásdís Ýr Arnardóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir Rannsóknin Rannsóknin er unnin með eigindlegum rannsóknaraðferðum. Eigindleg aðferðafræði á rætur að rekja til fyrirbærafræða þar sem leitast er við að skilja fremur en að skýra veruleikann (Bogdan og Biklen, 2007). Gögnum var safnað með tvennum hætti, með viðtölum og úr opinberum gögnum Viðtölin voru öll hljóðrituð með leyfi þátttakenda og afrituð orðrétt og hljóðskrám síðan fargað. Notaðar voru aðferðir túlkunarfræða og grundaðrar kenningar við greiningu gagna (Bogdan og Bilken, 2007). Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu maí 2006 til maí Þátttakendum í rannsókninni var skipt í tvo hópa eftir stöðu þeirra, en alls voru þeir 12 talsins. Fimm þátttakendur mynduðu hópinn Ungmenni og foreldrar og sjö þátttakendur hópinn Fulltrúar kerfisins. Auk þess að ræða við nemendur, foreldra þeirra og fulltrúa kerfisins var upplýsinga aflað um stöðu og möguleika þessa hóps út frá skjölum um regluverk skólakerfisins og stefnumótun með það fyrir augum að varpa ljósi á viðhorf til skóla án aðgreiningar. Þær niðurstöður sem greint er frá hér byggja fyrst og fremst á sjónarhornum kerfisins og foreldra eins ungmennis ásamt opinberum skjölum. Nemendur með ADHD virðast vera hornreka í menntakerfi okkar. Rannsóknir hafa sýnt að menntun er lykill að velferð og tækifærum í samfélaginu sem eiga að standa öllum þjóðfélagsþegnum til boða. Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast þekkingu á náms- og kerfislegum veruleika unglinga með ADHD í unglingadeildum sérskóla út frá viðmiðum um hefðbundna skólagöngu með eftirfarandi rannsóknarspurningu að leiðarljósi: Hvað felst í raun í hugmyndafræðinni skóli án aðgreiningar sé litið til skólagöngu þessa hóps? Skóli án aðgreiningar Salamanca-yfirlýsingin og rammaáætlun um menntun barna með sérþarfir (hér eftir Salamanca-yfirlýsingin) markar upphaf þess að skólastefnan skóli án aðgreiningar varð hluti af íslenskri menntastefnu. Telja má að Salmanca-yfirlýsingin taki af allan vafa um það hvernig skilgreina skuli hugmyndafræðina og hvernig eigi vinna að því að hún nái fótfestu. Við fyrstu sýn virðist sem að stefnan sé tiltölulega skýr í íslensku lagaumhverfi og það einföld að allir eigi rétt á námi við hæfi í almennum grunnskóla en svo er þó ekki. Menntun lykilatriði, heimaskóli aukaatriði Þrátt fyrir fögur fyrirheit er ljóst að skólastefnan skóli án aðgreiningar á ekki við um alla nemendahópa, ólíkt því sem Salamanca yfirlýsingin gengur út frá. Þversagna gætir í lagaumhverfinu þar sem bæði er gert ráð fyrir því að nemendur með sérþarfir njóti kennslu og þjónustu innan heimaskóla og að sveitarfélög geti stofnað til sérúrræða fyrir tiltekna hópa. Það er ekki í anda Salamanca-yfirlýsingarinnar og fer gegn markmiðum hennar en yfirlýsingin gengur út frá því að menntun í heimaskóla sé virkasta aflið gegn mismunun. Í drögum að nýrri Aðalnámskrá fyrir grunnskóla (Menntamálaráðuneytið, 2010) er svipaður taktur og í lagaumhverfinu. Skólum er skylt að mennta alla nemendur á árangursríkan hátt án tillits til sérþarfa nema í þeim tilvikum þar sem sérfræðingar eða foreldrar barns telja að hagsmunum þess sé best borgið í sérgreindu skólaúrræði. Aðalnámskrá grunnskóla fjarlægist Salamanca-yfirlýsinguna enn frekar í eftirfarandi málsgrein: 72

14 Óhreinu börnin hennar Evu Með skóla án aðgreiningar er átt við grunnskóla í heimabyggð eða nærumhverfi nemenda þar sem komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir þeirra í almennu skólastarfi með manngildi, lýðræði og félagslegt réttlæti að leiðarljósi (Menntamálaráðuneytið, 2010). Hér má líta svo á að skóli án aðgreiningar eigi ekki endilega við um heimaskóla nemenda, heldur grunnskóla í heimabyggð. Það er í samræmi við Skólamálastefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem lítur svo á að skóli án aðgreiningar feli í sér rétt allra nemenda til menntunar þar sem fyrst segir: Skóli fyrir alla allir eiga rétt á að vera í skóla og ekki er gerður greinarmunur á sérskóla eða almennum skóla. Því má álykta að samkvæmt stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga skipti meginmáli að menntun eigi sér stað en ekki hvar hún fari fram. Stefna Sambandsins er í mótsögn við Salamanca-yfirlýsinguna og gefur sterkar vísbendingar um stöðu hugmyndafræðinnar innan sveitarfélaga þar sem grunnskólar eru á forræði þeirra. Ákveðinnar andstöðu gætir í stefnu Sambandsins til hugmyndafræði skóla án aðgreiningar en þar segir að grunnskólalög gangi að einhverju leyti of langt í stefnumörkun sinni þar sem þjónusta innan margra skóla sé takmörkuð. Salamanca-yfirlýsingin, sem íslenska ríkið skuldbatt sig til að vinna samkvæmt, hefur ekki haldið vægi sínu alla leið að rekstraraðilum grunnskólanna þar sem aðeins er litið á skóla án aðgreiningar sem rétt allra til menntunar. Í ljósi þessa er mikilvægt að huga að skilningi sérfræðinga í menntamálum á hugmyndafræðinni. Mismunandi skilningur sérfræðinga í menntamálum Fagfólk í menntamálum ræður miklu um það hvernig skóli án aðgreiningar virkar í reynd. Skilningur þess er mjög ólíkur og virðist helgast að einhverju leyti af stöðu þess innan skólakerfisins og nálægð þeirra við nemendurna sjálfa. Sérfræðingar menntamálaráðuneytis skilgreina hugmyndafræðina sem skóla sem taka á við öllum nemendum, óháð því hvort um sé að ræða skerðingar eða raskanir sem kalli á einstaklingsbundið kennslufyrirkomulag. Samt sem áður gera þeir ráð fyrir því að sérskólar séu innan hugmyndafræðinnar svo lengi sem nemendur þeirra eigi ávallt greiða leið í almenna skóla. Sérfræðingar ráðuneytisins líta svo á að öll sveitarfélög eigi að framfylgja stefnunni um skóla án aðgreiningar og sérskóli eigi aldrei að vera fyrsta úrræði en oft skorti sveigjanleika í hugarfari sem standi stefnunni fyrir þrifum. Því er jafnframt gjarnan haldið fram að ósveigjanleiki kerfisins og fjárframlög til skóla hindri framkvæmdina en þeir segja að hvert sveitarfélag fái fjárveitingu til að standa straum af einstaklingsmiðaðri kennslu. Þessu til viðbótar benda þeir á að yfirleitt séu fagleg rök höfð að leiðarljósi þegar skólaúrræði séu ákveðin nema fyrir þennan hóp,en...þá eru alls konar rök notuð.... Salamanca yfirlýsingin hins vegar gerir ekki greinarmun á ólíkum þörfum nemenda og reynsla ráðuneytismanna sýnir að nemendur ADHD njóta oft ekki sammælis innan skólakerfisins. Innan Sambands íslenskra sveitarfélaga skilgreina sérfræðingar sambandsins skóla án aðgreiningar sem skóla fyrir alla án þess að tiltaka hvort menntun eigi sér stað í heimaskóla eða sérskóla. Þeir telja að djúp gjá sé á milli hugmyndafræðinnar og framkvæmdar en sjónarmið þeirra endurspegla Skólamálastefnu sambandsins. Að mati þeirra eru sjónarmið höfuðborgarsvæðisins ríkjandi í stefnumörkun hins opinbera og að skólastefnan verði enn fjarlægari möguleiki á minni stöðum á landsbyggðinni. Þeir séu illa í stakk búnir til að veita fullnægjandi þjónustu og erfitt er að mynda viðvarandi þjónustustig þrátt fyrir að skólastefnan sé siðferðislega rétt. Sérfræðingar Sambandsins telja stefnuna að mörgu leyti fjarstæðukennda því ekki sé unnt að setja sömu kröfur á alla skóla þar sem bjargir þeirra séu misjafnar og mannauður einnig. Að þeirra mati væri vænlegra til árangurs að útbúa miðlægar stuðningsmiðstöðvar um landið fyrir skóla til að fylgja stefnunni eftir. 73

15 Ásdís Ýr Arnardóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir Sérfræðingur Reykjavíkurborgar í menntamálum leggur svipaðan skilning í stefnuna og sérfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga en bætir því við að skóli án aðgreiningar byggi á frelsi foreldra til að velja skóla við hæfi. Hann leggur litla áherslu á hlutverk sveitarfélaga í að búa til raunverulegt val fyrir foreldra sem tekur til heimaskóla nemenda. Hann bendir á að opinber stefna borgarinnar frá árinu 2002 sé skóli án aðgreiningar sem snúist ekki endilega um að hver skóli eigi að vera fyrir alla heldur að foreldrar skuli hafa valfrelsi og sérskóli sé því í raun hluti af þeirri stefnu. Ákveðinnar mótsagnar gætir þó í orðum hans þegar hann segir: Það þýðir að skólinn á að vera fyrir alla, skóli án aðgreiningar, og skólinn á að aðlaga sig að nemendum. Stefna borgarinnar miðar samt sem áður að því að allt að 1% barna séu í sérskólum samkvæmt sérfræðingi Reykjavíkurborgar. Sé litið til landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins nefnir sérfræðingurinn að dæmi séu um að sveitarfélög úti á landi reyni að koma til móts við ólíka nemendahópa. Niðurstaðan sé hins vegar oft sú að foreldrar flytji lögheimili til Reykjavíkur til að eiga völ á fleiri úrræðum á borð við sérskóla sem rennir stoðum undir sjónarmið sérfræðinga Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ólíkra sjónarmiða gætir hjá sérfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar þegar hugað er að því hvað hindri framgang skóla án aðgreiningar. Innan borgarinnar er það talið standa stefnunni helst fyrir þrifum að börn með geðraskanir og samskiptavanda þrífast illan innan almenna kerfisins: Það er mat borgarinnar að í þeim hópi gæti stundum svo mikilla vandamála, bæði eigi umhverfið í erfiðleikum með þau og þau með umhverfið að stundum sé heillavænlegast að vinna markvisst með samskiptavandann utan heimaskóla um tíma, því er sérskólinn í raun til. Auk þessa bendir sérfræðingur borgarinnar á að kennaramenntun hafi ekki breyst í takt við breyttar áherslur í skólastarfi og erfiðlega gangi að samræma hefðir í skólastarfi og ráðgjöf, sem oft sé bekkjarfælin og vísar þannig til ráðgjafanna: Þeir eru svo fjarlægir skólaumhverfinu og menningu skólanna af því þeir eru alltaf að vinna með greiningu allt annars staðar að þeir skilja ekki okkar vanda. Með þessum orðum vill sérfræðingur Reykjavíkurborgar að undirstrika að skólar fái tæki til að vinna samkvæmt Salamanca-yfirlýsingunni en á grundvelli hópa. Sérfræðingar Sambandsins benda á í þessu samhengi eins og fram hefur komið að framkvæmdin sé bundin öflugu sérfræðingateymi og ákveðnu fjölmenni. Sveigjanleiki í skólastarfi felst í aðgreiningu Sérfræðingur Reykjavíkurborgar telur að sveigjanleiki í skólastarfi sé lykilatriði í því að skóli án aðgreiningar geti orðið að veruleika á meðan sérfræðingar menntamálaráðuneytis telja að sá sveigjanleiki sé þegar til staðar innan skólakerfisins og að upprunalega hugmyndafræðin geri ráð fyrir sveigjanleika. Sýn Sambands íslenskra sveitarfélaga endurspeglar mismunandi skilning sérfræðings borgarinnar og menntamálaráðuneytis sem telur það eitt af vandamálum skólakerfisins að farið hafi verið af stað með viðamikla stefnu á borð við skóla án aðgreiningar án þess að afla fullvissu um að sameiginlegur skilningur liggi þar að baki. Ólíkur skilningur á ólíkum stjórnsýslustigum endurspeglar sjónarmið þeirra. Tilvist sérskóla vekur upp spurningar um framkvæmd hugmyndafræðinnar en skólastjóri sérskóla telur í raun ekkert til sem heiti skóli án aðgreiningar : Eins og við segjum alltaf, það eiga öll börn rétt á að vera í sínum heimaskóla, sama hvernig þau líta út, hvort þau eru hvít, brún, svört eða rauð eða einfætt eða tvífætt. En svo komum við oft að þessu hérna, sumir skólar vilja náttúrulega helst ekki vita af þeim. Það er málið. Það er stóri vandinn. 74

16 Óhreinu börnin hennar Evu Skólastjórinn telur vænlegast til árangurs að fjölga sérdeildum á nýjan leik við grunnskóla höfuðborgarsvæðisins en telur að sama skapi að margir séu hræddir við það þar sem það gengur gegn hugmyndafræði skóla án aðgreiningar. Í sama streng tóku umsjónarkennarar á unglingastigi í sama skóla sem sögðu að kennsla í grunnskólum væri of hópamiðuð og líti framhjá einstaklingsþörfum. Slíkt fyrirkomulag valdi vanlíðan hjá nemendum með sérþarfir. Sérfræðingur Reykjavíkurborgar kallar hinsvegar eftir leiðum til að koma til móts við ólíkar þarfir innan hópa sem ítrekar enn frekar ólíkan skilning ólíkra aðila á hugmyndafræðinni. Skilningur umsjónarkennaranna einkennist af því að almennir skólar hafi ekki úrræði til að koma til móts við ákveðna nemendahópa og því sé sérskóli nauðsynlegur til að huga að heill barnanna. Viðhorf umsjónarkennara sérskólans endurspegla sjónarmið sérfræðinga Sambands íslenskra sveitarfélaga en þeir telja að kennarar viti oft ekki til hvers sé ætlað af þeim með ólíka nemendahópa þrátt fyrir yfirlýsta stefnu hins opinbera um skóla án aðgreiningar. Hlutverk foreldra Salamanca yfirlýsingin gerir ráð fyrir virkri þátttöku foreldra í menntun barna sinna, þar segir: Í samvinnu um sérþarfir barns á sviði menntunar hafa sjónarmið foreldra forgang, enda ætti það, eftir því sem við verður komið, að vera val þeirra hvers konar skólagöngu þeir velja barni sínu. Lög um grunnskóla nr. 91/2008 taka undir með Salamanca-yfirlýsingunni en þar kemur einnig fram að foreldrar eigi rétt á því að velja skóla fyrir barn sitt. Sérskólar eru táknmynd valfrelsis hér á landi. Ef foreldrar óska eftir því að barnið þeirra fari í sérskóla eða sérdeild er það réttur barnsins, en það á ekki að vera fyrsta úrræði að mati sérfræðinga menntamálaráðuneytisins. Þeir telja að foreldrar hafi verið einráðir í því að ákveða menntun barna sinna. Á hinn bóginn taka þeir undir það sjónarmið að stundum virðist grunnskólinn nota það sem úrræði að vísa nemendum úr almennum skóla og þá er valfrelsi foreldra farið fyrir lítið, sem er andstætt meginhugsun skólakerfisins. Lögmætar ástæður geti þó verið fyrir því að vísa nemenda endanlega úr skóla, en slíkar ástæður séu til dæmis fíkniefnasala eða miklir geðrænir erfiðleikar sem stuðla að hættu í skólaumhverfinu. Að mati sérfræðinganna þurfa málin að vera mjög alvarleg svo sé. Sérfræðingar ráðuneytisins segja að ekki hafi alltaf verið staðið málefnalega að slíkum málum í gegnum tíðina en telja að ný löggjöf frá árinu 2008 eigi að vinna á þessum vanda innan kerfisins., Valdið er skólastjóra. Skólastefna Reykjavíkurborgar frá árinu 2002 gerir ráð fyrir því að foreldrar hafi frelsi til að velja skóla fyrir barn sitt. Samt sem áður tekur sérfræðingur borgarinnar í sama streng og ráðuneytið þegar hann vísar til þess að stundum sé brottvísun nauðsynleg, sér í lagi ef nemendur valdi öðrum skaða. Sérfræðingur menntamálaráðneytis bendir á að í sumum tilvikum þrýsti kennarar og foreldrar annarra barna svo hart á stjórnendur skóla vegna nemenda með hegðunarvandamál að þeim er vikið úr skóla. Til að undirstrika sérstakar aðstæður þessa hóps sagði annar sérfræðingur menntamálaráðuneytis: Ég held að þetta sé nokkuð ljóst að, þessi hópur, eða erfiðasti hópurinn af þeim nemendum, hefur unnið svolítið gegn hugmyndafræðinni skóla án aðgreiningar á meðan að kennarar eru margir hverjir á móti þeirri stefnu. Þeim finnst ekkert að það eigi allir nemendur að vera í almennum skóla, af því þeir séu bara óalandi og óferjandi og svo óþekkir og óviðráðanlegir. Það eru ekki blindir, það eru ekki heyrnarlausir, ekki þeir sem eru í hjólastól. Heldur yfirleitt þeir sem trufla með hegðun, af hvaða ástæðu sem það er svo. Salamanca-yfirlýsingin gerir ekki greinarmun á sérþörfum nemenda heldur er áréttað að heimaskóli sé best til þess fallinn að vinna á fordómum í garð nemenda með sérþarfir. 75

17 Ásdís Ýr Arnardóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir Af orðum sérfræðings menntamálaráðuneytis sést að gríðarlegt úrræðaleysi ríkir í garð barna sem trufla kennslustund með hegðun. Skólastjóri sérskólans segir að nemendur komi fyrst og fremst í sérskólann þegar þeir hafi brennt allar brýr að baki sér í almennum skóla og öllum aðilum máls eigi að vera ljóst að sérskólinn sé eina úrræðið sem standi nemandanum til boða: Þrátt fyrir að sérskólavistin eigi aðeins að vera tímabundin eru dæmi um að almenni skólinn neiti að taka við nemendum aftur, slíkt er þó undantekning að mati skólastjórans. Kennarar sérskólans telja að vandi þessara barna sé oft þess eðlis að það sé vilji kerfisins að hafa þau utan þess almenna: Af því þetta er bara eins og óhreinu börnin hennar Evu og þegar þeim hefur verið komið fyrir sé hægt að einbeita sér að öðru starfi innan skólans. Þeirra vandi sé þannig að hann hindri eðlilegt skólastarf sem geri ekki ráð fyrir nemendum... með sálina í fatla. Andstaða foreldra við sérskólann er oft mikil að sögn kennara sérskólans, en foreldrar verða iðulega að sækja um þar sem þau eiga ekki val um annað. Foreldrar eins viðmælanda sem ég ræddi við sóttu ekki sjálfviljug um sérskólavistina fyrir son sinn. Hann hafði verið rekinn úr almennum skóla og þeim var talin trú um að sérskólinn væri það eina rétta af aðila menntamálaráðuneytisins. Móðir hans segir: Hann talaði þannig við mig, að ég komst á þá skoðun, að hann ætti þá bara að fara í sérskóla. Þau voru í rauninni búin að sækja um fyrir hann og við vorum bæði mjög á móti því, af því að við vorum búin að heyra það að þar væru krakkar búnir að vera í eiturlyfjum og alls konar rugli. Hann sem sagt taldi mig á það að fara í þennan sérskóla. Úr varð að drengurinn fór í sérskóla og var það þá skilgreint sem val foreldra hans. Þau töldu erfitt fyrir hann að fara aftur í almennan skóla eftir það sem á undan hafði gengið en töldu sig hafa fullan stuðning menntamálaráðuneytisins í hvaða skrefi sem þau tækju. Brotið var á lögbundnum rétti drengsins til menntunar og hugmyndafræði skóla án aðgreiningar höfð að engu. Foreldrarnir töldu að skólastjóri almenna skólans hafi ekki verið tilbúinn að hlusta á sjónarmið þeirra og sögðu: Það var bara þeirra stefna, hún var svona, henni var ekki haggað, jafnvel þótt verið væri að brjóta á barninu. Sérfræðingar ráðuneytisins benda á í þessu samhengi að stundum verði skólastjóri að brjóta á einu barni með hagsmuni annarra nemenda í forgangi. Þetta er í mótsögn við bæði Salamanca yfirlýsinguna og lög um grunnskóla nr. 91/2008 sem gera ráð fyrir jöfnum rétti allra til menntunar og hlutverki foreldra til að velja skóla við hæfi. Sérskóli innan skóla án aðgreiningar Á grundvelli laga um grunnskóla nr. 91/2008 og samkvæmt skilgreiningu laga um skóla án aðgreiningar eru starfræktir sérskólar fyrir ákveðna nemendahópa. Salamanca yfirlýsingin gerir ráð fyrir sérskólum þar sem þjóðir hafa lagt í mikinn kostnað við stofnun þeirra fyrir tíma samþykktarinnar en ávallt skuli almenna reglan vera sú að allir stundi nám í sínum heimaskóla. Þrátt fyrir Salamanca - yfirlýsinguna og að löggjöfin virðist nokkuð skýr hvað þetta varðar eru ákveðnir jaðarhópar sem ekki eiga óskoraðan rétt til skólagöngu í almennum grunnskóla því að í lögum um grunnskóla segir: Telji foreldrar barns, skólastjórar, kennarar eða aðrir sérfræðingar að það fái ekki notið kennslu við sitt hæfi í almennum grunnskóla geta foreldrar sótt um skólavist fyrir barnið í sérúrræði innan grunnskóla eða í sérskóla. Sérfræðingur Reykjavíkurborgar telur að til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda og til að þeir fái kennslu við hæfi sé hlutverk sérskólans meðal annars að hvíla umhverfið á nemandanum og hvíla nemandann á umhverfinu tímabundið. Lögð er áhersla á vægi sérskólans í því að lækna eða laga nemandann. Annar sérfræðinga menntamálaráðuneytisins bendir á hlutverk skóla, sérskóla eða almennra skóla, sé í raun þríþætt, að vera menntastofnun, uppeldisstofnun og samfélag í sjálfu sér. Eins og áður sagði er ein af lögmætum ástæðum þess að vísa nemanda úr 76

18 Óhreinu börnin hennar Evu skóla að mati sérfræðinga ráðuneytisins ef nemandinn verður uppvís að því að skapa hættu innan skólans, því má telja eitt af hlutverkum sérskólans að draga úr hættu vegna fíkniefnaneyslu eða ofbeldis í almennum skóla. En hann segir jafnframt að sérskólinn hafi ákveðið meðferðarhlutverk í málefnum þessara nemenda samhliða menntun. Til að réttlæta brottvísun úr skóla er því gjarnan haldið fram að hagsmunum nemenda sé best borgið í sérskóla, nemendum líði betur og þörfum þeirra sé mætt. Sérfræðingur ráðuneytisins telur þetta sjónarhorn anga af alþjóðlegri mýtu um glaða sérskólabarnið. og vill fremur líta til Salamanca - yfirlýsingarinnar sem tækis til að vinna á fordómum. Þessi mýta er lífsseig, sérfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga segja að hlutverk sérskóla sé meðal annars að safna saman sérfræðingum og þjónustustigi á einn stað svo unnt sé að koma til móts við þarfir nemenda með miklar sérþarfir. Þannig komi skólakerfið betur til móts við þarfir og líðan nemendanna og sé tilvera sérskóla því réttlætismál fyrir nemendur með sérþarfir. Sérskólanum er þá gefið það hlutverk að taka á vanmætti almenna skólakerfisins til að vinna með hegðunar-, félags- eða geðrænan vanda nemenda. Kennarar skólans telja að hann veiti nemendum tækifæri til að skapa sér nýja tilveru og breyta hegðun til að ávinna sér rétt til skólagöngu í almennum skóla. Vanmáttur almenna skólans kemur einnig niður á öðrum nemendum sem verða fyrir truflun. Kennarar sérskólans telja að skilningsleysi á vanda nemendanna orsaki ákveðna togstreitu á milli almenna kerfisins og hins sértæka. Þeir líta á skólann sem meðferðastofnun sem lagi eða lækni nemendur, líkt og sérfræðingur borgarinnar. En þar sem vandi þeirra sé ekki viðurkenndur sem eiginleg veikindi mætir þeim skilningsleysi. Að þeirra sögn hafa stjórnendur almennra skóla gagnrýnt sérskólann fyrir að kenna nemendum lítið til bókar, annar kennarinn segir: Við erum ekkert að breyta neinu í hvar þau eru stödd námslega. Það eina sem maður getur hugsanlega breytt er að gefa þessum einstaklingi tiltölulega jákvæða mynd af skóla. Við breytum því ekkert að þú hættir að læra í 7. bekk og kemur hingað í 10. bekk. Við breytum því ekki. Við getum bara sannfært viðkomandi um það að hann sé ekki vitlaus. Kennari sérskólans gerir hér ráð fyrir því að nemendur séu illa staddir námslega og munu vera það áfram. Jafnframt gerir hann ráð fyrir því að upplifun nemandans af almenna kerfinu hafi dregið úr trú hans á eigin getu. Hlutverk sérskólans innan skóla án aðgreiningar er fyrst og fremst að bæta hegðun nemenda og hugmyndir þeirra um menntun annars vegar og hins vegar að hvíla almenna skólakerfið og nemendur þess á þeirri truflun sem nemendur með hegðunarvandamál valda í skólanum. Lokaorð Þessi rannsókn miðaði að því að öðlast þekkingu á náms- og kerfislegum veruleika unglinga með ADHD í unglingadeildum sérskóla út frá viðmiðum um eðlilega skólagöngu. Niðurstöður hennar benda til þess að frá samþykkt Salamanca-yfirlýsingarinnar 1994 hafði verið unnið markvisst að því innan íslensks skólakerfis að koma á fót skóla án aðgreiningar. Andstöðu gætir af hálfu fagfólks í garð ákveðinna nemendahópa sem stendur stefnunni fyrir þrifum ásamt því að bjargir skortir innan skólakerfisins. Skilningur fólks á hugmyndafræðinni er ólíkur og endurspeglast að einhverju leyti af tengslum við skólastarfið sjálft. Þeir sem standa skólunum næst skilgreina hugmyndafræðina mun þrengra en fulltrúar framkvæmdavalds sem líta fremur til Salamanca yfirlýsingarinnar sem gerir ráð fyrir menntun nemenda í heimskóla. Til að hugmyndafræðin nái fótfestu hér á landi sem viðurkennd og jákvæð skólastefna sem nái til allra nemendahópa er nauðsynlegt að bæta þekkingu innan almennra skóla á skerðingum á borð við ADHD. Að sama skapi þarf að styðja við almenna kennara í starfi og auka hlutdeild annarra sérfræðinga í menntakerfinu. 77

19 Ásdís Ýr Arnardóttir og Hanna Björg Sigurjónsdóttir Heimildir Menntamálaráðuneytið. (2010).Aðalnámskrá grunnskóla. Almennur hluti - Drög. Reykjavík: Höfundur. Ásdís Ýr Arnardóttir. (2011). Óhreinu börnin hennar Evu. Um samspil skóla án aðgreiningar og ADHD. Óbirt MA ritgerð. Háskóli Íslands, Félags- og mannvísindadeild, fötlunarfræði. Bogdan, R. C. og Bilken, S. K. (2007). Qualitative research for education. An introduction to theories and methods. (5. útgáfa). Boston: Pearson. Corkum, P., McGonnell, M. og Schachar, R. (2010). Factors affecting academic achievement in children with ADHD. Journal of Applied Research on Learning, 3, DuPaul, G. J., Jitendra, A. K., Tresco, K. E., Vile Junod, R. E., Volpe, R. J. og Lutz, J. G. (2006). Children with attention deficit hyperactivtiy disorder: Are there gender differences in school functioning. School Psychology Review, 35, Gretar L. Marinósson. (2003). Hvernig verða flokkar sérþarfa til í grunnskóla? Í Rannveig Traustadóttir (ritstjóri), Fötlunarfræði. Nýjar íslenskar rannsóknir (bls ). Reykjavík: Háskólaútgáfan. Guðmundur Finnbogason. (1994). Lýðmenntun: hugleiðingar og tillögur. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Kofler, M., Rappaport, M. og Alderson, R. (2008). Quantifying ADHD classroom inattentiveness, its moderators, and variability: A meta-analytic review. Journal of Child Psychology and Pschiatry, 49, Lög um fræðslu barna nr. 59/1907. Lög um grunnskóla nr. 91/2008. McGoey, K. E., Eckert, T. L. og DuPaul, G. J. (2002). Early intervention for preschool-age children with ADHD: A literature review. Journal of Emotional and Behavioral Disorders 10, Reglugerð um sérþarfir nemenda í grunnskóla nr. 585/2010. Young, S. (2000). ADHD children grown-up: An emprical review. Counselling Psychology Quarterly, 13, Þingskjal 319. ( ). Frumvarp til laga um grunnskóla. Alþingistíðindi,

Við og börnin okkar. Our children and Ourselves. Where should I seek assistance? Hvert get ég leitað?

Við og börnin okkar. Our children and Ourselves. Where should I seek assistance? Hvert get ég leitað? Íslenska Hvert get ég leitað? Where should I seek assistance? Neyðarlínan 112 Allir geta hringt í 112 og úr öllum símum. Samband næst við 112 þó svo ekkert símakort sé í símanum, þó svo að enginn inneign

More information

Effects of Parental Involvement in Education

Effects of Parental Involvement in Education Effects of Parental Involvement in Education A Case Study in Namibia Guðlaug Erlendsdóttir M.Ed. Thesis University of Iceland School of Education Effects of Parental Involvement in Education A Case Study

More information

Quality Status and Quality Aspects in The Icelandic Construction Industry. by Sandra Dís Dagbjartsdóttir

Quality Status and Quality Aspects in The Icelandic Construction Industry. by Sandra Dís Dagbjartsdóttir Quality Status and Quality Aspects in The Icelandic Construction Industry by Sandra Dís Dagbjartsdóttir Thesis Master of Science in Civil Engineering with Specialization in Construction Management May

More information

Self-Identity in Modernity

Self-Identity in Modernity University of Akureyri School of Humanities and Social Sciences Faculty of Social Sciences Social Studies 2011 Self-Identity in Modernity Marta Björg Hermannsdóttir Final Thesis in the Faculty of Humanities

More information

Women in Journalism. The Situation in Iceland. Valgerður Jóhannsdóttir. Introduktion. Abstract

Women in Journalism. The Situation in Iceland. Valgerður Jóhannsdóttir. Introduktion. Abstract Nordicom-Information 37 (2015) 2, pp. 33-40 Women in Journalism The Situation in Iceland Valgerður Jóhannsdóttir Abstract More and more women have entered journalism in the last 20-30 years and they outnumber

More information

Training and Development of IT Professionals in Employment The objectives and benefits of corporate-sponsored training

Training and Development of IT Professionals in Employment The objectives and benefits of corporate-sponsored training Training and Development of IT Professionals in Employment The objectives and benefits of corporate-sponsored training Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering

More information

Adolescents Internet Use: Academic Achievement and Well-being

Adolescents Internet Use: Academic Achievement and Well-being Running head: INTERNET USE, ACADEMIC ACHIEVEMENT, AND WELL-BEING Adolescents Internet Use: Academic Achievement and Well-being Eir Arnbjarnardóttir 2015 BSc in Psychology Author: Eir Arnbjarnardóttir ID

More information

Utilizing External Information in Continuous Innovation Processes:

Utilizing External Information in Continuous Innovation Processes: Utilizing External Information in Continuous Innovation Processes: The impact of managerial IT skills and supportive capabilities on the innovativeness of multinational companies Gunnar Óskarsson Supervisor:

More information

Performance Metrics in Air Traffic Management Systems. A Case Study of Isavia s Air Traffic Management System. by Hulda Ástþórsdóttir

Performance Metrics in Air Traffic Management Systems. A Case Study of Isavia s Air Traffic Management System. by Hulda Ástþórsdóttir Performance Metrics in Air Traffic Management Systems A Case Study of Isavia s Air Traffic Management System by Hulda Ástþórsdóttir Thesis Master of Science in Engineering Management May 2013 Performance

More information

I started to feel worse when I understood more Polish immigrants and the Icelandic media

I started to feel worse when I understood more Polish immigrants and the Icelandic media I started to feel worse when I understood more Polish immigrants and the Icelandic media Helga Ólafs Małgorzata Zielińska Félags- og mannvísindadeild Ritstjórar: Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir

More information

Icelandic university students English reading skills

Icelandic university students English reading skills MÁLFRÍÐUR 15 Icelandic university students English reading skills Robert Berman. Róbert Berman er dósent í ensku á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Reading at university is one of the most important

More information

Margverðlaunuð Philips-sjónvörp

Margverðlaunuð Philips-sjónvörp SJÓNVÖRP MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2013 Kynningarblað Philips, IKEA, Vodafone, OZ, kvikmyndir, þættir og sagan. Margverðlaunuð Philips-sjónvörp Heimilistæki hafa selt Philips-sjónvörp allt frá því að sjónvarpsútsendingar

More information

Change management in financial institutions:

Change management in financial institutions: Change management in financial institutions: A case study of introducing a policy on corporate social responsibility in Landsbankinn Julia Vol September 2012 Háskóli Íslands Menntavísindasvið Change management

More information

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir VIÐ á Sjónarhóli höfum hagsmuni fjölskyldna barna með sérþarfir að leiðarljósi í starfi okkar. veitum foreldramiðaða ráðgjafarþjónustu

More information

Hugvísindasvið. Ragnar Kjartansson. Þversögn leikarans í vídeóverkunum. Ritgerð til B.A.-prófs. Auður Mikaelsdóttir

Hugvísindasvið. Ragnar Kjartansson. Þversögn leikarans í vídeóverkunum. Ritgerð til B.A.-prófs. Auður Mikaelsdóttir Hugvísindasvið Ragnar Kjartansson Þversögn leikarans í vídeóverkunum Ritgerð til B.A.-prófs Auður Mikaelsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Listfræði Ragnar Kjartansson Þversögn leikarans

More information

DISTRIBUTED CLUSTER PRUNING IN HADOOP

DISTRIBUTED CLUSTER PRUNING IN HADOOP DISTRIBUTED CLUSTER PRUNING IN HADOOP Andri Mar Björgvinsson Master of Science Computer Science May 2010 School of Computer Science Reykjavík University M.Sc. PROJECT REPORT ISSN 1670-8539 Distributed

More information

Comparison of Underground and Overhead Transmission Options in Iceland (132 and 220kV)

Comparison of Underground and Overhead Transmission Options in Iceland (132 and 220kV) Comparison of Underground and Overhead Transmission Options in Iceland (132 and 220kV) Prepared by November, 2013 THIS IS AN INDEPENDENT REPORT BY METSCO ENERGY SOLUTIONS INC. (MES) AN ENGINEERING CONSULTING

More information

Comparison between face-to-face bullying and cyber-bullying amongst elementary school students and how they cope

Comparison between face-to-face bullying and cyber-bullying amongst elementary school students and how they cope Comparison between face-to-face bullying and cyber-bullying amongst elementary school students and how they cope Stefán Örn Guðmundsson 2013 BSc in Psychology Author name: Stefán Örn Guðmundsson Author

More information

DECISION OF THE EEA JOINT COMMITTEE No 33/96 of 31 May 1996

DECISION OF THE EEA JOINT COMMITTEE No 33/96 of 31 May 1996 Agreement on the European Economic Area The EEA Joint Committee DECISION OF THE EEA JOINT COMMITTEE No 33/96 of 31 May 1996 amending Annex II (Technical regulations, standards, testing and certification)

More information

Heimildaskrá. Akerjordet, K. og Severinsson, E. (2004). Emotional intelligence in mental health nurses

Heimildaskrá. Akerjordet, K. og Severinsson, E. (2004). Emotional intelligence in mental health nurses Heimildaskrá Akerjordet, K. og Severinsson, E. (2004). Emotional intelligence in mental health nurses talking about practice. International Journal of Mental Health Nursing, 13(3), 164 170. Allan, H. T.,

More information

NEAR-OPTIMAL STAFF SCHEDULING USING A MIXED INTEGER MODEL

NEAR-OPTIMAL STAFF SCHEDULING USING A MIXED INTEGER MODEL NEAR-OPTIMAL STAFF SCHEDULING USING A MIXED INTEGER MODEL May 2011 Guðríður Lilla Sigurðardóttir Master of Science in Decision Engineering NEAR-OPTIMAL STAFF SCHEDULING USING A MIXED INTEGER MODEL Guðríður

More information

Heimildir. Abilgaard, L.( 2001). Porteföljer Læringsstrategi og evalueringsmetode. Aarhus: Skólamál sveitafélagsins (Kommunale skolevæsen).

Heimildir. Abilgaard, L.( 2001). Porteföljer Læringsstrategi og evalueringsmetode. Aarhus: Skólamál sveitafélagsins (Kommunale skolevæsen). Heimildir Abilgaard, L.( 2001). Porteföljer Læringsstrategi og evalueringsmetode. Aarhus: Skólamál sveitafélagsins (Kommunale skolevæsen). Aldís Guðmundsdóttir og Jörgen Pind. (2003). Almenn sálfræði:

More information

REYKJAVIK UNIVERSITY DATA WAREHOUSE

REYKJAVIK UNIVERSITY DATA WAREHOUSE REYKJAVIK UNIVERSITY DATA WAREHOUSE Sæmundur Melstað Master of Science Computer Science June 2014 School of Computer Science Reykjavík University M.Sc. PROJECT REPORT ISSN 1670-8539 Reykjavik University

More information

Master s thesis. Policy Implementation in South African Higher Education: Governance and Quality Assurance post-1994

Master s thesis. Policy Implementation in South African Higher Education: Governance and Quality Assurance post-1994 Master s thesis Strategic management, M.S. Policy Implementation in South African Higher Education: Governance and Quality Assurance post-1994 Anna Kristín Tumadóttir University of Iceland Faculty of Business

More information

Improvement of the Governance and Management of Icelandic Public Projects

Improvement of the Governance and Management of Icelandic Public Projects Improvement of the Governance and Management of Icelandic Public Projects By Þórður Víkingur Friðgeirsson Thesis submitted to the School of Science and Engineering at Reykjavík University in partial fulfilment

More information

Experimental Analysis of Facebook Marketing Using Conjoint Analysis and Eye Scanning

Experimental Analysis of Facebook Marketing Using Conjoint Analysis and Eye Scanning Experimental Analysis of Facebook Marketing Using Conjoint Analysis and Eye Scanning Hildur Einarsdóttir 2013 BSc in Psychology Author name: Hildur Einarsdóttir Author ID number: 140285-2429 Department

More information

Mobile Apps for Learning English

Mobile Apps for Learning English Hugvísindasvið Mobile Apps for Learning English A Review of 7 Complete English Course Apps: Characteristics, Similarities and Differences Ritgerð til B.A.-prófs Iðunn Andersen Apríl 2013 Háskóli Íslands

More information

Data Driven Approach to Sports Management: A Case Study Using Major League Baseball

Data Driven Approach to Sports Management: A Case Study Using Major League Baseball Data Driven Approach to Sports Management: A Case Study Using Major League Baseball Jón Ragnar Guðmundsson Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management June 2015 Data Driven Approach

More information

Detection of potential arable land with remote sensing and GIS

Detection of potential arable land with remote sensing and GIS LUMA-GIS Thesis nr 29 Detection of potential arable land with remote sensing and GIS A Case Study for Kjósarhreppur Brynja Guðmundsdóttir 2014 Department of Physical Geography and Ecosystem Analysis Centre

More information

Production Planning and Order Fulfilment in Hybrid Maketo-Order / Make-to-Forecast Production System

Production Planning and Order Fulfilment in Hybrid Maketo-Order / Make-to-Forecast Production System THESIS FRONT PAGE This is the first page of the thesis after the cover page. Make sure that the text below (title, author, degree and date) will fit in the opening on the front cover page. Production Planning

More information

Fróðskaparsetur Føroya CAMBRIDGE ENGLISH EXAMINATIONS

Fróðskaparsetur Føroya CAMBRIDGE ENGLISH EXAMINATIONS Fróðskaparsetur Føroya 2013 2014 CAMBRIDGE ENGLISH EXAMINATIONS Cambridge English: Advanced Cambridge English: Proficiency CAMBRIDGE-próvtøkurnar í enskum Í 1913 fór University of Cambridge Local Examinations

More information

Master s Thesis. Cross-Cultural issues at Icelandic workplaces

Master s Thesis. Cross-Cultural issues at Icelandic workplaces Master s Thesis Submitted to: Reykjavík University School of Business V-702-ORBE Organizational Behavior 2012-3 Cross-Cultural issues at Icelandic workplaces Aya Arakaki 01/01/2013 Supervisor Jean M. Phillips,

More information

Risk Management in. Almenni Collective Pension Fund

Risk Management in. Almenni Collective Pension Fund Risk Management in Almenni Collective Pension Fund By Birgir Rafn Gunnarsson Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Financial Engineering May 2012 Risk Management in Almenni Collective Pension

More information

The Swine in Old Nordic Religion and Worldview

The Swine in Old Nordic Religion and Worldview The Swine in Old Nordic Religion and Worldview Lenka Kovárová Lokaverkefni til MA gráðu í norrænni trú Félagsvísindasvið The Swine in Old Nordic Religion and Worldview Lenka Kovárová Lokaverkefni til MA

More information

Thesis Master of Project Management (MPM)

Thesis Master of Project Management (MPM) CONTINUOUS IMPROVEMENT PROJECTS IN CERTIFIED ORGANIZATIONS IN ICELAND: TRADITIONAL PROJECTS OR NOT? Sigríður Jónsdóttir Thesis Master of Project Management (MPM) May 2013 Continuous improvement projects

More information

ON THE CLASSIFICATION AND ESTIMATION OF COSTS IN INFORMATION TECHNOLOGY

ON THE CLASSIFICATION AND ESTIMATION OF COSTS IN INFORMATION TECHNOLOGY ON THE CLASSIFICATION AND ESTIMATION OF COSTS IN INFORMATION TECHNOLOGY A dissertation by Pétur Björn Thorsteinsson 30 ECTS credit thesis submitted to the Faculty of Engineering in partial fulllment of

More information

Combined automatic system to treat grey water and rainwater

Combined automatic system to treat grey water and rainwater Combined automatic system to treat grey water and rainwater Artur Matusiak Final thesis for BSc. degree Faculty of Electrical and Computer Engineering School of Engineering and Natural Sciences University

More information

TJALDSVÆÐI - CAMPING CAMPINGPLÄTZE

TJALDSVÆÐI - CAMPING CAMPINGPLÄTZE GISTINGAR - ACCOMMODATION - UNTERKUNFT www.hotel-ork.is 274 70 8 276 4 2 - TJALDSVÆÐI - CAMPING CAMPINGPLÄTZE 8 8 2 6 H 27 HÓTEL ÖRK Breiðamörk c - 80 Hveragerði 48 4700 - Fax 48 477 - info@hotel-ork.is

More information

Soil Sustainability Assessment- Proposed Soil Indicators for Sustainability. Eydís Mary Jónsdóttir

Soil Sustainability Assessment- Proposed Soil Indicators for Sustainability. Eydís Mary Jónsdóttir Soil Sustainability Assessment- Proposed Soil Indicators for Sustainability Eydís Mary Jónsdóttir Faculty of Earth Sciences University of Iceland 2011 Soil Sustainability Assessment Proposed Soil Indicators

More information

Bagozzi, Richard P. (1986). Principles of Marketing Management. Chicago: Science Research Associates.

Bagozzi, Richard P. (1986). Principles of Marketing Management. Chicago: Science Research Associates. Heimildaskrá Ritaðar heimildir: Albrecht, Karl og dr. Runólfur Smári Steinþórsson (Ritstj.) (1999). Ávinningur viðskiptavinarins (Páll Kristinn Pálsson þýddi). Reykjavík: Bókaklúbbur atvinnulífsins og

More information

KJARASAMNINGAR. Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara

KJARASAMNINGAR. Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara KJARASAMNINGAR 2014 Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara Atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara frá 20. febrúar 2014 Skýringar Ágæti félagi, Fjölmennur fundur samninganefndar Flóafélaganna,

More information

TJALDSVÆÐI - CAMPING - CAMPINGPLÄTZE

TJALDSVÆÐI - CAMPING - CAMPINGPLÄTZE - CAMPING CAMPINGPLÄTZE WC WC WC RENNANDI VATN COLD WATER Kaltes Wasser RENNANDI VATN HOT WATER Heisses Wasser STURTA SHOWER Dusche Heitur pottur. Jacuzzi. HeiSSer Pott TÁKN - SYMBOLS - ZEICHEN ÞVOTTAVÉL

More information

Blood Bank Inventory Management Analysis. Elísabet Edda Guðbjörnsdóttir. Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management

Blood Bank Inventory Management Analysis. Elísabet Edda Guðbjörnsdóttir. Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management Blood Bank Inventory Management Analysis Elísabet Edda Guðbjörnsdóttir Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management June 2015 Blood Bank Inventory Management Analysis Elísabet

More information

Distributed Testing of Cloud Applications Using the Jata Test Framework. Hlöðver Tómasson

Distributed Testing of Cloud Applications Using the Jata Test Framework. Hlöðver Tómasson Distributed Testing of Cloud Applications Using the Jata Test Framework Hlöðver Tómasson Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2011 DISTRIBUTED

More information

Vorráðstefna. Ágrip erinda og veggspjalda. Haldin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands

Vorráðstefna. Ágrip erinda og veggspjalda. Haldin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands Ágrip erinda og veggspjalda Haldin í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands 28.apríl 2009 Dagskrá Vorráðstefnu JFÍ 28.apríl 2009 08:30-09:00 Skráning Fundarstjóri Þorsteinn Sæmundsson 09:00-09:05 Setning

More information

Software Patents and the EPO: Should software patents be granted under the European patent system?

Software Patents and the EPO: Should software patents be granted under the European patent system? Háskólinn á Akureyri Hug- og félagsvísindadeild Lagaskor Vorönn 2009 Software Patents and the EPO: Should software patents be granted under the European patent system? Drengur Óla Þorsteinsson Lokaverkefni

More information

PROJECT MANAGEMENT IN VENTURE CAPITAL ENDEAVORS. Magnús Ágúst Skúlason. Ritgerð til meistaraprófs (MPM)

PROJECT MANAGEMENT IN VENTURE CAPITAL ENDEAVORS. Magnús Ágúst Skúlason. Ritgerð til meistaraprófs (MPM) PROJECT MANAGEMENT IN VENTURE CAPITAL ENDEAVORS Magnús Ágúst Skúlason Ritgerð til meistaraprófs (MPM) Maí 2013 PROJECT MANAGEMENT IN VENTURE CAPITAL ENDEAVORS Magnús Ágúst Skúlason Ritgerð við tækni- og

More information

Macroeconomic effects of varied mortgage instruments studied using agent-based model simulations

Macroeconomic effects of varied mortgage instruments studied using agent-based model simulations Macroeconomic effects of varied mortgage instruments studied using agent-based model simulations Þórir Bjarnason Thesis of 30 ETCS credits Master of Science in Financial Engineering December 2014 Macroeconomic

More information

Markaðsmál, uppruni og umhverfismerkingar Samantekt úr málstofu A. Dr. Jón Þrándur Stefánsson. September 8, 2010 Sjávarútvegsráðstefnan 2010

Markaðsmál, uppruni og umhverfismerkingar Samantekt úr málstofu A. Dr. Jón Þrándur Stefánsson. September 8, 2010 Sjávarútvegsráðstefnan 2010 Markaðsmál, uppruni og umhverfismerkingar Samantekt úr málstofu A Dr. Jón Þrándur Stefánsson September 8, 2010 Sjávarútvegsráðstefnan 2010 1 Samantekt Stutt samantekt á framsögu og umræðum úr málstofu

More information

University of Akureyri

University of Akureyri The Faculty of Management LOK2106 Cross-Cultural Communication Do Icelanders have the proficiency to communicate effectively across cultures? The position of cross-cultural curricula and training in Iceland

More information

For further information go to: en.ru.is/fin or send us an email at thorabjork@ru.is. Vlad Vaiman Director of Graduate Programmes vlad@ru.

For further information go to: en.ru.is/fin or send us an email at thorabjork@ru.is. Vlad Vaiman Director of Graduate Programmes vlad@ru. For further information go to: en.ru.is/fin or send us an email at thorabjork@ru.is Vlad Vaiman Director of Graduate Programmes vlad@ru.is The aim of my Master s studies at RU was to acquire a recognised

More information

Investigation of the stability system of the scapula in patients with cervical spine disorders

Investigation of the stability system of the scapula in patients with cervical spine disorders Investigation of the stability system of the scapula in patients with cervical spine disorders Assessment of scapular orientation and recruitment of the scapular stability muscles in patients with insidious

More information

NÝJAR BÆKUR MARS APRÍL 2013

NÝJAR BÆKUR MARS APRÍL 2013 NÝJAR BÆKUR MARS APRÍL 2013 Efnisyfirlit: Sálfræði... 1 Félagsfræði... 1 Rannsóknaraðferði... 2 Leikskólafræði... Error! Bookmark not defined. Fötlunarfræði / sérkennsla... 2 Kennslufræði... 2 Stærðfræðikennsla...

More information

Provision of insurance services in Iceland

Provision of insurance services in Iceland Provision of insurance services in Iceland This booklet is intended to give an overview of Icelandic legislation and administration that insurers from other EEA countries must bear in mind when providing

More information

How To Find An Independent Set On A Hypergraph

How To Find An Independent Set On A Hypergraph Approximation Algorithms for Independent Set Problems on Hypergraphs Elena Losievskaja Doctor of Philosophy December 2009 School of Computer Science Reykjavík University Ph.D. DISSERTATION ISSN 1670-8539

More information

Training of Preschool Teachers in Iceland. Johanna Einarsdottir Professor University of Iceland School of Education joein@hi.is

Training of Preschool Teachers in Iceland. Johanna Einarsdottir Professor University of Iceland School of Education joein@hi.is Training of Preschool Teachers in Iceland Professor University of Iceland School of Education joein@hi.is July 2011 Table of Contents INTRODUCTION... 3 EARLY CHILDHOOD EDUCATION IN ICELAND... 4 THE EDUCATIONAL

More information

Íslenska English Dansk Deutsch Français

Íslenska English Dansk Deutsch Français Íslenska English Dansk Deutsch Français Lífið á landnámsöld Árið 2001 fundust fornleifar í Aðalstræti sem reyndust vera elstu mannvistarleifar í Reykjavík, frá því fyrir 871 ±2. Þar fannst meðal annars

More information

FB Bókalisti vorannar 2008 14. desember 2007. På udebane 2, lestrarbók (ný útgáfa), verkefnabók og hlustunaræfingar.

FB Bókalisti vorannar 2008 14. desember 2007. På udebane 2, lestrarbók (ný útgáfa), verkefnabók og hlustunaræfingar. Áfangi Höfundur Heiti Útgáfa Útgefandi AHS1036 Ásdís Jóelsdóttir Tíska aldanna 2005 Mál og Menning AHS2036 Ásdís Jóelsdóttir Tíska aldanna 2005 Mál og Menning AHS3136 Ásdís Jóelsdóttir Tíska aldanna 2005

More information

Importance of Social Media in Online Marketing and Use of Eye-Tracking Methods in Online Shopping

Importance of Social Media in Online Marketing and Use of Eye-Tracking Methods in Online Shopping Importance of Social Media in Online Marketing and Use of Eye-Tracking Methods in Online Shopping Daria Rudkova 2015 BSc Psychology Author name: Daria Rudkova Author ID number: 180591-2819 Department of

More information

Enhancing quality management of fresh fish supply chains through improved logistics and ensured traceability

Enhancing quality management of fresh fish supply chains through improved logistics and ensured traceability Thesis for the Degree of Doctor of Philosophy Enhancing quality management of fresh fish supply chains through improved logistics and ensured traceability Mai Thi Tuyet Nga Faculty of Food Science and

More information

Instruction Manual for: VeriFone Omni 3350 Omni 3740 Omni 3750

Instruction Manual for: VeriFone Omni 3350 Omni 3740 Omni 3750 Instruction Manual for: VeriFone Omni 3350 Omni 3740 Omni 3750 Index Instructions for Omni 3740/3750... 3 Telephone Line Connections... 3 Connection with electricity... 3 To Install a Paper Roll... 4 Omni

More information

5.12.2009 - EEA AGREEMENT - ANNEX IV p. 1 ANNEX IV ENERGY. List provided for in Article 24

5.12.2009 - EEA AGREEMENT - ANNEX IV p. 1 ANNEX IV ENERGY. List provided for in Article 24 5.12.2009 - EEA AGREEMENT - ANNEX IV p. 1 ANNEX IV ENERGY List provided for in Article 24 INTRODUCTION When the acts referred to in this Annex contain notions or refer to procedures which are specific

More information

Volcanic hazards in Iceland

Volcanic hazards in Iceland Reviewed research article Volcanic hazards in Iceland Magnús T. Gudmundsson 1, Guðrún Larsen 1, Ármann Höskuldsson 1 and Ágúst Gunnar Gylfason 2 1 Institute of Earth Sciences, University of Iceland, Sturlugötu

More information

The relationship between input mechanics, flow and auxiliary movements during videogame-play. Project Report

The relationship between input mechanics, flow and auxiliary movements during videogame-play. Project Report The relationship between input mechanics, flow and auxiliary movements during videogame-play. Project Report (Post Mortem) Autumn 2012 Arelíus Sveinn Arelíusarson Daníel Sigurðsson Reynir Örn Björnsson

More information

Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir 2012 IÐNÚ. Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir 2012 IÐNÚ

Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir 2012 IÐNÚ. Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir 2012 IÐNÚ Áfangi Titill bókar Höfundur Útgáfuár Útgefandi AHS1036 Saga hönnunar Ádís Jóelsdóttir 2013 IÐNÚ AND1036 AND1036 Dreifildi AND112/103 Bóksala FB AND1124 AND1124 Dreifildi AND112/103 Bóksala FB AND2036

More information

Schneps, Leila; Colmez, Coralie. Math on Trial : How Numbers Get Used and Abused in the Courtroom. New York, NY, USA: Basic Books, 2013. p i.

Schneps, Leila; Colmez, Coralie. Math on Trial : How Numbers Get Used and Abused in the Courtroom. New York, NY, USA: Basic Books, 2013. p i. New York, NY, USA: Basic Books, 2013. p i. http://site.ebrary.com/lib/mcgill/doc?id=10665296&ppg=2 New York, NY, USA: Basic Books, 2013. p ii. http://site.ebrary.com/lib/mcgill/doc?id=10665296&ppg=3 New

More information

Analysis of claim frequency and claim size using the Bayesian approach

Analysis of claim frequency and claim size using the Bayesian approach Analysis of claim frequency and claim size using the Bayesian approach Erna Sigurgeirsdóttir Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2010 ANALYSIS

More information

Psoriatic Arthritis in Iceland

Psoriatic Arthritis in Iceland Psoriatic Arthritis in Iceland a study of the population of Reykjavik Þorvarður Jón Löve Thesis for the degree of Philosophiae Doctor University of Iceland School of Health Sciences Faculty of Medicine

More information

HPLC-MS and MSMS analysis of 2-methoxy alkylglycerols isolated from shark liver oil. Aðalheiður Dóra Albertsdóttir

HPLC-MS and MSMS analysis of 2-methoxy alkylglycerols isolated from shark liver oil. Aðalheiður Dóra Albertsdóttir HPLC-MS and MSMS analysis of 2-methoxy alkylglycerols isolated from shark liver oil Aðalheiður Dóra Albertsdóttir Faculty of Physical Sciences University of Iceland 2011 ii HPLC-MS and MSMS analysis of

More information

Numerical analysis of heat transfer in fish containers. Steinar Geirdal Snorrason

Numerical analysis of heat transfer in fish containers. Steinar Geirdal Snorrason Numerical analysis of heat transfer in fish containers Steinar Geirdal Snorrason Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2014 NUMERICAL ANALYSIS

More information

Worldwide university ranking and its underlying basis: a perspective of university orientation towards excellence. Wenjie Xu

Worldwide university ranking and its underlying basis: a perspective of university orientation towards excellence. Wenjie Xu Worldwide university ranking and its underlying basis: a perspective of university orientation towards excellence Wenjie Xu MA thesis University of Iceland School of Education Worldwide university ranking

More information

Inga Dóra Sigfúsdóttir Curriculum vitae. MA in Sociology, University of Iceland 1999. Partial degree in Psychology, University of Iceland 1993

Inga Dóra Sigfúsdóttir Curriculum vitae. MA in Sociology, University of Iceland 1999. Partial degree in Psychology, University of Iceland 1993 Inga Dóra Sigfúsdóttir Curriculum vitae Reykjavik University IS 103, Reykjavik, Iceland Tel. +354 5996200 ingadora@ru.is Icelandic Centre for Social Research and Analysis IS 103, Reykjavik, Iceland Tel.

More information

Use of Weather Data in Supply Chain Management. Elín Anna Gísladóttir. Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management

Use of Weather Data in Supply Chain Management. Elín Anna Gísladóttir. Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management Use of Weather Data in Supply Chain Management Elín Anna Gísladóttir Thesis of 30 ECTS credits Master of Science in Engineering Management June 2015 Use of Weather Data in Supply Chain Management Elín

More information

Semi-Automatic Analysis of Large Textle Datasets for Forensic Investigation

Semi-Automatic Analysis of Large Textle Datasets for Forensic Investigation Semi-Automatic Analysis of Large Textle Datasets for Forensic Investigation Sæmundur Óskar Haraldsson Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland

More information

ADHD, kriminalitetur og misbrúk

ADHD, kriminalitetur og misbrúk ADHD, kriminalitetur og misbrúk Tormóður Stórá, serlækni í psykiatri og leiðandi yvirlækni Julia F. Zachariassen, sjúkrarøktarfrøðingur Laila Havmand, sjúkrarøktarfrøðingur Vaksinpsykiatri, Psykiatriski

More information

Financial Feasibility Assessments Building and Using Assessment Models for Financial Feasibility Analysis of Investment Projects

Financial Feasibility Assessments Building and Using Assessment Models for Financial Feasibility Analysis of Investment Projects Financial Feasibility Assessments Building and Using Assessment Models for Financial Feasibility Analysis of Investment Projects Anna Regína Björnsdóttir Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering

More information

BIM Adoption in Iceland and Its Relation to Lean Construction. Ingibjörg Birna Kjartansdóttir. Thesis Master of Science in Construction Management

BIM Adoption in Iceland and Its Relation to Lean Construction. Ingibjörg Birna Kjartansdóttir. Thesis Master of Science in Construction Management BIM Adoption in Iceland and Its Relation to Lean Construction Ingibjörg Birna Kjartansdóttir Thesis Master of Science in Construction Management Desember 2011 BIM Adoption in Iceland and Its Relation to

More information

Farþegaspá 2016. Grétar Már Garðarsson

Farþegaspá 2016. Grétar Már Garðarsson Farþegaspá 2016 Grétar Már Garðarsson Flugfélög sumar 2016 Mjög vel tengdur völlur milli heimsálfa 2016: > Um 80 áfangastaðir > 25 flugfélög Ný flugfélög Nýir áfangastaðir 2016 > British Airways London

More information

Medical Research in Developing Countries

Medical Research in Developing Countries University of Iceland Hugvísindasvið School of Humanities Medical Research in Developing Countries Can Lower Ethical Standards Be Justified in Light of Kant s Moral Philosophy? Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri

More information

Current TCU Research and Creative Activities Fund. Effects of an attention-enhancing strategy on children s word learning (PI), $2,445.

Current TCU Research and Creative Activities Fund. Effects of an attention-enhancing strategy on children s word learning (PI), $2,445. CURRICULUM VITAE JUNE, 2014 Anna Ingeborg Petursdottir, Ph.D. Department of Psychology; TCU Box 298920; Fort Worth, TX 76129 Phone: 817-257-6436 Email: a.petursdottir@tcu.edu Education 2006 Ph.D. in Psychology,

More information

Breyttar áherslur í raungreinakennslu Umræður og vettvangsnám

Breyttar áherslur í raungreinakennslu Umræður og vettvangsnám Breyttar áherslur í raungreinakennslu Umræður og vettvangsnám Baldvin Einarsson Edda Elísabet Magnúsdóttir Kjartan Örn Haraldsson Maren Davíðsdóttir Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir 30. apríl 2007 Efnisyfirlit

More information

Evrópsk. tungumálamappa. European Language Portfolio - Europæisk sprogportfolio Fyrir grunnskóla - For lower secondary level

Evrópsk. tungumálamappa. European Language Portfolio - Europæisk sprogportfolio Fyrir grunnskóla - For lower secondary level Evrópsk tungumálamappa EVRÓPURÁÐIÐ COUNCIL OF EUROPE - Europæisk sprogportfolio Fyrir grunnskóla - For lower secondary level Evrópsk tungumálamappa Fyrir grunnskóla for lower secondary level Tungumálapassi

More information

Appendix FN3. Overview of Fields and Sections of Sciences. in the Faculty of Nursing

Appendix FN3. Overview of Fields and Sections of Sciences. in the Faculty of Nursing Appendix FN3 Overview of Fields and Sections of Sciences in the Faculty of Nursing May 2008 Contents Introduction... 3 Fields of Sciences... 4 Fields of Sciences-continued... 5 Family Nursing... 6 Home

More information

Power and Purity: Nature as Resource in a Troubled Society

Power and Purity: Nature as Resource in a Troubled Society Environmental Humanities, vol. 5, 2014, pp. 77-100 www.environmentalhumanities.org ISSN: 2201-1919 Power and Purity: Nature as Resource in a Troubled Society Ann-Sofie N. Gremaud Department for Cross-Cultural

More information

A Giovanni, il più bel regalo che ho ricevuto dai miei genitori. and to all those who have a fancy for the cyclic movement of a bicycle chain

A Giovanni, il più bel regalo che ho ricevuto dai miei genitori. and to all those who have a fancy for the cyclic movement of a bicycle chain Verbs, Subjects and Stylistic Fronting A comparative analysis of the interaction of CP properties with verb movement and subject positions in Icelandic and Old Italian Irene Franco Major Advisor: Prof.

More information

ÍSLAND (ICELAND) : Trusted List

ÍSLAND (ICELAND) : Trusted List ÍSLAND (ICELAND) : Trusted List Tsl Id: Valid until nextupdate value: 2015-07-30T19:00:00Z TSL signed on: 2015-02-02T11:31:06Z PDF generated on: Mon Feb 02 12:34:26 CET 2015 ÍSLAND (ICELAND) - Trusted

More information

Emerging Trends in Information Technology Departments of Major Icelandic Corporations

Emerging Trends in Information Technology Departments of Major Icelandic Corporations Emerging Trends in Information Technology Departments of Major Icelandic Corporations William J. Tastle Visiting Research Professor University of Iceland, Reykjavik and Department of Business Administration

More information

Lovsamling for Island

Lovsamling for Island Lovsamling for Island Download: Lovsamling for Island PDF ebook Lovsamling for Island PDF - Are you searching for Lovsamling for Island Books? Now, you will be happy that at this time Lovsamling for Island

More information

Glussa GYM Business plan -Lightweight baby!

Glussa GYM Business plan -Lightweight baby! Glussa GYM Business plan -Lightweight baby! Jón Ingi Þrastarson Instructor Jón Freyr Jóhannsson Business Administration Fall 2011 II Confirmation of final assignment to a bachelor degree in Business Titel

More information

Gender difference in stance duration and the activation pattern of gluteus medius in prepubescent athletes during drop jump and cutting maneuvers

Gender difference in stance duration and the activation pattern of gluteus medius in prepubescent athletes during drop jump and cutting maneuvers Gender difference in stance duration and the activation pattern of gluteus medius in prepubescent athletes during drop jump and cutting maneuvers Unnur Sædís Jónsdóttir Thesis for the degree of Master

More information

Customer Churn Prediction for the Icelandic Mobile Telephony Market. Emilía Huong Xuan Nguyen

Customer Churn Prediction for the Icelandic Mobile Telephony Market. Emilía Huong Xuan Nguyen Customer Churn Prediction for the Icelandic Mobile Telephony Market Emilía Huong Xuan Nguyen Faculty of Industrial Engineering, Mechanical Engineering and Computer Science University of Iceland 2011 Customer

More information

Hazard response early warning and longterm recovery

Hazard response early warning and longterm recovery Hazard response early warning and longterm recovery Guðrún Pétursdóttir Director, Institute for Sustainability Studies CoastAdapt Final Conference March 27-30 2012 Background Iceland is prone to natural

More information

PhD in Human-Computer Interaction at the Royal Institute of Technology, Stockholm, Sweden, 2012.

PhD in Human-Computer Interaction at the Royal Institute of Technology, Stockholm, Sweden, 2012. Curriculum Vitae Dr. Marta Kristín Lárusdóttir 15 th of July 2013 Reykjavik University, School of Computer Science, Menntavegur 1, 101 Reykjavik, Iceland Office: +354-5996200, Fax: +354-5996201 Email:

More information

Hazard Assessment and Risk Mitigation for Tourists at Hekla Volcano, South Iceland

Hazard Assessment and Risk Mitigation for Tourists at Hekla Volcano, South Iceland Hazard Assessment and Risk Mitigation for Tourists at Hekla Volcano, South Iceland Jorge Eduardo Montalvo Morales Faculty of Earth Sciences University of Iceland 2010 Hazard Assessment and Risk Mitigation

More information

Quality in teacher education through school-university partnership

Quality in teacher education through school-university partnership Quality in teacher education through school-university partnership Anna Kristín Sigurðardóttir 1 Ragnhildur Bjarnadóttir Jón Torfi Jónasson Sigríður Pétursdóttir University of Iceland, School of Education

More information

Workshop on SME s and Nordic Food Competence Centres

Workshop on SME s and Nordic Food Competence Centres Workshop on SME s and Nordic Food Competence Centres Gunnþórunn Einarsdóttir Guðjón Þorkelsson Nýsköpun og neytendur Skýrsla Matís 21-12 Maí 2012 ISSN 1670-7192 Workshop on SME s and Nordic Food Competence

More information

Songs of Humpback whales (Megaptera novaeangliae): Described during winter mating season on a subarctic feeding ground in northeast Iceland

Songs of Humpback whales (Megaptera novaeangliae): Described during winter mating season on a subarctic feeding ground in northeast Iceland Songs of Humpback whales (Megaptera novaeangliae): Described during winter mating season on a subarctic feeding ground in northeast Iceland Rangyn Lim Faculty of Life and Environmental Science University

More information

Negation and Infinitives: att inte vara or að vera ekki

Negation and Infinitives: att inte vara or að vera ekki Ken Ramshøj Christensen Grammatik i Fokus Department of English, University of Aarhus [Grammar in Focus] Jens Chr. Skous Vej 7, DK-8000 Aarhus C University of Lund engkrc@hum.au.dk February 5-6, 2004 http://www.hum.au.dk/engelsk/engkrc/

More information

The Effect of Sexual Abuse on Adolescents as Associated with Substance Abuse, Depression and Anger

The Effect of Sexual Abuse on Adolescents as Associated with Substance Abuse, Depression and Anger The Effect of Sexual Abuse on Adolescents as Associated with Substance Abuse, Depression and Anger Sara Mjöll Skjaldardóttir 2014 BSc in Psychology Author: Sara Mjöll Skjaldardóttir ID number: 080590-2109

More information